Ólga í Umhyggju Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 17:00 Ragna K. Marinósdóttir er framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún vildi ekki tjá sig um afsögn stjórnarmeðlima. Fréttablaðið/Stefán Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið. Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Átök eru innan stjórnar Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Þrír stjórnarmeðlimir sögðu sig úr stjórninni og telja félagið ekki sinna skyldum sínum gagnvart þeim fjölskyldum sem það vinnur fyrir. Umhyggja er eingöngu rekin fyrir gjafafé og styrki almennings. Tilgangur félagsins er meðal annars að efla og styrkja tengsl fagfólks og foreldra langveikra barna, stuðla að upplýsingamiðlun milli foreldrahópa langveikra barna og auka skilning stjórnvalda og almennings á vandamálum og þörfum sem þessar fjölskyldur standa frammi fyrir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ítrekað verið kvartað undan störfum framkvæmdastjóra félagsins og félagið verið gagnrýnt fyrir að sinna ekki hlutverki sínu og hafa sofnað á verðinum. Lítið hafi farið fyrir félaginu síðustu ár.Töldu ákvarðanir stjórnar hunsaðar Stjórnin samanstendur af sjö einstaklingum; þremur fagaðilum, þremur foreldrum og einni áhugamanneskju. Foreldrarnir þrír hættu allir í stjórn eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni í þónokkurn tíma með störf félagsins. Á síðasta stjórnarfundi lögðu foreldarnir fram bókun og samkvæmt henni töldu þau framkvæmdastjóra ítrekað hunsa ákvarðanir stjórnar og telja hana hafa framið trúnaðarbrot með því að upplýsa aðra stjórnarmeðlimi, með tölvupósti, um styrktarumsóknir í sjóði Umhyggju. Í bókuninni, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur einnig fram: Framkvæmdastjóri lét þess einnig ógert að boða skoðunarmenn ársreikninga á aðalfund og veita þeim aðgang að nauðsynlegum gögnum. Þurfti annar þeirra að tala við stjórnarformann til að fá aðgengi að ársreikningum til að geta sinnt hlutverki sínu. Þá lét framkvæmdastjóri eingöngu frambjóðendur á sínum vegum vita af því að aðalfundi hafi verið frestað eftir að framkvæmdastjóri boðaði ekki fundinn með löglegum hætti.Ekki beitt sér sem skyldi Sérfræðingur sem starfar á þessu sviði segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki hafa beitt sér sem skyldi síðustu ár. Foreldrar hafa kvartað yfir að þurfa að ganga mikið á eftir sínum málum innan félagsins; „Það er svolítið eins og félagið sé ekki í tengingu við þennan hóp og viti ekki hvað er í gangi. Það virðist ekki jafnt yfir alla ganga varðandi styrkveitingar og örlítil henti stefna hver fær hvað þegar kemur að því. Sama við hvern ég hef talað þá þekkir engin verkferla fjármagnsins þarna inni,” segir sérfræðingurinn. Þann 16. september síðastliðinn sendi stjórn Umhyggju frá sér yfirlýsingu til aðildarfélaga sinna. Þar kom fram að félagið taki úrsagnirnar alvarlega og stjórnin hafi ákveðið að óháður aðili muni gera úttekt á starfsemi Umhyggju, bæði hvað varðar starfsemi framkvæmdastjóra og stjórnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver muni sjá um úttektina og samkvæmt stjórn þá er málið í ferli og litið alvarlegum augum. Í samtali við fréttastofu taldi framkvæmdastjóri Umhyggju, Ragna K. Marínósdóttir, best að tjá sig ekki um málið.
Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira