Karen Kjartansdóttir nýr framkvæmdastjóri Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2018 14:24 Karen er þekkt fyrir að taka að sér ögrandi verkefni. fréttablaðið/eyþór Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“ Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“
Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50