Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. september 2018 06:45 Frá réttargeðdeildinni á Kleppi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira
Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Þar á meðal voru þjófnaðir, líkamsárásir, umferðar-, vopna- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins en dæmdur til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Maðurinn var ákærður fyrir 24 brot og sakfelldur í öllum liðum nema einum. Sá sneri að óspektum á almannafæri en honum var gert að sök að hafa sökum ölvunar áreitt vegfarendur á Hverfisgötu. Einn slíkur gerði lögreglu viðvart og sagði manninn meðal annars hafa sparkað í hjólreiðamann. Vitnisburður þess nægði ekki til sakfellingar gegn neitun hans. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var líkamsárás á strætóbílstjóra í Borgarnesi í maí 2018, líkamsárás gegn ókunnugum manni fyrir utan Ölver í sama mánuði og líkamsárás fyrir utan Ölsmiðjuna í ágúst 2017. Að auki var hann sakfelldur fyrir tvær líkamsárásir, aðra á Subway á Laugavegi og hina fyrir utan skemmtistað. Geðlæknir var fenginn til að meta ástand mannsins. Í mati hans kom fram að maðurinn hefði reglulega legið inni á geðdeild undanfarin ár þar sem hann hafði meðal annars veist að starfsfólki og öðrum sjúklingum. Hann hefði miklar aðsóknarranghugmyndir. Óvíst væri hvort þær stöfuðu af langvarandi neyslu eða hvort um undirliggjandi geðrofssjúkdóm væri að ræða. Að mati dómsins var maðurinn alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem brotin voru framin og var hann því sýknaður af refsikröfu. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum alls rúmlega 1,6 milljónir í skaða- og miskabætur. Allur sakarkostnaður málsins, tæpar 3,8 milljónir, greiðist úr ríkissjóði.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Sjá meira