Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Anton Ingi Leifsson skrifar 25. september 2018 20:00 Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. Á dögunum mátti finna ársreikning knattspyrnudeildar Fjölnis þar sem stóð að ekki væri hægt að halda starfsemi meistaraflokks félagsins í sömu mynd því tapið væri það mikið. Eftir hagnað upp á tæpar hundrað þúsund krónur 2016, þá var tapið rúmlega 26 milljónir króna árið 2017 og ekki skánaði þetta fyrir Fjölnismenn um helgina sem féllu úr Pepsi-deildinni þar sem tekjurnar eru mun meiri en í Inkasso-deildinni. „Svo við byrjum á byrjuninni þá erum við með ódýrasta meistaraflokkinn,” sagði Jón Karl í samtali við Ríkharð Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta snýst að endingu hvað miklar tekjur koma inn af leikjunum og það eru mörg félög í vandræðum að fá tekjur.” „Við sjáum hvernig áhorfendurtekjurnar eru, stuðningsaðilar eru mjög mikilvægir en þeir halda að sér höndum og eru að færa sig yfir í sérsamböndin og fleira.” „Það eru mörg félög í ákveðnum rekstrarvanda og við erum kannski hvað hreinskilnastir að tala um þetta. Ef við ræðum þetta ekki og vinnum ekki úr þessu, ekki bara Fjölnir heldur önnur félög, verður það bara vond niðurstaða.” Fjölnir leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð en verður liðið útlendingarlaust í Inkasso á næsta ári? „Það hefur hingað til verið stefnan að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum. Við erum með mjög sterka flokka að koma upp. Það á eftir að setjast niður og ræða það," segir Jón sem leynir ekki vonbrigðunum að leika í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. „Þetta eru vonbrigði. Það er ekkert hægt að leyna því en á þessu stigi er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hvernig þetta verður. Það verður sest yfir og farið yfir það. Við ætlum okkur beint upp aftur.” Verður Ólafur Páll Snorrason áfram þjálfari Fjölnis? „Það þarf að ræða líka.” Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira
Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. Á dögunum mátti finna ársreikning knattspyrnudeildar Fjölnis þar sem stóð að ekki væri hægt að halda starfsemi meistaraflokks félagsins í sömu mynd því tapið væri það mikið. Eftir hagnað upp á tæpar hundrað þúsund krónur 2016, þá var tapið rúmlega 26 milljónir króna árið 2017 og ekki skánaði þetta fyrir Fjölnismenn um helgina sem féllu úr Pepsi-deildinni þar sem tekjurnar eru mun meiri en í Inkasso-deildinni. „Svo við byrjum á byrjuninni þá erum við með ódýrasta meistaraflokkinn,” sagði Jón Karl í samtali við Ríkharð Óskar í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta snýst að endingu hvað miklar tekjur koma inn af leikjunum og það eru mörg félög í vandræðum að fá tekjur.” „Við sjáum hvernig áhorfendurtekjurnar eru, stuðningsaðilar eru mjög mikilvægir en þeir halda að sér höndum og eru að færa sig yfir í sérsamböndin og fleira.” „Það eru mörg félög í ákveðnum rekstrarvanda og við erum kannski hvað hreinskilnastir að tala um þetta. Ef við ræðum þetta ekki og vinnum ekki úr þessu, ekki bara Fjölnir heldur önnur félög, verður það bara vond niðurstaða.” Fjölnir leikur í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð en verður liðið útlendingarlaust í Inkasso á næsta ári? „Það hefur hingað til verið stefnan að byggja á ungum og efnilegum leikmönnum. Við erum með mjög sterka flokka að koma upp. Það á eftir að setjast niður og ræða það," segir Jón sem leynir ekki vonbrigðunum að leika í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð. „Þetta eru vonbrigði. Það er ekkert hægt að leyna því en á þessu stigi er ekki búið að taka neinar ákvarðanir um hvernig þetta verður. Það verður sest yfir og farið yfir það. Við ætlum okkur beint upp aftur.” Verður Ólafur Páll Snorrason áfram þjálfari Fjölnis? „Það þarf að ræða líka.” Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Sjá meira