Michael Kors talinn ætla að kaupa Versace Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. september 2018 12:03 Gianni og Donatella Versace árið 1996, árið áður en Gianni var myrtur í Miami. vísir/getty Bandaríski fatarisinn Michael Kors er sagður vera í viðræðum um kaup á tískuvöruframleiðandanum Versace. Áætlað er að söluverðið muni nema um 2 milljörðum bandaríkjadala, um 220 milljörðum króna. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá sölunni í morgun en Versace og Blackstone, sem á 20 prósent hlut í ítalska fatarisanum, hafa ekki viljað tjá sig um málið. Versace fjölskyldan á ennþá 80 prósenta hlut í samnefndu fyrirtæki, sem stofnað var af Gianni Versace fyrir nákvæmlega 40 árum. Verði af sölunni yrðu þetta önnur risakaup Michael Kors á einu ári, en fyrirtækið keypti skóframleiðandann Jimmy Choo í fyrra fyrir um 900 milljónir dala. Listrænn stjórnandi og varaforseti Versace, Donatella Versace, hefur boðið til starfsmannafundar í Mílanó á morgun, að sögn Corriere della Sera. Bróðir hennar, stofnandinn Gianni Versace, var myrtur árið 1997 í Miami. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Michael Kors kaupir Jimmy Choo Jimmy Choo er þekkt fyrir skó og fylgihluti 25. júlí 2017 09:30 Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fatarisinn Michael Kors er sagður vera í viðræðum um kaup á tískuvöruframleiðandanum Versace. Áætlað er að söluverðið muni nema um 2 milljörðum bandaríkjadala, um 220 milljörðum króna. Ítalska dagblaðið Corriere della Sera greindi frá sölunni í morgun en Versace og Blackstone, sem á 20 prósent hlut í ítalska fatarisanum, hafa ekki viljað tjá sig um málið. Versace fjölskyldan á ennþá 80 prósenta hlut í samnefndu fyrirtæki, sem stofnað var af Gianni Versace fyrir nákvæmlega 40 árum. Verði af sölunni yrðu þetta önnur risakaup Michael Kors á einu ári, en fyrirtækið keypti skóframleiðandann Jimmy Choo í fyrra fyrir um 900 milljónir dala. Listrænn stjórnandi og varaforseti Versace, Donatella Versace, hefur boðið til starfsmannafundar í Mílanó á morgun, að sögn Corriere della Sera. Bróðir hennar, stofnandinn Gianni Versace, var myrtur árið 1997 í Miami.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Michael Kors kaupir Jimmy Choo Jimmy Choo er þekkt fyrir skó og fylgihluti 25. júlí 2017 09:30 Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent