Guðlaugur lagði áherslu á verndun hafsins á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2018 09:56 Guðlaugur ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. UN Photos Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér. Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt í gær ræðu þar sem hann ávarpaði 73. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Í ræðunni fór hann um víðan völl og snerti á hinum ýmsu málefnum sem brenna á alþjóðasamfélaginu um þessar mundir. Utanríkisráðherra gerði hafið að umfjöllunarefni ræðu sinnar en hann sagði verndun hafsins vera einn helsta útgangspunkt íslenskrar utanríkisstefnu og heimsbyggðin öll þyrfti að taka höndum saman til þess að ná yfirlýstum markmiðum Sameinuðu þjóðanna varðandi hrein og heilbrigð heimshöf. Þá kom Guðlaugur inn á sjálfbæra nýtingu endurnyjanlegra orkugjafa til þess að sporna við loftslagsbreytingum af mannavöldum og nefndi í því samhengi að öll upphitun og rafmagnsframleiðsla Íslands sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum. Einnig nefndi Guðlaugur jafnrétti kynjanna og sagði það eitt helsta markmið Íslendinga. Hann benti á að Ísland er meðal fremstu þjóða þegar kemur að jafnrétti kynjanna og þakkaði þar „kvenkyns brautryðjendum sem breyttu stjórnmálalífi okkar og lögum til þess að valdefla allar íslenskar konur.“ Guðlaugur benti svo á að fyrr á þessu ári tók Ísland sæti í mannréttindaráði SÞ í fyrsta sinn frá stofnun þess og sagði það eitthvað til þess að fyllast stolti yfir, sérstaklega í ljósi þess að 70 ár eru liðin frá undirritun Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og 100 ár eru liðin frá fullveldi Íslands. Hann sagði einnig að þrátt fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á hinum ýmsu sviðum, séu enn erfið deilumál sem þurfi að leysa. Sem dæmi nefndi hann Sýrlandsstríðið, ástandið í Mið-Austurlöndum, efnahagskrísuna í Venesúela, og þjóðarmorðin á Rohingya-múslimum í Mjanmar. Loks sló hann botninn í ræðuna með því að minna á að sá mikli árangur sem Ísland hefur náð á sínum 100 árum sem fullvalda þjóð sé að miklu leyti alþjóðavæddu alheimssamfélagi með opna markaði og fríverslun, frjálslyndu lýðræði þess og alþjóðasamstarfi að þakka.Ræðuna í heild sinni á ensku má lesa hér.
Innlent Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Funda aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira