Eigendur Pablo Discobar taka við rekstri Jamie's Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 06:30 Jamie's Italian var opnaður í júlímánuði í fyrra. Vísir/Anton Brink Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Eigendur baranna Pablo Discobar og Miami og veitingastaðarins Burro hafa tekið við rekstri veitingastaðarins Jamie’s Italian á Hótel Borg. Fyrrverandi rekstrarfélag Jamie’s Italian verður tekið til gjaldþrotaskipta en bæði leigusamningi og sérleyfissamningi félagsins hefur verið sagt upp. Jón Haukur Baldvinsson lætur samhliða breytingunum af störfum sem framkvæmdastjóri Jamie’s Italian en hann verður nýjum rekstraraðila innan handar fyrstu vikurnar. Þeir sem standa að nýju rekstrarfélagi veitingastaðarins eru þeir Gunnsteinn Helgi Maríusson og Róbert Óskar Sigvaldason. Anna Marín Þórarinsdóttir er nýr rekstrarstjóri. Jón Haukur var eini eigandi Jamie’s Italian eftir að félagið Jubileum, sem rekur veitingastaðina Snaps við Týsgötu og Kaffi París við Austurvöll, seldu honum 60 prósenta hlut í staðnum fyrr á árinu. Jón Haukur segir veitingastaðinn hafa fengið afar góðar viðtökur eftir að hann var opnaður í júlí í fyrra en hins vegar sé rekstrarumhverfið í veitingageiranum erfitt. „Við höfum fengið yfir eitt hundrað þúsund gesti frá því við opnuðum, sem er afar jákvætt, og höfum fundið fyrir miklum meðbyr og stuðningi frá Íslendingum. Við vorum til að mynda einn veltumesti staðurinn af öllum veitingastöðum Jamie’s Italian-keðjunnar í júlí. Þetta hefur því að mörgu leyti gengið vel. Hins vegar hefur opnun staðarins og reksturinn reynst dýr og við höfum hreinlega verið undirfjármagnaðir í of langan tíma,“ nefnir Jón Haukur. Hækkandi launakostnaður hafi jafnframt þrengt að rekstrinum. Síðustu ár hafi verið erfiður tími fyrir veitingastaði, sér í lagi nýja og dýra staði líkt og Jamie’s Italian. „Það verður líka að segjast að það er lítið um þolinmótt fjármagn í þessum geira. Bankarnir hafa haldið að sér höndum og fjárfestar eru ekki reiðubúnir til þess að setja mikinn pening í veitingageirann,“ nefnir hann. Jón Haukur segir gamla rekstrarfélagið hafa misst bæði leigu- og sérleyfissamninga sína enda hafi fjárhagsstaða félagsins verið orðin þung. „Það skiptir hins vegar miklu máli að nýtt og traust rekstrarfélag mun taka við rekstri staðarins og halda honum áfram. Þeir sem standa að því félagi hafa mikla reynslu af veitingarekstri og reka til dæmis Pablo Discobar, Burro og Miami bar,“ nefnir hann.Uppfært þar sem tveimur var ofaukið í eigendahópi Pablo discobar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira