Upptökur úr myndavélum á Hard Rock sýna atburðarásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 16:38 Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar. Vísir/vilhelm Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum. WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum.
WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01