Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira
Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Sjá meira