Karen Kjartansdóttir nýr framkvæmdastjóri Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2018 14:24 Karen er þekkt fyrir að taka að sér ögrandi verkefni. fréttablaðið/eyþór Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“ Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Samfylkingunni og þá sem framkvæmdastjóri. Karen var síðast upplýsingafulltrúi United Silicon, hins umdeilda fyrirtækis á Suðurnesjum og þar áður var hún hjá útgerðarmönnum. Karen er þannig þekkt fyrir að ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur?Neinei, þetta er einhver áskorunarfíkn, segir Karen og gantast með það, að hún hafi ekki veigrað sér við því að taka að sér ögrandi verkefni. Hún segir að þetta hafi gerst hratt, það að hún tók við þessu starfi. Og segir sóknarfæri í stöðunni fyrir Samfylkinguna. Kristján Guy Burgess var framkvæmdastjóri en hann lét af störfum árið 2016. Þetta var í kjölfar afhroðs sem Samfylkingin galt í kosningum þá. Botninum er náð, sagði Kristján við það tækifæri. Enginn hefur gengt stöðunni síðan og í mörg horn að líta. „Og ef við gefum okkur að ekki verði kosið alveg á næstunni get ég ekki séð annað en það verði mjög gaman að koma að uppbyggingu þessa flokks og skýra stefnuna,“ segir Karen. Hún segir friðsælla um að litast en oft áður og það sé gott að fá tækifæri til að koma að málum og vinna að því að kjarna flokkinn. Karen segist hafa gætt þess að halda sínum flokkspólitísku skoðunum til hlés, eða allt frá því hún var í blaðamennsku. „Ég brenn fyrir fólki, venjulega horfi ég á pólitík út frá fólki. Stefnumál Samfylkingar í grunninn, sem byggjast á frjálslyndi og víðsýni, er nokkuð sem ég hef alltaf tengt mjög við,“ segir Karen. Og bætir því við að evrópskir jafnaðarmannaflokkar hafa verið burðarstólpar í ríkisstjórnum þeirra landa sem við helst lítum til. „Og urðu til að móta norrænt velferðarsamfélag. Við megum ekki gleyma því.“
Stj.mál Vistaskipti Tengdar fréttir Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Kristján Guy Burgess ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Kristján kemur til með að stýra daglegum rekstri flokksins og hafa yfirumsjón með málefnastarfi og stefnumótun. 28. ágúst 2015 08:50