Dæmi um sáramyndun og slæm áhrif á velferð vegna lúsar Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2018 06:00 Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Vísir/Pjetur Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Fiskeldi Frá árinu 2017 hafa íslensk fiskeldisfyrirtæki, sem rækta fisk sinn í sjó, óskað fjórum sinnum eftir leyfi Matvælastofnunar (MAST) til að nota lúsaeitur til meðhöndlunar á fiski sínum. Dæmi eru um að allur fiskur hafi verið alvarlega lúsugur í kvíum laxeldisfyrirtækja þar sem sár hafi verið farin að myndast á fisknum sem hafi haft áhrif á hann. Þetta kemur fram í gögnum MAST um lúsasmit í íslensku sjókvíaeldi. Fréttablaðið óskaði eftir gögnum sem fyrirtækin sendu MAST og fisksjúkdómanefnd þegar þau óskuðu eftir leyfi til að nota lúsalyf til meðhöndlunar. Af þessum fjórum umsóknum hefur Arnarlax óskað þrisvar sinnum eftir því að meðhöndla lax hjá sér. Þann 3. mars 2017, og tvisvar í maímánuði vegna lúsar á tveimur svæðum fyrirtækisins. Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur. Í bréfi Arnarlax til MAST þann 13. júní síðastliðinn segir að fyrirtækið telji „…miklar líkur á að fjölgun lúsar geti haft mjög neikvæð áhrif á fisk sem er BKD-smitaður [nýrnaveikur]. Lús í miklum mæli er streituvaldandi og getur orsakað þess vegna mikil afföll.“ Arctic Sea Farm óskaði í október á síðasta ári eftir því að fá að nota lyfjafóður til að drepa lús hjá sér. Sigríður Gísladóttir, eftirlitsdýralæknir MAST, kannaði stöðuna og sendi í því tilefni bréf til yfirmanna sinna. „Undanfarnar vikur hefur borið mikið á lúsasmiti af völdum fiskilúsar sem veldur seiðum ákveðnum óþægindum og hefur neikvæð áhrif á velferð þeirra. Um er að ræða seiði sem voru smituð af nýrnaveiki við útsetningu sem hefur áhrif á getu þeirra og mótstöðuafl gegn sýkingum líkt og fiskilúsarsmiti,“ segir í bréfi Sigríðar. „Neikvæðra áhrifa fiskilúsar er nú þegar farið að gæta og seiðin þola illa það aukna álag sem fylgir fiskilús. Á þeim fiski sem skoðaður var í dag sáust einnig merki um sáramyndun og ofan á haus fiska sást þynning á slímlagi.“ Sömu sárasögu sagði Sigríður frá í könnunarleiðangri til Arnarlax þann 19. júní. „Heldur [er] að bæta í lúsasýkinguna á stöðinni. Merki eru um nýsmit sem þýðir að þær lýs sem hafa lifað af veturinn og vorið hafa náð að fjölga sér og smita innanhúss í stöðinni,“ segir Sigríður í eftirlitsskýrslu sinni. „Á fiskinum í kví 5 þar sem meðaltalið var tæpar 10 lýs [á hverjum fiski] var farið að bera á rofi í slímlagi (yfirborðið verður hrjúft[…]) sem er þá fyrsta stig í sáramyndun. Um leið og sáramyndun hefst og jafnvel aðeins fyrr, myndast ójafnvægi í osmósajafnvægi fisksins sem hefur svo áhrif á alla hans heilsu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira