Icelandair bregst við ójafnvægi í leiðakerfinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 14:58 Icelandair býður upp á nýja flugtíma frá og með næsta vori. Vísir/Vilhelm Icelandair mun bjóða flug til Evrópu rétt fyrir hádegi og til Norður-Ameríku að kvöldi frá og með maí á næsta ári. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að um sé ræða breytingu sem á að vinna á ójafnvægi leiðakerfis ársins 2018. Auk núverandi tengitíma á Keflavíkurflugvelli, snemma morguns og síðdegis, verður frá og með maí 2019 boðið upp á flug til Evrópuborga um klukkan 10:30 að morgni og til Norður-Ameríkuborga um klukkan 20:00 að kvöldi. Ekki er svigrúm til að bæta við flugi eða farþegum á Keflavíkurflugvelli á háannatímanum að morgni og síðdegis, en á nýju brottfarartímunum er nægt rými í flugstöðinni, við brottfararhlið og á flughlöðum, segir í tilkynningunni. Að auki verða til nýir tengimöguleikar fyrir farþega á leið yfir Atlantshafið milli þessara tveggja tengibanka. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningunni að breytingin hafi verið í undirbúningi um hríð. „Við erum að þróa tengimöguleika okkar núverandi leiðakerfis en auk þess að koma inn á markaðinn með nýja þjónustu. Fyrir Íslendinga getur t.d. verið þægilegt að þurfa ekki að vakna snemma á morgnana fyrir Evrópuflug, og einnig að fljúga vestur um haf að kvöldi til. Við erum jafnframt að horfa til þess að laga það ójafnvægi sem var í leiðakerfinu á árinu 2018,“ segir Bogi.Flugáætlun enn í vinnslu Í tilkynningunni er þess jafnframt getið að breytingin tengist endurnýjun flugflota Icelandair, en félagið tekur á móti sex nýjum Boeing MAX þotum snemma á næsta ári til viðbótar við þær þrjár sem komu á þessu ári. „Nýr floti styður við þessa breytingu á leiðakerfinu. Nýtingin á flugvélunum mun aukast en um leið léttir þetta álagið á Keflavíkurflugvelli og þjónusta við farþega verður betri. Endanleg flugáætlun fyrir árið 2019 liggur ekki fyrir, enn er verið að greina hvort nýir áfangastaðir bætast við og hvort hætt verði flugi til einhverra af núverandi áfangastöðum. Jafnframt erum við að skoða tíðni til núverandi áfangastaða og hafa því ekki verið teknar ákvarðanir varðandi vöxt á næsta ári.“, segir Bogi Nils en í tilkynningunni er þess getið að nýi tengibankinn verði nokkru minni en aðaltengibankinn. Boðið verður upp á flug til Evrópuborga um klukkan 10:30 og flug frá sömu borgum munu lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan 18:30. Þær borgir í Evrópu sem búið er að ákveða að fari inn í þennan tengibanka eru Frankfurt, München, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Ósló, París, Brussel, Berlín, Hamborg og Zürich. Einnig verður áfram flogið til þessara borga á sama tíma og undanfarin ár. Flogið verður til Norður-Ameríkustaða um kl. 20:00 og flug frá þeim borgum muni lenda á Íslandi um kl. 09:30 að morgni. Borgirnar eru Boston, New York, Washington, Chicago, Minneapolis og Toronto. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Icelandair mun bjóða flug til Evrópu rétt fyrir hádegi og til Norður-Ameríku að kvöldi frá og með maí á næsta ári. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að um sé ræða breytingu sem á að vinna á ójafnvægi leiðakerfis ársins 2018. Auk núverandi tengitíma á Keflavíkurflugvelli, snemma morguns og síðdegis, verður frá og með maí 2019 boðið upp á flug til Evrópuborga um klukkan 10:30 að morgni og til Norður-Ameríkuborga um klukkan 20:00 að kvöldi. Ekki er svigrúm til að bæta við flugi eða farþegum á Keflavíkurflugvelli á háannatímanum að morgni og síðdegis, en á nýju brottfarartímunum er nægt rými í flugstöðinni, við brottfararhlið og á flughlöðum, segir í tilkynningunni. Að auki verða til nýir tengimöguleikar fyrir farþega á leið yfir Atlantshafið milli þessara tveggja tengibanka. Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningunni að breytingin hafi verið í undirbúningi um hríð. „Við erum að þróa tengimöguleika okkar núverandi leiðakerfis en auk þess að koma inn á markaðinn með nýja þjónustu. Fyrir Íslendinga getur t.d. verið þægilegt að þurfa ekki að vakna snemma á morgnana fyrir Evrópuflug, og einnig að fljúga vestur um haf að kvöldi til. Við erum jafnframt að horfa til þess að laga það ójafnvægi sem var í leiðakerfinu á árinu 2018,“ segir Bogi.Flugáætlun enn í vinnslu Í tilkynningunni er þess jafnframt getið að breytingin tengist endurnýjun flugflota Icelandair, en félagið tekur á móti sex nýjum Boeing MAX þotum snemma á næsta ári til viðbótar við þær þrjár sem komu á þessu ári. „Nýr floti styður við þessa breytingu á leiðakerfinu. Nýtingin á flugvélunum mun aukast en um leið léttir þetta álagið á Keflavíkurflugvelli og þjónusta við farþega verður betri. Endanleg flugáætlun fyrir árið 2019 liggur ekki fyrir, enn er verið að greina hvort nýir áfangastaðir bætast við og hvort hætt verði flugi til einhverra af núverandi áfangastöðum. Jafnframt erum við að skoða tíðni til núverandi áfangastaða og hafa því ekki verið teknar ákvarðanir varðandi vöxt á næsta ári.“, segir Bogi Nils en í tilkynningunni er þess getið að nýi tengibankinn verði nokkru minni en aðaltengibankinn. Boðið verður upp á flug til Evrópuborga um klukkan 10:30 og flug frá sömu borgum munu lenda á Keflavíkurflugvelli um klukkan 18:30. Þær borgir í Evrópu sem búið er að ákveða að fari inn í þennan tengibanka eru Frankfurt, München, Amsterdam, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Ósló, París, Brussel, Berlín, Hamborg og Zürich. Einnig verður áfram flogið til þessara borga á sama tíma og undanfarin ár. Flogið verður til Norður-Ameríkustaða um kl. 20:00 og flug frá þeim borgum muni lenda á Íslandi um kl. 09:30 að morgni. Borgirnar eru Boston, New York, Washington, Chicago, Minneapolis og Toronto.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair flytur störf til útlanda Áhafnir verða þá áfram íslenskar. 30. ágúst 2018 11:17 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Icelandair bregst við hækkandi olíuverði Icelandair hefur tilkynnt umboðs- og söluaðilum sem eru í samstarfi við félagið að félagið hyggist hækka eldsneytisálag á flugmiðum félagsins frá og með 1. september næstkomandi. 30. ágúst 2018 22:23