Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af kvíða, þunglyndi og aukinni lyfjanotkun ungs fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 14:15 Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Vísir/GVA Salvör Nordal, lýsti yfir áhyggjum sínum af sínum á kvíða og þunglyndi barna auk þess sem hún sagði stigvaxandi notkun ungs fólks á geð- og kvíðalyfjum vera áhyggjuefni. Salvör var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýverið fjallaði ríkisstjórnin um tillögu um að stofna sérstakt barnaþing á tveggja ára fresti. Þar er fjallað um hlutverk umboðsmanns barna og hlutverk embættisins skýrt betur. „Það var tilefni til þess núna að fara yfir embætti umboðsmanns barna. Það hefur ekki verið gert síðan 1994 þegar embættið var stofnað. Í því samhengi er verið að skerpa á starfinu og tengja það betur við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skýrari hætti. Barnasáttmálinn var lögfestur 2013 og þá fékk embættið mjög skýrt hlutverk í því að fylgja eftir innleiðingunni.“ Við embætti umboðsmanns barna starfar ráðgjafahópur sem Salvör segir hafa tekið stóran þátt í starfi embættisins allt frá upphafi. Ráðgjafahópurinn er skipaður börnum og ungmennum á aldrinum 13-17 ára, algjörum sérfræðingum í málefnum barna, ef svo má segja. „Ráðgjafahópurinn er gríðarlega mikilvægur hluti af okkar starfi. Og nú er verið að lögfesta þetta samráð sem embættið hefur haft við börn alveg frá upphafi. Síðan er það þessi nýjung, þetta barnaþing sem við erum afskaplega ánægð að verði sett í lög og við eigum ekki von á öðru en að það fari í gegn.“ Salvör segir hugmyndina að barnaþinginu ekki ósvipaða jafnréttisþingi sem einnig er haldið annað hvert ár. Áætlað sé að stefna saman börnum, þingmönnum, fulltrúum sveitastjórna, félagasamtaka og atvinnulífsins til þess að fjalla um málefni barna á markvissan hátt. „Við viljum að börn komi þá að því að skipuleggja þetta og halda utan um með okkur. Þá setjum við málefni barna á dagskrá að frumkvæði barna og fáum þeirra sjónarmið inn í umræðuna. Hvernig þetta verður haldið og útfært í fyrsta sinn er ekki alveg ljóst, en ég sé fyrir mér einhverskonar þjóðfund barna.“ Þá segir Salvör að mikilvægt sé að virkja nærumhverfi barna og fá skólana til þess að taka þátt. Segist hún vona að skólarnir geti innbyrðis haldið sambærileg þing eða málfundi.Kvíði og þunglyndi eru mikið áhyggjuefniAðspurð hvort fréttaflutningur af síversnandi líðan barna og unglinga gefi rétta mynd af ástandinu og hvernig hægt sé að tala máli þeirra barna sem um ræðir segir Salvör afar mikilvægt að reyna að átta sig skýrt á því hver staðan er. „Það hefur komið skýrt fram í viðhorfskönnun sem náði til barna að þau kalli eftir auknu aðgengi að þjónustu. Það er náttúrulega verið að vinna að því að koma sálfræðingum inn í heilsugæsluna, það er mikilvægt að koma þeim líka inn í grunn- og framhaldsskólana.“ Salvör segir ljóst að aukins kvíða og þunglyndis gæti hjá ungu fólki og bendir á að notkun lyfja sem sporna eigi við slíku sé mikil í íslensku samfélagi.Ungu fólki á örorkubótum fjölgarUngt fólk á örorkubótum var einnig eitt af því sem Salvör gerði að umfjöllunarefni sínu í viðtalinu og sagði hún aukinn fjölda öryrkja á aldrinum 18-25 vera áhyggjuefni. „Það er áhyggjuefni að það sé vaxandi hópur ungs fólks á örorku. Það er ekki eitthvað sem gerist við 18 ára aldur. Það er mögulega einhver þróun sem hefur kannski verið hægt að sjá fyrir. Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni.“ Salvör segir að auðveldlega sé hægt að skeggræða fram og til baka um hvort ástandið nú sé verra eða betra en áður en það sé einfaldlega þannig að ástandið eins og það blasi við henni sé ekki gott. „Það er mjög mikilvægt að upp vaxi ungt fólk sem getur tekið þátt í samfélaginu og við gerum allt sem við getum til .þess að efla þetta unga fólk á meðan það er í skóla til þess að það geti á sínum forsendum tekið þátt. „Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Innlent Tengdar fréttir Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki. 7. júlí 2017 17:25 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Salvör Nordal, lýsti yfir áhyggjum sínum af sínum á kvíða og þunglyndi barna auk þess sem hún sagði stigvaxandi notkun ungs fólks á geð- og kvíðalyfjum vera áhyggjuefni. Salvör var gestur Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Nýverið fjallaði ríkisstjórnin um tillögu um að stofna sérstakt barnaþing á tveggja ára fresti. Þar er fjallað um hlutverk umboðsmanns barna og hlutverk embættisins skýrt betur. „Það var tilefni til þess núna að fara yfir embætti umboðsmanns barna. Það hefur ekki verið gert síðan 1994 þegar embættið var stofnað. Í því samhengi er verið að skerpa á starfinu og tengja það betur við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með skýrari hætti. Barnasáttmálinn var lögfestur 2013 og þá fékk embættið mjög skýrt hlutverk í því að fylgja eftir innleiðingunni.“ Við embætti umboðsmanns barna starfar ráðgjafahópur sem Salvör segir hafa tekið stóran þátt í starfi embættisins allt frá upphafi. Ráðgjafahópurinn er skipaður börnum og ungmennum á aldrinum 13-17 ára, algjörum sérfræðingum í málefnum barna, ef svo má segja. „Ráðgjafahópurinn er gríðarlega mikilvægur hluti af okkar starfi. Og nú er verið að lögfesta þetta samráð sem embættið hefur haft við börn alveg frá upphafi. Síðan er það þessi nýjung, þetta barnaþing sem við erum afskaplega ánægð að verði sett í lög og við eigum ekki von á öðru en að það fari í gegn.“ Salvör segir hugmyndina að barnaþinginu ekki ósvipaða jafnréttisþingi sem einnig er haldið annað hvert ár. Áætlað sé að stefna saman börnum, þingmönnum, fulltrúum sveitastjórna, félagasamtaka og atvinnulífsins til þess að fjalla um málefni barna á markvissan hátt. „Við viljum að börn komi þá að því að skipuleggja þetta og halda utan um með okkur. Þá setjum við málefni barna á dagskrá að frumkvæði barna og fáum þeirra sjónarmið inn í umræðuna. Hvernig þetta verður haldið og útfært í fyrsta sinn er ekki alveg ljóst, en ég sé fyrir mér einhverskonar þjóðfund barna.“ Þá segir Salvör að mikilvægt sé að virkja nærumhverfi barna og fá skólana til þess að taka þátt. Segist hún vona að skólarnir geti innbyrðis haldið sambærileg þing eða málfundi.Kvíði og þunglyndi eru mikið áhyggjuefniAðspurð hvort fréttaflutningur af síversnandi líðan barna og unglinga gefi rétta mynd af ástandinu og hvernig hægt sé að tala máli þeirra barna sem um ræðir segir Salvör afar mikilvægt að reyna að átta sig skýrt á því hver staðan er. „Það hefur komið skýrt fram í viðhorfskönnun sem náði til barna að þau kalli eftir auknu aðgengi að þjónustu. Það er náttúrulega verið að vinna að því að koma sálfræðingum inn í heilsugæsluna, það er mikilvægt að koma þeim líka inn í grunn- og framhaldsskólana.“ Salvör segir ljóst að aukins kvíða og þunglyndis gæti hjá ungu fólki og bendir á að notkun lyfja sem sporna eigi við slíku sé mikil í íslensku samfélagi.Ungu fólki á örorkubótum fjölgarUngt fólk á örorkubótum var einnig eitt af því sem Salvör gerði að umfjöllunarefni sínu í viðtalinu og sagði hún aukinn fjölda öryrkja á aldrinum 18-25 vera áhyggjuefni. „Það er áhyggjuefni að það sé vaxandi hópur ungs fólks á örorku. Það er ekki eitthvað sem gerist við 18 ára aldur. Það er mögulega einhver þróun sem hefur kannski verið hægt að sjá fyrir. Það er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni.“ Salvör segir að auðveldlega sé hægt að skeggræða fram og til baka um hvort ástandið nú sé verra eða betra en áður en það sé einfaldlega þannig að ástandið eins og það blasi við henni sé ekki gott. „Það er mjög mikilvægt að upp vaxi ungt fólk sem getur tekið þátt í samfélaginu og við gerum allt sem við getum til .þess að efla þetta unga fólk á meðan það er í skóla til þess að það geti á sínum forsendum tekið þátt. „Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Innlent Tengdar fréttir Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki. 7. júlí 2017 17:25 Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15 Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Snúinn aftur til starfa en fær engin verkefni Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Sjá meira
Salvör Nordal skipuð umboðsmaður barna Forsætisráðherra hefur skipað Salvöru Nordal, heimspeking, í embætti umboðsmanns barna til fimm ára. Salvör hefur verið forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og lektor í heimspeki. 7. júlí 2017 17:25
Umboðsmaður barna kannar hversvegna börn voru vistuð í fangageymslum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir það grafalverlegt mál að neyðarúrræði séu ekki til staðar fyrir börn með fíknivanda. 5. apríl 2018 13:15
Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda Umboðsmaður barna hefur áhyggjur af stöðu barna úr röðum hælisleitenda. Hún segir að ekki sé horft nægilega til sjónarhorns barnsins við mat á umsókn um alþjóðlega vernd. 8. september 2017 21:00