Aukið fé til lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna, skipulagðrar glæpastarfsemi og aukinnar landamæravörslu Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 11:38 Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Vísir/Vilhelm Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna. Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna.
Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent