Upptökur úr myndavélum á Hard Rock sýna atburðarásina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 16:38 Vél á vegum WOW Air kemur til lendingar. Vísir/vilhelm Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum. WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Atburðarásin liggur ljós fyrir hvað varðar líkamsárás í starfsmannagleði WOW Air sem fram fór á veitingastaðnum Hard Rock í Lækjargötu á föstudagskvöld. Þetta segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeildinni á höfuðborgarsvæðinu. Upptökur úr myndavélum Hard Rock sýni hvað fram fór og málið liggi ljóst fyrir. Árásarmaðurinn var yfirheyrður af lögreglu um nóttina og sleppt að skýrslutöku lokinni.Með matardisk að vopni Samkvæmt heimildum Vísis átti árásin sér stað að því virðist upp úr þurru þar sem starfsmenn voru að taka myndir af sér í myndaklefa sem búið var að setja upp í veislunni. Sá sem fyrir árásinni varð var að taka mynd af sér með fleirum þegar annar maður sló hann í ennið með matardisk. Blóð slettist í allar áttir, bæði úr enni mannsins og hálsi, og lýsir vitni því þannig að það hafi aldrei séð annað eins blóðbað. Samstarfsfólk hlúði að manninum sem fyrir árásinni varð áður en hann var fluttur á slysadeild. Hann varði nóttinni á sjúkrahúsinu en var útskrifaður um morguninn. Hann er tæplega þrítugur og starfar sem flugmaður hjá WOW Air.Langt frá gildum WOW Air WOW sendi starfsmönnum tölvupóst um helgina þar sem áréttað var að hegðun á borð við þá sem árásarmaðurinn sýndi, sem var flugþjónn hjá flugfélaginu, væri langt frá gildum WOW Air og að hún yrði aldrei liðin. Var öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum og það gerði hann sömuleiðis í skilaboðum til samstarfsfólks. Þá var minnst á að margir hefðu myndir frá vettvangi á símum sínum. Voru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air væru ein heild með því að eyða myndunum. Lögregla hefði öll þau gögn sem hún þyrfti. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, tjáði Vísi í gær að árásarmaðurinn hefði látið af störfum.
WOW Air Tengdar fréttir Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Starfsmaður var barinn í höfuðið með diski og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. 9. september 2018 18:01