Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 06:00 Nýju stöðumælarnir hafa ruglað nokkra ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56
Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50