Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. september 2018 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18