Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2018 11:31 Héraðsdómur Reykjavíkur vísir/hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum. Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en maðurinn kenndi starfsmönnum um veikindi hunds síns og taldi það hafa brugðist skyldum sínum. Birti hann hótanir sínar gegn starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni. Sagðist maðurinn í stöðuuppfærslum, sem hann ritaði árið 2016, ætla meðal annars að „stúta þessum læknabeljum“ og senda „5 sprautusjúklinga til að kveikja í þessar dýraníðsholu til að bjarga hinum dýrunum“. Maðurinn sagði að honum væri svo heitt í hamsi að hann sæi „JAIL TIME FRAMUNDAN, DREP ÞETTA HELVÍTIS PAKK OG ÞAÐ Í FYRRAMÁLIГ. Maðurinn sagðist jafnframt vera brotinn á líkama og sál og væri með „massiver“ hefndaraðgerðir í huga. „Ég er að fara kýla þessar kellingherfur og dýranyðinga í klessu og þetta er loforð, eg er brjalaður,“ skrifaði maðurinn einnig. Hann sagðist jafnframt vera undir áhrifum kókaíns og bætti við að hann ef einhver læknir myndi gera hundi hans mein þá myndi hann „kála“ honum á morgun. Við aðalmeðferð málsins sagðist maðurinn gera sér grein fyrir því að ummæli hans á Facebook hefðu getað valdið ótta hjá þeim sem þau lásu en hann hefði ekki áttað sig á því þegar hann setti þau fram á Facebook á sínum tíma. Sagðist hann ekki hafa verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann ritaði ummælin og sagðist iðrast gjörða sinna. Auk fangelsisvistar þá var maðurinn dæmdur til að sæta upptöku á sjö ampúlum af lyfinu HCG-M 5000, sem er anabólískur steri óþekktrar tegundar, skammbyssu af gerðinni Zorak Mod 918, einu stykki riffli, einu stykki magasíni ætluðu fyrir riffil, einu stykki piparúða af gerðinni Manergy pepper spray og sjö pökkum af skotfærum.
Dómsmál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Sjá meira