Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 08:00 Friðjón Sæmundsson, skólastjóri Ferðamálaskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON Menntamiðstöðin ehf., sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, Stjórntækniskóla Íslands og Tölvuskóla Íslands, hefur í fimm skipti hið minnsta stefnt nemendum vegna vangoldinna skólagjalda. Skólastjóri skólans segir ávallt liggja ljóst fyrir hvernig fyrirkomulagið sé og að hann eigi ekki að þurfa að taka skellinn ef einhver hættir námi. Sagt var frá því á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að nemandi í leiðsagnarnámi hefði verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar skólagjalda, 390 þúsund, eftir að hafa hætt námi eftir tvo tíma. Eftir að fréttin birtist höfðu einstaklingar samband við blaðið og sögðust hafa svipaða sögu að segja. Fyrra tilvikið er frá 2002. Þá innritaðist tvítug kona, gengin átta mánuði á leið, í Tölvuskóla Íslands. Taldi hún að hún og skólastjórinn, Friðjón Sæmundsson, hefðu samið um það að ef barnið yrði óvært gæti hún hætt námi. Það þótti ekki sannað fyrir dómi og var hún dæmd til að greiða eftirstöðvarnar, 160 þúsund krónur, og málskostnað. Síðara málið er frá 2016 en þá innritaðist rúmlega tvítug kona í ferðastjórnun erlendis þegar kennsla var hafin. Í fyrsta tíma sá hún að fyrirkomulagið hentaði henni ekki þar sem hún taldi að um kvöldnám væri að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði hún meðal annars að hún hefði átt fund með Friðjóni þar sem hann hefði sagt henni að hann hefði oft lent í svona málum og að hann ynni þau alltaf. Þá bar hún því við að Friðjón hefði sagt henni að ef hún greiddi ekki gæti orðið erfitt fyrir hana að finna starf í ferðaþjónustunni. Sagði hún að auki að hann hefði sagt henni sögu af einu slíku dæmi. Stúlkan var sýknuð af kröfu um skólagjöldin, 340 þúsund krónur, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði verið upplýst um verðið með réttum hætti samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Stúlkan sagði að hún hefði aldrei skráð sig í námið til að byrja með hefði hún vitað að það kostaði 390 þúsund. „Fólk veit það strax í byrjun að það er að stofna til skuldbindingar. Það kemur enginn hingað nema hann hafi kynnt sér námið og áður en það hefst kemur það í heimsókn og kynnir sér námið. Í öllum tilfellum er það upplýst um verð og skilmála,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri skólanna og eigandi Menntamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hina tvo fyrrgreindu dóma segir Friðjón að hann hafi ekki haft hugmynd um að stúlkan væri ólétt, sem stangast á við framburð hans fyrir dómi, og í síðara tilvikinu megi vel vera að hann hafi vísað í fyrri dóma. Það sé hins vegar af og frá að hann hafi nefnt atvinnutækifæri á nafn enda enginn möguleiki fyrir hann að hafa áhrif á slíkt. „Ef fólk hættir þá er það hlutur sem ég einfaldlega ræð ekki við. Skólinn er fjármagnaður algjörlega með gjöldum nemenda og ég ræð inn kennara og þarf að greiða þeim laun. Hvernig á ég að gera það ef fólk skráir sig, tekur þar með pláss frá öðrum, og lætur sig síðan hverfa og segist ekki ætla að borga?“ spyr Friðjón. Friðjón segir sjálfur að liðlegri maður en hann sé í raun vandfundinn og það komi honum oft í koll. Oft bjóði hann fólki upp á fresti á greiðslum og þá hafi einstaklingur sem þarf að hverfa frá námi, hafi hann greitt skólagjöld, hafið nám að nýju næsta skólaár. „Ég er ekki að senda þetta í innheimtu ánægjunnar vegna. En stundum finnst fólki, nokkrum einstaklingum, það geta komið hingað, pantað það sem það vill en ekki bera neina ábyrgð á því sem það er að gera. Ég ætla ekki að bera skaðann af því að fólk láti þannig,“ segir Friðjón. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Menntamiðstöðin ehf., sem rekur Ferðamálaskóla Íslands, Stjórntækniskóla Íslands og Tölvuskóla Íslands, hefur í fimm skipti hið minnsta stefnt nemendum vegna vangoldinna skólagjalda. Skólastjóri skólans segir ávallt liggja ljóst fyrir hvernig fyrirkomulagið sé og að hann eigi ekki að þurfa að taka skellinn ef einhver hættir námi. Sagt var frá því á forsíðu Fréttablaðsins á mánudag að nemandi í leiðsagnarnámi hefði verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar skólagjalda, 390 þúsund, eftir að hafa hætt námi eftir tvo tíma. Eftir að fréttin birtist höfðu einstaklingar samband við blaðið og sögðust hafa svipaða sögu að segja. Fyrra tilvikið er frá 2002. Þá innritaðist tvítug kona, gengin átta mánuði á leið, í Tölvuskóla Íslands. Taldi hún að hún og skólastjórinn, Friðjón Sæmundsson, hefðu samið um það að ef barnið yrði óvært gæti hún hætt námi. Það þótti ekki sannað fyrir dómi og var hún dæmd til að greiða eftirstöðvarnar, 160 þúsund krónur, og málskostnað. Síðara málið er frá 2016 en þá innritaðist rúmlega tvítug kona í ferðastjórnun erlendis þegar kennsla var hafin. Í fyrsta tíma sá hún að fyrirkomulagið hentaði henni ekki þar sem hún taldi að um kvöldnám væri að ræða. Í skýrslu sinni fyrir dómi sagði hún meðal annars að hún hefði átt fund með Friðjóni þar sem hann hefði sagt henni að hann hefði oft lent í svona málum og að hann ynni þau alltaf. Þá bar hún því við að Friðjón hefði sagt henni að ef hún greiddi ekki gæti orðið erfitt fyrir hana að finna starf í ferðaþjónustunni. Sagði hún að auki að hann hefði sagt henni sögu af einu slíku dæmi. Stúlkan var sýknuð af kröfu um skólagjöldin, 340 þúsund krónur, þar sem ekki þótti sannað að hún hefði verið upplýst um verðið með réttum hætti samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Stúlkan sagði að hún hefði aldrei skráð sig í námið til að byrja með hefði hún vitað að það kostaði 390 þúsund. „Fólk veit það strax í byrjun að það er að stofna til skuldbindingar. Það kemur enginn hingað nema hann hafi kynnt sér námið og áður en það hefst kemur það í heimsókn og kynnir sér námið. Í öllum tilfellum er það upplýst um verð og skilmála,“ segir Friðjón Sæmundsson, skólastjóri skólanna og eigandi Menntamiðstöðvarinnar. Aðspurður um hina tvo fyrrgreindu dóma segir Friðjón að hann hafi ekki haft hugmynd um að stúlkan væri ólétt, sem stangast á við framburð hans fyrir dómi, og í síðara tilvikinu megi vel vera að hann hafi vísað í fyrri dóma. Það sé hins vegar af og frá að hann hafi nefnt atvinnutækifæri á nafn enda enginn möguleiki fyrir hann að hafa áhrif á slíkt. „Ef fólk hættir þá er það hlutur sem ég einfaldlega ræð ekki við. Skólinn er fjármagnaður algjörlega með gjöldum nemenda og ég ræð inn kennara og þarf að greiða þeim laun. Hvernig á ég að gera það ef fólk skráir sig, tekur þar með pláss frá öðrum, og lætur sig síðan hverfa og segist ekki ætla að borga?“ spyr Friðjón. Friðjón segir sjálfur að liðlegri maður en hann sé í raun vandfundinn og það komi honum oft í koll. Oft bjóði hann fólki upp á fresti á greiðslum og þá hafi einstaklingur sem þarf að hverfa frá námi, hafi hann greitt skólagjöld, hafið nám að nýju næsta skólaár. „Ég er ekki að senda þetta í innheimtu ánægjunnar vegna. En stundum finnst fólki, nokkrum einstaklingum, það geta komið hingað, pantað það sem það vill en ekki bera neina ábyrgð á því sem það er að gera. Ég ætla ekki að bera skaðann af því að fólk láti þannig,“ segir Friðjón.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. 24. september 2018 06:00