Níu fingur komnir á bikarinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2018 10:30 Leikmenn Breiðabliks fagna sigrinum á Þór/KA. Blikar eru einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Vísir/ernir Fótbolti Breiðablik er í dauðafæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sautjánda sinn eftir 3-0 sigur á Þór/KA í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á norðanstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir. Þór/KA vann fyrri leikinn gegn Breiðabliki í sumar sem og báða deildarleiki liðanna í fyrra. Blikar náðu hins vegar fram hefndum á laugardaginn og sigur þeirra var á endanum öruggur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur frá hægri. Gestirnir frá Akureyri vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar boltinn fór í hönd Guðrúnar Arnardóttur en Bríet Bragadóttir dæmdi ekki neitt.Lítil hamingja var með það á varamannabekk Þórs/KA og aðstoðarþjálfarinn Andri Hjörvar Albertsson var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli í annað skiptið í sumar. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Alexandra sitt annað mark eftir sendingu varamannsins Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Skömmu síðar fékk Bianca Sierra, varnarmaður Þórs/KA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir svo þriðja mark Blika og gulltryggði sigur þeirra. Breiðablik hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Pepsi-deildinni með markatölunni 21-2. Ef Breiðablik vinnur Selfoss í næstu umferð verður liðið meistari, hvernig sem leikur Þórs/KA og Vals á sama tíma fer. Þór/KA verður að vinna Val og treysta á að Selfoss taki stig af Breiðabliki til að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Nýliðarnir Selfoss og HK/Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á laugardaginn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 32. mínútu en Kader Hancer jafnaði eftir tæplega klukkutíma leik. Bæði lið eru með 17 stig og örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem HK/Víkingur heldur sæti sínu í efstu deild. Í fyrri tvö skiptin sem liðið kom upp féll það strax aftur. Þá vann ÍBV 1-2 útisigur á Grindavík. Eyjakonur, sem eru ósigraðar í síðustu fjórum leikjum, eru í 5. sæti deildarinnar. Staða Grindvíkinga er hins vegar erfið. Þær eru með tíu stig í níunda og næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir KR-ingum sem eru í 8. sæti. Þá er markatala KR mun betri. Það verður því að teljast líklegast að Grindavík fylgi FH niður í Inkasso-deildina. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Fótbolti Breiðablik er í dauðafæri til að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sautjánda sinn eftir 3-0 sigur á Þór/KA í uppgjöri tveggja efstu liða Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á norðanstúlkur þegar tvær umferðir eru eftir. Þór/KA vann fyrri leikinn gegn Breiðabliki í sumar sem og báða deildarleiki liðanna í fyrra. Blikar náðu hins vegar fram hefndum á laugardaginn og sigur þeirra var á endanum öruggur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu. Alexandra Jóhannsdóttir skallaði þá boltann í netið eftir fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur frá hægri. Gestirnir frá Akureyri vildu fá vítaspyrnu á 66. mínútu þegar boltinn fór í hönd Guðrúnar Arnardóttur en Bríet Bragadóttir dæmdi ekki neitt.Lítil hamingja var með það á varamannabekk Þórs/KA og aðstoðarþjálfarinn Andri Hjörvar Albertsson var rekinn upp í stúku fyrir mótmæli í annað skiptið í sumar. Þegar tvær mínútur voru til leiksloka skoraði Alexandra sitt annað mark eftir sendingu varamannsins Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur. Skömmu síðar fékk Bianca Sierra, varnarmaður Þórs/KA, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Í uppbótartíma skoraði Agla María Albertsdóttir svo þriðja mark Blika og gulltryggði sigur þeirra. Breiðablik hefur unnið alla átta heimaleiki sína í Pepsi-deildinni með markatölunni 21-2. Ef Breiðablik vinnur Selfoss í næstu umferð verður liðið meistari, hvernig sem leikur Þórs/KA og Vals á sama tíma fer. Þór/KA verður að vinna Val og treysta á að Selfoss taki stig af Breiðabliki til að eiga möguleika á að verja Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Nýliðarnir Selfoss og HK/Víkingur gerðu 1-1 jafntefli á laugardaginn. Unnur Dóra Bergsdóttir kom Selfyssingum yfir á 32. mínútu en Kader Hancer jafnaði eftir tæplega klukkutíma leik. Bæði lið eru með 17 stig og örugg með sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þetta er í fyrsta sinn sem HK/Víkingur heldur sæti sínu í efstu deild. Í fyrri tvö skiptin sem liðið kom upp féll það strax aftur. Þá vann ÍBV 1-2 útisigur á Grindavík. Eyjakonur, sem eru ósigraðar í síðustu fjórum leikjum, eru í 5. sæti deildarinnar. Staða Grindvíkinga er hins vegar erfið. Þær eru með tíu stig í níunda og næstneðsta sæti, þremur stigum á eftir KR-ingum sem eru í 8. sæti. Þá er markatala KR mun betri. Það verður því að teljast líklegast að Grindavík fylgi FH niður í Inkasso-deildina.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira