Óvarlegar yfirlýsingar geti aukið óstöðugleika Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2018 20:00 Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“ Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Þrjár lánastofnanir hafa á síðustu dögum hækkað faxta vexti sína á óverðtryggðum lánum. Prófessor í hagfræði telur að hækkanirnir kunni að vera til marks um ótta markaðarins við hörð átök á vinnumarkaði á komandi mánuðum. Um miðjan september hækkaði Íslandsbanki fasta vexti sína á óverðtryggðum húsnæðislánum um 0,4 prósentustig. Nokkrum dögum síðar hækkaði lífeyrissjóðurinn Brú sína eigin vexti um 24 punkta og í gær var röðin komin að Frjálsa Lífeyrissjóðnum. Fyrir helgi voru fastir vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum hjá Frjálsa 5,6 prósent en voru hækkaðir upp í 6 prósent, hækkun sem nemur 0,4 prósentustigum. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að þessar hækkanir hafi þær augljósu afleiðingar að afborganir af lánunum hækki. Hann telur líklegt að vaxtahækkanirnar beri með sér ótta við aukna verðbólgu vegna komandi kjaraviðræðna. „Það voru komnar fram vísbendingar um hækkun á verðbólguvæntingum á skuldabréfamarkaði áður og þetta er sú hætta sem er fyrir hendi þegar fólk er að tala upp átök og það þurfi að hækka laun mikið í vetur. Þá myndast þessar væntingar sem hafa strax áhrif á vexti,“ segir Gylfi. Hann hvetur aðila vinnumarkaðarins til að vanda yfirlýsingar sínar í aðdraganda kjaraviðræðnanna. Gylfi vill sjá sértækar aðgerðir, til að mynda á húsnæðismarkaði, fyrir þá sem verst standa í þjóðfélaginu í stað mikilla almennra launhækkana á vinnumarkaði. „Það þarf að fara varlega þegar það á að gera kjarasamninga og setja sér raunhæf markmið. Tala á ábyrgan hátt og átta sig á því að það er engin forsenda fyrir því að hækka öll laun í landinu um margar prósentur,“ segir Gylfi. Laun hafi ekki verið hærri hér á landi, í samanburði við viðskiptalönd Íslendinga, í um 30 ár og kaupmáttur launa hafi hækkað mikið á undanförnum árum. „Samkeppnisstaða útflutningsgreina; iðnaðar og ferðaþjónustu, er orðin mjög slæm. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hækka laun allra yfir línuna núna í vetur.“
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira