Erlent

Mætti með stúlkuna á allsherjarþingið

Atli Ísleifsson skrifar
Jacinda Ardern og dóttirin Neve.
Jacinda Ardern og dóttirin Neve. Vísir/EPA
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, braut blað í sögunni í gær þegar hún varð fyrsti þjóðarleiðtoginn til að fara á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með nýfætt barn sitt með í för.

Ardern lék örlítið við þriggja mánaða gamla dóttur sína á þinginu á mánudagskvöld áður en hún hélt ræðu á friðarráðstefnu sem kennd er við Nelson Mandela.

Eiginmaður hennar hélt á dóttur þeirra á meðan á ræðunni stóð, en hann ferðast með konu sinni og barni svo Ardern geti sinnt starfi sínu.

Benazir Bhutto, þáverandi forsætisráðherra Pakistan, var fyrst þjóðarleiðtoga við völd til að koma barni í heiminn árið 1990. Stúlkubarn Ardern og eiginmanns hennar, Clarke Gayford, kom í heiminn þann 21. júní og fékk nafnið Neve Te Aroha Ardern Gayford.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×