Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 14:40 Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. getty Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Sjá meira
Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00