Sport

Johnson fékk vægt hjartaáfall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér er Johnson að fagna eftir að hafa sett heimsmet í 200 metra hlaupi. Hann hljóp þá á 19,32 sekúndum á ÓL í Atlanta.
Hér er Johnson að fagna eftir að hafa sett heimsmet í 200 metra hlaupi. Hann hljóp þá á 19,32 sekúndum á ÓL í Atlanta. vísir/getty
Einn fljótasti maður allra tíma, Michael Johnson, segist vera á fínum batavegi eftir að hafa veikst í síðustu viku.

Johnson fékk vægt hjartaáfall en segist hafa sloppið mjög vel.

„Góðru fréttirnar eru þær að ég er kominn heim til fjölskyldunnar og hjartavandamálin eru úr sögunni. Ég hef þegar stigið mín fyrstu skref í rétta átt til baka,“ sagði Johnson sem orðinn er fimmtugur.

Johnson var yfirburðamaður í 200 og 400 metra hlaupi og vann gull í báðum greinum á ÓL í Atlanta árið 1996. Hann var sá fyrsti í sögunni til þess að ná þeim árangri. Hann varði gullið í 400 metra hlaupi á ÓL í Sydney fjórum árum síðar.

Þess utan varð Johnson átta sinnum heimsmeistari og er almennt talað um hann sem einn besta hlaupara allra tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×