Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 08:48 Brett Kavanaugh er á hálum ís. Vísir/Getty Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna