Vilja endurheimta stoltið Hjörvar Ólafsson skrifar 11. september 2018 07:30 Þetta gat ekki byrjað verr fyrir Hamrén. vísir/epa Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Hannes Þór Halldórsson, sem fékk það lítt öfundsverða verkefni að reyna að afstýra stærra tapi í leiknum gegn Sviss, ræddu hvernig leikmenn og forráðamenn liðsins hafa tekist á við áfallið á blaðamannafundi í gær. Næsta verkefni liðsins er afar verðugt, en liðið mætir bronsverðlaunahöfum frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við náðum aldrei takti í þessum leik og misstum algerlega hausinn eftir að hafa fengið þriðja markið á okkur. Við fórum að verjast hver í sínu horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum í áfalli eftir þennan leik og þó svo að aðstæður séu ekki eins þá má líkja þessu við rassskellinguna sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014,“ segir Hamrén á blaðamannafundinum í gær. „Leikmenn liðsins þurfa að sýna þess háttar spilamennsku í leiknum gegn Belgíu að þeir geti litið í spegilinn eftir leikinn og verið stoltir. Við þurfum að endurheimta stoltið og sýna hvað í liðinu býr. Við munum gera taktískar breytingar frá leiknum gegn Sviss og leita til leikmanna sem hafa aðra eiginleika en þeir sem byrjuðu í þeim leik,“ segir sænski þjálfarinn sem vildi þó ekki gefa upp hvort breytt verði um leikkerfi í leiknum gegn Belgum í kvöld. „Leikurinn og frammistaða okkar var rædd í þaula næsta sólarhring eftir leikinn. Við teljum okkur vita hvað fór úrskeiðis og ætlum að rísa aftur upp. Við höfum áður staðið okkur vel gegn sterkum þjóðum á heimavelli. Þar á meðal gegn nýkrýndum bronsverðlaunahafa af heimsmeistaramóti. Við þurfum að sýna þessu verkefni auðmýkt, en um leið að hafa það í huga að við getum vel náð í góð úrslit með frábærum stuðningi. Við biðjum nú um að fá áfram þann góða stuðning sem við höfum notið undanfarin ár,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. „Okkur líður vel hérna á heimavelli og við stefnum að því að skapa góð augnablik sem verða til þess að við getum grafið leikinn gegn Sviss strax. Það er gott að fá leik strax til þess að geta kvittað fyrir þennan slæma leik. Undirbúningur minn er bara hefðbundinn fyrir þennan leik. Við erum vanir því að mæta leikmönnum í þeim gæðaflokki sem leikmenn belgíska liðsins eru. Við erum staðráðnir í að standa okkur vel og freista þess að ná jákvæðum úrslitum," segir Hannes Þór um leikinn gegn Belgum á Laugardalsvellinum sem hefst klukkan 18:45 í kvöld. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Hannes Þór Halldórsson, sem fékk það lítt öfundsverða verkefni að reyna að afstýra stærra tapi í leiknum gegn Sviss, ræddu hvernig leikmenn og forráðamenn liðsins hafa tekist á við áfallið á blaðamannafundi í gær. Næsta verkefni liðsins er afar verðugt, en liðið mætir bronsverðlaunahöfum frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við náðum aldrei takti í þessum leik og misstum algerlega hausinn eftir að hafa fengið þriðja markið á okkur. Við fórum að verjast hver í sínu horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum í áfalli eftir þennan leik og þó svo að aðstæður séu ekki eins þá má líkja þessu við rassskellinguna sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014,“ segir Hamrén á blaðamannafundinum í gær. „Leikmenn liðsins þurfa að sýna þess háttar spilamennsku í leiknum gegn Belgíu að þeir geti litið í spegilinn eftir leikinn og verið stoltir. Við þurfum að endurheimta stoltið og sýna hvað í liðinu býr. Við munum gera taktískar breytingar frá leiknum gegn Sviss og leita til leikmanna sem hafa aðra eiginleika en þeir sem byrjuðu í þeim leik,“ segir sænski þjálfarinn sem vildi þó ekki gefa upp hvort breytt verði um leikkerfi í leiknum gegn Belgum í kvöld. „Leikurinn og frammistaða okkar var rædd í þaula næsta sólarhring eftir leikinn. Við teljum okkur vita hvað fór úrskeiðis og ætlum að rísa aftur upp. Við höfum áður staðið okkur vel gegn sterkum þjóðum á heimavelli. Þar á meðal gegn nýkrýndum bronsverðlaunahafa af heimsmeistaramóti. Við þurfum að sýna þessu verkefni auðmýkt, en um leið að hafa það í huga að við getum vel náð í góð úrslit með frábærum stuðningi. Við biðjum nú um að fá áfram þann góða stuðning sem við höfum notið undanfarin ár,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. „Okkur líður vel hérna á heimavelli og við stefnum að því að skapa góð augnablik sem verða til þess að við getum grafið leikinn gegn Sviss strax. Það er gott að fá leik strax til þess að geta kvittað fyrir þennan slæma leik. Undirbúningur minn er bara hefðbundinn fyrir þennan leik. Við erum vanir því að mæta leikmönnum í þeim gæðaflokki sem leikmenn belgíska liðsins eru. Við erum staðráðnir í að standa okkur vel og freista þess að ná jákvæðum úrslitum," segir Hannes Þór um leikinn gegn Belgum á Laugardalsvellinum sem hefst klukkan 18:45 í kvöld. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Valur semur við norskan miðvörð Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sjá meira