Valdabaráttan nú fyrir opnum tjöldum þegar sænska þingið kemur saman Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2018 08:45 Stefan Löfven, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna, hefur stýrt Svíþjóð frá árinu 2014. Vísir/Getty Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Sænska þingið kemur saman í fyrsta sinn í dag eftir kosningar sem fram fóru þann 9. september síðastliðinn. Fyrsta mál á dagskrá þingsins verður að kjósa nýjan þingforseta, en sá mun ráða miklu um framhaldið þegar kemur að myndun nýrrar stjórnar. Snúin staða er uppi í sænskum stjórnmálum eftir kosningarnar þar sem hvorug hefðbundnu blokkanna náði meirihluta. Rauðgræna blokkinn tryggði sér 144 þingsæti, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.Valdamikið embætti Valdabaráttan og þreifingar fulltrúa flokkanna hafa að mestu farið fram á bakvið tjöldin eftir kosningar, en nú verður breyting á. Embætti þingforseta er valdamikið í Svíþjóð, en auk þess að stýra dagskrá þingsins tilnefnir hann forsætisráðherra sem þingið greiðir svo atkvæði um. Þingforsetanum er ætlað að vera hafinn yfir flokkapólitík, en stóru flokkarnir líta á það sem kost að hafa sinn mann í stóli þingforseta við stjórnarmyndun. Aðrir flokkar hafa hafnað því að starfa með Svíþjóðardemókrötum, en flokkurinn hefur sagst ætla að greiða atkvæða með þingforsetaefni borgaralegu flokkanna. Má því teljast líklegt að Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, verði fyrir valinu sem næsti þingforseti.Kosið um framtíð Löfven Fyrsta mál á dagskrá nýs þingforseta verður að ákvarða dagsetningu um hvenær þingið skuli greiða atkvæði um forsætisráðherra landsins. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram hafi forsætisráðherrann, í þessu tilviki Stefan Löfven, ekki sagt af sér embætti eftir kosningar. Borgaralegu flokkarnir hafa þegar lýst yfir að þeir vilji greiða atkvæði um framtíð Löfven í embætti þegar á morgun. Greiði meirihluti 349 þingmanna þingsins atkvæði gegn Löfven verður hann að víkja. Þar sem borgaralegu flokkarnir eru með einum þingmanni færri en rauðgrænu flokkarnir eru þeir háðir Svíþjóðardemókrötum að koma Löfven frá.Ræðir við leiðtoga Verði Löfven látinn víkja þarf nýr þingforseti að ræða við leiðtoga flokkanna á þingi til að komast að því hvernig landið liggur. Hann tilnefnir svo forsætisráðherra, mann sem hann telur líklegan til að þingið samþykki sem næsta forsætisráðherra. Þingið greiðir svo atkvæði um viðkomandi, en takist ekki að ná meirihluta ræðir þingforsetinn við leiðtoga flokkanna á ný. Takist þinginu ekki að ná saman um forsætisráðherra í fjórum tilraunum, skal boða til nýrra kosninga. Ljóst er að nokkrar vikur gætu liðið áður en niðurstaða fæst hver muni stýra Svíþjóð næstu fjögur árin.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03 Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Svíar opnir fyrir því að kasta gömlu blokkapólitíkinni Niðurstaða kosninganna í Svíþjóð kann að leiða til mikilla breytinga í sænskum stjórnmálum. 11. september 2018 14:03
Framhaldið er óljóst í Svíþjóð Hvorki vinstri- né hægriblokkin í Svíþjóð fékk meirihluta þingsæta vegna velgengni Svíþjóðardemókrata. Boði Svíþjóðardemókrata um viðræður var hafnað. 11. september 2018 05:30