Jón Rúnar: Hjálpar ekki til að sérsamböndin seilist í sama lækinn Anton Ingi Leifsson skrifar 26. september 2018 19:24 Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það verði erfiðara með hverju árinu að safna peningum til að reka knattspyrnudeildir landsins á meðan leikmannahóparnir verða dýrari og dýrari.Í gær fjölluðu Stöð 2 og Vísir um Fjölnismenn þar sem þeir ræddu um að erfitt væri að safna peningum til að halda út sterku liði í Pepsi-deild karla því margir eru að keppast um sömu styrktaraðilana. „Ef við horfum á tvö síðustu ár þá held ég að vandinn hafi aukist; bæði að í tveimur efstu deildunum hafa liðin orðið dýrari og um leið hefur styrkjum fækkað og styrkir hafa minnkað,” sagði Jón Rúnar en við hverja er að sakast? „Hvort er um að kenna að aðrir séu að taka styrkina, sérsamböndin eða eitthvað annað, skal ég ekki segja - en það hjálpar ekki til að sérsamböndin seilist í sama lækinn og við erum að gera. Það hjálpar ekki til.” Undanfarin ár hefur KSÍ greitt félögunum nokkrar milljónir vegna góðs gengis á EM og HM en Jón Rúnar bendir á að það dugi skammt. „Þetta eru okkar peningar og það er verið að borga okkur út arð. Þetta eru 650 milljónir en skiptist mjög víða. Hver sneið mettir ekki marga. Þeir sem fengu mest í fyrra voru 18 milljónir og núna einhverjar sjö til átta.” „Vissulega hjálpar þetta en þetta eru bara tvö síðustu ár. Það eru mörg ár þar á undan sem hafa liðið. Það er ekkert endilega svo bjart að það verði mikið á næstu árum en vonandi verður það." „Þetta hjálpar til en vandinn er meiri en þetta." Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það verði erfiðara með hverju árinu að safna peningum til að reka knattspyrnudeildir landsins á meðan leikmannahóparnir verða dýrari og dýrari.Í gær fjölluðu Stöð 2 og Vísir um Fjölnismenn þar sem þeir ræddu um að erfitt væri að safna peningum til að halda út sterku liði í Pepsi-deild karla því margir eru að keppast um sömu styrktaraðilana. „Ef við horfum á tvö síðustu ár þá held ég að vandinn hafi aukist; bæði að í tveimur efstu deildunum hafa liðin orðið dýrari og um leið hefur styrkjum fækkað og styrkir hafa minnkað,” sagði Jón Rúnar en við hverja er að sakast? „Hvort er um að kenna að aðrir séu að taka styrkina, sérsamböndin eða eitthvað annað, skal ég ekki segja - en það hjálpar ekki til að sérsamböndin seilist í sama lækinn og við erum að gera. Það hjálpar ekki til.” Undanfarin ár hefur KSÍ greitt félögunum nokkrar milljónir vegna góðs gengis á EM og HM en Jón Rúnar bendir á að það dugi skammt. „Þetta eru okkar peningar og það er verið að borga okkur út arð. Þetta eru 650 milljónir en skiptist mjög víða. Hver sneið mettir ekki marga. Þeir sem fengu mest í fyrra voru 18 milljónir og núna einhverjar sjö til átta.” „Vissulega hjálpar þetta en þetta eru bara tvö síðustu ár. Það eru mörg ár þar á undan sem hafa liðið. Það er ekkert endilega svo bjart að það verði mikið á næstu árum en vonandi verður það." „Þetta hjálpar til en vandinn er meiri en þetta." Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. 25. september 2018 20:00 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Formaður Fjölnis: Mörg félög í rekstarvanda en við hvað hreinskilnastir Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, segir að það séu mörg félög á Íslandi í rekstrarvanda en að Fjölnismenn séu einna hreinskilnastir hvað vandann varðar. 25. september 2018 20:00