Átakanlegastur vandinn meðal ungra karlmanna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2018 14:40 Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. getty Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Alls hafa 5.903 einstaklingar greinst með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm frá árinu 1990. Þar af eru 4.184 karlar eða rúmlega 70 prósent og 1.719 konur sem nemur rétt tæplega 30 prósentum. Úr þessum hópi hafa 373 látist fyrir 65 ára aldurinn, 289 karlar (77%) og 84 konur (23%). Þetta kemur fram í pistli sem Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlæknir á Vogi, birtir á síðu SÁÁ. Hann segir tímabært að gera þessum stærsta hópi áfengis- og vímuefnasjúklinga, sem jafnframt er alvarlega veikastur, jafn hátt undir höfði og öðrum hópum sem fámennari eru. „Það er þó ekki gert og fjárframlög til meðferðar fyrir unga karla á aldrinum 18-39 ára, sem eru með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm, eru nú skorin niður,“ segir Þórarinn í pistli sínum. Læknirinn rekur þá að örvandi vímuefnasjúkdómurinn komi á eftir áfengissjúkdómi í algengi en sé mun alvarlegri. „Örvandi vímuefni valda mun oftar geðrofi en önnur vímuefni og valda einnig meiri geðhvörfum. Örvandi vímuefnaneysla í stórum skömmtum veldur meiri taugaskaða en önnur vímuefni, bæði varanlegum skaða og skaða sem tekur langan tíma að bæta. Þá fylgir örvandi vímuefnafíkn mikið af líkamlegum fylgikvillum vegna slysa og neyslu í æð (lifrarbólgur, HIV og aðrar sýkingar).“Þórarinn Tyrfingsson, segir þann hóp sem verst er settur mega sæta mismunun.Vandinn fer nú vaxandi, að sögn Þórarins, og er átakanlegastur meðal ungra karlmanna. „Á síðustu 20 árum hafa 2.851 nýir örvandi vímuefnasjúkir karlmenn á aldrinum 18-39 ára greinst á sjúkrahúsinu Vogi. Af þeim voru 121 látnir í lok ársins 2017. Árið 2017 voru karlar með alvarlegan örvandi vímuefnasjúkdóm 442 á aldrinum 18-39 ára á sjúkrahúsinu Vogi og 41% þeirra höfðu notað vímuefni í æð.“ Þórarinn bendir á að á síðustu tuttugu árum hafi 1.648 einstaklingar látist ótímabært, eða fyrir 65 ára aldur, þá af þeim sjúklingum sem hafa leita sér lækninga á Vogi: „1.220 þeirra sem dóu ótímabært voru karlar og flestir þeirra sem dóu mjög ungir voru örvandi vímuefnasjúklingar.“ Læknirinn segir ljóst að þessum sjúklingahóp hafi lengi verið mismunað og mál að því linni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Faraldur: 27 ungir fíklar látist það sem af er 2018 Einn undir 40 ára aldrei deyr vegna fíknar sinnar á níu daga fresti. 13. september 2018 13:00