„Ég er dauðhrædd“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 23:15 Stóllinn sem Ford mun sitja í á morgun, andspænis öldungardeildarþingmönnum. Vísir/AP „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. Hún hefur sakað hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi.Yfirlýsing hennar var birt á netinu í kvöld en Ford mun bæði lesa yfirlýsinguna og svara spurningum nefndarmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh. Hún hefur sagt að hann hafi ráðist á sig í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar.Hélt að hann myndi nauðga henni Í yfirlýsingunni fer hún stuttlega yfir táningsárin og þær aðstæður sem urðu til þess að leiðir hennar og Kavanaugh sköruðust þennan dag. Segir hún að hún hafi fengið sér einn bjór í samkvæminu en Kavanaugh og vinur hans, Mike Judge, hafi verið sjáanlega ölvaðir.Brett Kavanaugh.AP/Andrew HarnikEftir að hún hafi labbað upp stiga á leið á klósett hafi henni verið ýtt inn í svefnherbergi og Kavanaugh og Judge hafi fylgt á eftir og læst herberginu. Þeir hafi svo hækkað í tónlistinni sem var í spilun í herberginu. Þar hafi henni verið ýtt ofan á rúm og Brett lagst ofan á hana.„Hann byrjaði að renna höndunum eftir líkama mínum og þrýsta mjöðmum sínum að mér“ Hann hafi svo þuklað á henni og reynt að afklæða hana.„Ég hélt að hann ætlaði að nauðga mér. Ég reyndi að öskra á hjálp en þegar ég gerði það setti Brett hendina yfir munninn á mér og kom í veg fyrir það,“ skrifar Ford. „Þetta er það sem hefur haft mest áhrif á líf mitt. Ég átti í erfiðleikum með að anda og ég hélt að Brett myndi óvart binda enda á líf mitt.“Mótmæli til stuðnings Ford hafa verið víða um Bandaríkin undanfarið.Vísir/GettyÞorði ekki að segja foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa átt bágt með að trúa ásökunum Ford, ekki síst vegna þess að hún lagði aldrei fram kæru eða kvörtun vegna hinnar meintu árásar.Konur víða um heim hafa gefið lítið fyrir slík rök og sagt að ástæður fyrir því að konur og stúlkur greini ekki frá kynferðislegu ofbeldi séu margvíslegar, það að slík árás sé ekki kærð jafngildi ekki því að slík árás hafi ekki átt sér stað. „Ég vildi ekki segja foreldrum mínum að ég, þá fimmtán ára, hafi verið í samkvæmi þar sem enginn fullorðinn var staddur, drekkandi bjór með strákum,“ skrifar Ford og segir að þar sem Kavanaugh hafi ekki nauðgað henni hafi hún sannfært sjálfa sig um að hún gæti haldið áfram og látið eins og ekkert hafi komið fyrir. Máli sínu til stuðnings hefur hún lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar frá fjórum einstaklingum þess efnis að Ford hafi, árum áður en hún steig fram opinberlega, rætt atburðina við þessa einstaklinga og að framburður hennar í þau skipti sé í samræmi við það sem hún segi núna.Bandaríkjaforseti ásamt Brett Kavanaugh.Vísir/ApTrump segir málið vera stóra og feita svikamyllu Eftir að Ford steig fram og greindi frá ásökununum í viðtali við Washington Post hafa tvær aðrar konur einnig stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Sjálfur þvertekur hann fyrir að hafa beitt slíku ofbeldi á lífsleið sinni og í yfirlýsingu sem hann mun lesa upp á morgun fyrir þingnefndinni segist hann ekki efast um að Ford hafi orðið fyrri þeirri árás sem hún lýsir, hann hafi hins ekki verið að verki. Ásakanirnar hafa sett strik í reikninginn í staðfestingarferli hans sem hæstaréttardómara og hefur verið bæði verið rætt og ritað um það að Trump muni mögulega draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Var Trump spurður um hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi fyrr í dag. Virtist hann ekki útiloka það. „Ég ætla að fylgjast vel með á morgun, ég ætla að sjá hvað verður sagt. Það er mögulegt að þau verði sannfærandi. Það er hægt að sannfæra mig. Ég get ekki sagt til hvort þau þær séu að ljúga fyrr en ég heyri í þeim,“ sagði Trump sem bætti þó síðar við að ásakanir kvennanna væru framleiddar í pólitískum tilgangi af demókrötum í „stórri og feitri svikamyllu“."It wouldn’t have mattered if the FBI came back with the cleanest score" on Kavanaugh, Trump says. Democrats “know it’s a big, fat con job. They go into a room, and I guarantee you they laugh like hell at what they pulled off on you and the public” #tictocnewspic.twitter.com/Ey1duBILze — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 26, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
„Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. Hún hefur sakað hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi.Yfirlýsing hennar var birt á netinu í kvöld en Ford mun bæði lesa yfirlýsinguna og svara spurningum nefndarmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh. Hún hefur sagt að hann hafi ráðist á sig í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar.Hélt að hann myndi nauðga henni Í yfirlýsingunni fer hún stuttlega yfir táningsárin og þær aðstæður sem urðu til þess að leiðir hennar og Kavanaugh sköruðust þennan dag. Segir hún að hún hafi fengið sér einn bjór í samkvæminu en Kavanaugh og vinur hans, Mike Judge, hafi verið sjáanlega ölvaðir.Brett Kavanaugh.AP/Andrew HarnikEftir að hún hafi labbað upp stiga á leið á klósett hafi henni verið ýtt inn í svefnherbergi og Kavanaugh og Judge hafi fylgt á eftir og læst herberginu. Þeir hafi svo hækkað í tónlistinni sem var í spilun í herberginu. Þar hafi henni verið ýtt ofan á rúm og Brett lagst ofan á hana.„Hann byrjaði að renna höndunum eftir líkama mínum og þrýsta mjöðmum sínum að mér“ Hann hafi svo þuklað á henni og reynt að afklæða hana.„Ég hélt að hann ætlaði að nauðga mér. Ég reyndi að öskra á hjálp en þegar ég gerði það setti Brett hendina yfir munninn á mér og kom í veg fyrir það,“ skrifar Ford. „Þetta er það sem hefur haft mest áhrif á líf mitt. Ég átti í erfiðleikum með að anda og ég hélt að Brett myndi óvart binda enda á líf mitt.“Mótmæli til stuðnings Ford hafa verið víða um Bandaríkin undanfarið.Vísir/GettyÞorði ekki að segja foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar hafa átt bágt með að trúa ásökunum Ford, ekki síst vegna þess að hún lagði aldrei fram kæru eða kvörtun vegna hinnar meintu árásar.Konur víða um heim hafa gefið lítið fyrir slík rök og sagt að ástæður fyrir því að konur og stúlkur greini ekki frá kynferðislegu ofbeldi séu margvíslegar, það að slík árás sé ekki kærð jafngildi ekki því að slík árás hafi ekki átt sér stað. „Ég vildi ekki segja foreldrum mínum að ég, þá fimmtán ára, hafi verið í samkvæmi þar sem enginn fullorðinn var staddur, drekkandi bjór með strákum,“ skrifar Ford og segir að þar sem Kavanaugh hafi ekki nauðgað henni hafi hún sannfært sjálfa sig um að hún gæti haldið áfram og látið eins og ekkert hafi komið fyrir. Máli sínu til stuðnings hefur hún lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar frá fjórum einstaklingum þess efnis að Ford hafi, árum áður en hún steig fram opinberlega, rætt atburðina við þessa einstaklinga og að framburður hennar í þau skipti sé í samræmi við það sem hún segi núna.Bandaríkjaforseti ásamt Brett Kavanaugh.Vísir/ApTrump segir málið vera stóra og feita svikamyllu Eftir að Ford steig fram og greindi frá ásökununum í viðtali við Washington Post hafa tvær aðrar konur einnig stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Sjálfur þvertekur hann fyrir að hafa beitt slíku ofbeldi á lífsleið sinni og í yfirlýsingu sem hann mun lesa upp á morgun fyrir þingnefndinni segist hann ekki efast um að Ford hafi orðið fyrri þeirri árás sem hún lýsir, hann hafi hins ekki verið að verki. Ásakanirnar hafa sett strik í reikninginn í staðfestingarferli hans sem hæstaréttardómara og hefur verið bæði verið rætt og ritað um það að Trump muni mögulega draga tilnefningu Kavanaugh til baka. Var Trump spurður um hvort að sá möguleiki væri fyrir hendi fyrr í dag. Virtist hann ekki útiloka það. „Ég ætla að fylgjast vel með á morgun, ég ætla að sjá hvað verður sagt. Það er mögulegt að þau verði sannfærandi. Það er hægt að sannfæra mig. Ég get ekki sagt til hvort þau þær séu að ljúga fyrr en ég heyri í þeim,“ sagði Trump sem bætti þó síðar við að ásakanir kvennanna væru framleiddar í pólitískum tilgangi af demókrötum í „stórri og feitri svikamyllu“."It wouldn’t have mattered if the FBI came back with the cleanest score" on Kavanaugh, Trump says. Democrats “know it’s a big, fat con job. They go into a room, and I guarantee you they laugh like hell at what they pulled off on you and the public” #tictocnewspic.twitter.com/Ey1duBILze — TicToc by Bloomberg (@tictoc) September 26, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17 Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Svarar Trump með frásögn af nauðgun, skömm og þöggun Bandaríska sjónvarpskonan Padma Lakshmi greinir frá því hvers vegna hún tilkynnti ekki um það þegar henni var nauðgað á unglingsárunum í pistli sem birtist í dagblaðinu New York Times í morgun. 26. september 2018 07:17
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49