Vill rannsókn á því hver sé nafnlausi pistlahöfundurinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2018 23:30 Sara Sanders stóð í ströngu í dag. Vísir/EPA Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders. Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Sara Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vill að bandaríska dómsmálaráðuneytið skoði hver sé embættismaðurinn sem skrifaði harðorðan pistil undir nafnleynd í New York Times á dögunum.Þetta kom fram á reglulegum blaðamannafundi hennar í Hvíta húsinu í dag en fundurinn er sá fyrsti sem hún hefur haldið frá því að pistillinn kom út. Í pistlinum fullyrti höfundurinn, sem var einungis auðkenndur sem háttsettur embættismaður, að embættismenn ynnu að því bak við tjöldin að stöðva hluta af stefnumálum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og hemja sumar verstu hvatir hans.Vakti greinin mikla athygli þegar hún kom út. Þótti hún mála slæma mynd af forsetatíð Trump sem farið hefur mikinn á samfélagsmiðlum eftir að greinin birtist. Þá hafa fjölmargir embættismann hans, menn á borð við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, þvertekið fyrir að vera höfundur greinarinnar. Bob Woodward hlaut heimsfrægð þegar hann varpaði ljósi á Watergate-hneykslið ásamt félaga sínum Carli Bernstein á Washington Post.Vísir/EPAAthygli fjölmiðla bæði sorleg og ömurleg Sagði Sanders á blaðamannafundinum að dómsmálaráðuneytið ætti að skoða málið þar sem viðkomandi væri að reyna að grafa undan framkvæmdavaldi forsetans, ekki síst ef embættismaðurinn kæmi að þjóðaröryggismálum. Þá neitaði hún að segja hvort Hvíta húsið stæði fyrir leit að því hver væri höfundurinn en útilokaði að lygamælar yrðu notaðir en varaforsetinn hefur boðist til þess að gangast undir slíkt próf. „Í hreinskilni sagt finnst mér það sorglegt og ömurlegt að huglaus nafnlaus heimild skuli hafa notið svona mikillar athygli fjölmiðla,“ sagði Sanders um pistilinn.Hefur Trump krafist þess að nafn höfundarins verði afhjúpað en einungis örfáir starfsmenn New York Times vita raunverulegt nafn hans. Hefur blaðið gefið út að það muni aldrei gefa upp hver embættismaðurinn sé.Efaðist um heimildavinnu verðlaunablaðamannsins Þá tók Sanders einnig fyrir glænýja bók verðlaunablaðamannsins Bob Woodward en bók hans þykir afar eldfim og vandræðaleg fyrir Trump þar sem í henni eru birt fjölmörg ummæli eftir háttsetta embættismenn Trump þar sem þeir fara ófögrum orðum um forsetann.Reyndi hún að grafa undan trúverðugleika Woodward sem þekktastur er fyrir fréttaskrif sín í tengslum við Watergate-hneykslið á síðustu öld, sem meðal annars varð til þess að Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, þurfti að segja af sér.„Mér finnst það algjört kæruleysi að setja fram jafn fáránlegar staðhæfingar í einni bók án þess að taka sér tíma og ráða einhvern til þess að sannreyna sumar af þeim tilvitnunum sem finna má í bókinni,“ sagði Sanders.
Donald Trump Tengdar fréttir Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06 Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Trump krefst þess að New York Times gefi upp hver nafnlausi embættismaðurinn er Eins og ef til vill við var að búast lét Donald Trump, Bandaríkjaforseti, heyra í sér á Twitter í gærkvöldi vegna aðsendrar greinar sem birtist í New York Times í gær. 6. september 2018 06:06
Eldfimar uppljóstranir um glundroða í Hvíta húsinu í bók Watergate-blaðamanns Aðstoðarmenn forsetans eru sagðir hafa hunsað skipanir sem þeir töldu skaðlegar hagsmunum Bandaríkjanna eða forsetans sjálfs. 4. september 2018 18:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent