Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins hafa áhyggjur af stöðu mála í Bandaríkjunum í aðdraganda þingkosninga þar þann 6. nóvember. Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. Á einungis nokkrum vikum hefur staðan breyst til muna og er jafnvel möguleiki á því að Repúblikanar gætu tapað naumum meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Forseti öldungadeildarinnar, Mitch McConnell, sagði í gærkvöldi að hann „vonaðist til þess“ að Repúblikanar héldu meirihluta sínum. Ekki er langt síðan Repúblikanar létu sig dreyma um að ná jafnvel sextíu þingmönnum. McConnell lýsir stöðunni sem „hnífabardaga“.Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Í kosningunum í nóvember er kosið um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Trump vann í forsetakosningunum 2016. Til að ná meirihluta í öldungadeildinni þurfa Demókratar nánast fullt stig húsa í kosningunum. Tíu þingmenn Demókrataflokksins eru í ríkjum sem Trump vann í kosningunum 2016 og eru taldir í óöruggri stöðu og einungis tveir af þingmönnum Repúblikana. Aðstæður eru alfarið Repúblikönum í hag í öldungadeildinni. Þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem eru í erfiðustu stöðunum eru Ted Cruz í Texas og Dean Heller í Nevada.Bregður fæti fyrir Demókrata McConnell hefur nú brugðið á það ráð að halda starfi öldungadeildarinnar áfram nánast alveg fram að kosningum. Fyrir því eru helst tvær ástæður, samkvæmt Politico.Fyrsta ástæðan er sú að ef allt fer á versta veg fyrir McConnell og félaga vilja þeir koma eins mörgum alríkisdómurum sem Trump hefur tilnefnt í ævistöður eins og þeir geta. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum. „Ef okkur tekst að halda öldungadeildinni í tvö ár til viðbótar, ætlum við að gerbreyta dómskerfinu með ungum mönnum og konum sem trúa að starf dómara sé að túlka lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði McConnell. Minnst fjórir af þeim sem Trump og Repúblikanar hafa tilnefnt hafa verið metnir vanhæfir af Lögmannasamtökum bandaríkjanna og hafði það aldrei gerst áður. Samtökin hafa í gegnum árin unnið með Hvíta húsinu með því að meta hæfni dómara en ríkisstjórn Trump sleit því samstarfi. Þess í stað reiða þeir sig á samtök íhaldsmanna sem heita Federalist Society.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Þrátt fyrir að Demókratar hafi reynt að hægja á ferlinu eins og þeir geta hafa Repúblikanar skipað tugi alríkisdómara og einn Hæstaréttardómara. Þeir ætla sér að skipa annan Hæstaréttardómara fyrir kosningar og útlit er fyrir að það muni takast. Enn sem komið er hafa fleiri dómarar verið skipaðir á einungis 20 mánuðum en nokkru sinni áður í nútímasögu Bandaríkjanna.Vilja þvinga fleiri dómara í gegn Hin ástæðan fyrir því að McConnell ætlar ekki að slíta þingi strax er að með því að halda þingmönnum í Washington DC koma Repúblikanar í veg fyrir að þingmenn Demókrataflokksins sem eru í erfiðri stöðu í heimaríkjum sínum geti sinnt kosningabaráttunni af fullum krafti. Þannig gæti McConnell sömuleiðis þvingað Demókrata til að hætta málþófi og hleypa fleiri dómurum í gegnum þingið í skiptum fyrir þingslit.Beto O´Rourke hefur verið að sækja í sig veðrið gegn Ted Cruz í Texas.Vísir/GettyFjandvinir taka höndum saman Vandræði Repúblikana kristallast ef til vill hvað best í kosningabaráttu Ted Cruz í Texas. Þar hefur Demókratinn Beto O‘Rourke sótt í sig veðrið að undanförnu og hefur hann safnað 14 milljónum dala til kosningabaráttunnar. Cruz hefur safnað um níu milljónum. Það hefur leitt til þess að Repúblikanar hafa breytt áherslum sínum og fært fjármagn til Texas, á kostnað annarra frambjóðenda. Þá hefur Trump sjálfur sagt að hann ætlar að taka þátt í baráttunni fyrir Cruz, sem var erkifjandi hans í forvali Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninganna.Trump sagði eitt sinn að Cruz hefði aldrei áorkað neinu. Hann gaf í skyn að eiginkona Cruz væri ljót og stakk jafnvel upp á því að faðir Cruz hefði komið að morði John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá gaf Trump Cruz viðurnefnið „ljúgandi Ted“. Cruz kallaði Trump eitt sinn heigul, rað-framhjáhaldara og lygara og gaf hann í skyn að Repúblikanar ættu ekki að kjósa Trump, eftir að sá síðarnefndi tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: Trump kemur fyrrverandi andstæðingi til aðstoðarÞá hefur Cruz einnig lent saman við McConnell og kallaði hann lygara árið 2015.Konur sækja fram Þegar kemur að fulltrúadeildinni eru Demókratar í mun sterkari stöðu. Sé eitthvað að marka kannanir eru yfirgnæfandi líkur á að þeir nái meirihluta þar.Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að það séu 79 prósent líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og einungis 21 prósent líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum.Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars að aðstæður eru öðruvísi þar vegna þess að öll þingsætin eru í boði í kosningunum. Þá hefur vakið athygli að Demókratar hafa valið mikinn fjölda kvenna í forvölum sínum til þingkosninga í fulltrúadeildinni. Samkvæmt samantekt Vox eru 41 prósent frambjóðenda flokksins til þings konur. Svo margar konur hafa aldrei boðið sig fram til þings áður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent
Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins hafa áhyggjur af stöðu mála í Bandaríkjunum í aðdraganda þingkosninga þar þann 6. nóvember. Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. Á einungis nokkrum vikum hefur staðan breyst til muna og er jafnvel möguleiki á því að Repúblikanar gætu tapað naumum meirihluta sínum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Forseti öldungadeildarinnar, Mitch McConnell, sagði í gærkvöldi að hann „vonaðist til þess“ að Repúblikanar héldu meirihluta sínum. Ekki er langt síðan Repúblikanar létu sig dreyma um að ná jafnvel sextíu þingmönnum. McConnell lýsir stöðunni sem „hnífabardaga“.Í öldungadeildinni er staðan þannig að Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Í kosningunum í nóvember er kosið um mun fleiri þingsæti þar sem þingmenn frá Demókrataflokknum sitja en þingmenn frá Repúblikanaflokknum. Þar af verður kosið í tíu ríkjum þar sem þingmennirnir eru frá Demókrataflokknum en Trump vann í forsetakosningunum 2016. Til að ná meirihluta í öldungadeildinni þurfa Demókratar nánast fullt stig húsa í kosningunum. Tíu þingmenn Demókrataflokksins eru í ríkjum sem Trump vann í kosningunum 2016 og eru taldir í óöruggri stöðu og einungis tveir af þingmönnum Repúblikana. Aðstæður eru alfarið Repúblikönum í hag í öldungadeildinni. Þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem eru í erfiðustu stöðunum eru Ted Cruz í Texas og Dean Heller í Nevada.Bregður fæti fyrir Demókrata McConnell hefur nú brugðið á það ráð að halda starfi öldungadeildarinnar áfram nánast alveg fram að kosningum. Fyrir því eru helst tvær ástæður, samkvæmt Politico.Fyrsta ástæðan er sú að ef allt fer á versta veg fyrir McConnell og félaga vilja þeir koma eins mörgum alríkisdómurum sem Trump hefur tilnefnt í ævistöður eins og þeir geta. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að setja unga íhaldsmenn í dómarasæti víða um Bandaríkin. Þeir neituðu að staðfesta dómara sem Obama tilnefndi á síðasta starfsári sínu og voru rúmlega hundrað sæti laus þegar Trump tók við embætti. Markmiðið er að gerbreyta dómskerfi Bandaríkjanna, eins og McConnell orðaði það sjálfur á dögunum. „Ef okkur tekst að halda öldungadeildinni í tvö ár til viðbótar, ætlum við að gerbreyta dómskerfinu með ungum mönnum og konum sem trúa að starf dómara sé að túlka lögin eins og þau eru skrifuð,“ sagði McConnell. Minnst fjórir af þeim sem Trump og Repúblikanar hafa tilnefnt hafa verið metnir vanhæfir af Lögmannasamtökum bandaríkjanna og hafði það aldrei gerst áður. Samtökin hafa í gegnum árin unnið með Hvíta húsinu með því að meta hæfni dómara en ríkisstjórn Trump sleit því samstarfi. Þess í stað reiða þeir sig á samtök íhaldsmanna sem heita Federalist Society.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Þrátt fyrir að Demókratar hafi reynt að hægja á ferlinu eins og þeir geta hafa Repúblikanar skipað tugi alríkisdómara og einn Hæstaréttardómara. Þeir ætla sér að skipa annan Hæstaréttardómara fyrir kosningar og útlit er fyrir að það muni takast. Enn sem komið er hafa fleiri dómarar verið skipaðir á einungis 20 mánuðum en nokkru sinni áður í nútímasögu Bandaríkjanna.Vilja þvinga fleiri dómara í gegn Hin ástæðan fyrir því að McConnell ætlar ekki að slíta þingi strax er að með því að halda þingmönnum í Washington DC koma Repúblikanar í veg fyrir að þingmenn Demókrataflokksins sem eru í erfiðri stöðu í heimaríkjum sínum geti sinnt kosningabaráttunni af fullum krafti. Þannig gæti McConnell sömuleiðis þvingað Demókrata til að hætta málþófi og hleypa fleiri dómurum í gegnum þingið í skiptum fyrir þingslit.Beto O´Rourke hefur verið að sækja í sig veðrið gegn Ted Cruz í Texas.Vísir/GettyFjandvinir taka höndum saman Vandræði Repúblikana kristallast ef til vill hvað best í kosningabaráttu Ted Cruz í Texas. Þar hefur Demókratinn Beto O‘Rourke sótt í sig veðrið að undanförnu og hefur hann safnað 14 milljónum dala til kosningabaráttunnar. Cruz hefur safnað um níu milljónum. Það hefur leitt til þess að Repúblikanar hafa breytt áherslum sínum og fært fjármagn til Texas, á kostnað annarra frambjóðenda. Þá hefur Trump sjálfur sagt að hann ætlar að taka þátt í baráttunni fyrir Cruz, sem var erkifjandi hans í forvali Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninganna.Trump sagði eitt sinn að Cruz hefði aldrei áorkað neinu. Hann gaf í skyn að eiginkona Cruz væri ljót og stakk jafnvel upp á því að faðir Cruz hefði komið að morði John F. Kennedy fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá gaf Trump Cruz viðurnefnið „ljúgandi Ted“. Cruz kallaði Trump eitt sinn heigul, rað-framhjáhaldara og lygara og gaf hann í skyn að Repúblikanar ættu ekki að kjósa Trump, eftir að sá síðarnefndi tryggði sér tilnefningu Repúblikanaflokksins.Sjá einnig: Trump kemur fyrrverandi andstæðingi til aðstoðarÞá hefur Cruz einnig lent saman við McConnell og kallaði hann lygara árið 2015.Konur sækja fram Þegar kemur að fulltrúadeildinni eru Demókratar í mun sterkari stöðu. Sé eitthvað að marka kannanir eru yfirgnæfandi líkur á að þeir nái meirihluta þar.Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að það séu 79 prósent líkur á því að Demókratar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og einungis 21 prósent líkur á því að Repúblikanar haldi meirihluta sínum.Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars að aðstæður eru öðruvísi þar vegna þess að öll þingsætin eru í boði í kosningunum. Þá hefur vakið athygli að Demókratar hafa valið mikinn fjölda kvenna í forvölum sínum til þingkosninga í fulltrúadeildinni. Samkvæmt samantekt Vox eru 41 prósent frambjóðenda flokksins til þings konur. Svo margar konur hafa aldrei boðið sig fram til þings áður.