Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2018 05:30 Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Vísir/Vilhelm Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016. Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira
Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni koma að fjármögnun WOW air, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en forsvarmenn þess hafa meðal annars leitað liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. Á síðustu dögum hafa Fossar markaðir, sem hafa undanfarin ár verið leiðandi í að hafa milligöngu um kaup erlendra sjóða í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum á Íslandi, komið í auknum mæli að þeirri vinnu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vonir WOW air standa til að skuldabréfaútboðið klárist á morgun, föstudag, og að félaginu takist þá að sækja sér nýtt fjármagn, sem verði jafnvel meira en sem nemur 5,5 milljörðum, til að treysta starfsemi sína. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,3 prósent í viðskiptum gærdagsins en viðmælendur Fréttablaðsins segja að hækkunina megi að hluta rekja til væntinga fjárfesta um að WOW air takist að ljúka útboðinu. Flugfélagið skilaði inn ársreikningi vegna síðasta árs til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra í fyrradag en þess hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu. Olíukostnaður WOW air nam 122,3 milljónum dala, sem jafngildir 13,8 milljörðum króna, á síðasta ári og meira en tvöfaldaðist frá fyrra ári þegar hann var 60,8 milljónir dala, jafnvirði 6,9 milljarða króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi flugfélagsins. Verð á flugeldsneyti hækkaði um 20 prósent á síðasta ári en hækkunin hefur verið enn meiri, yfir 30 prósent, það sem af er þessu ári. Olíukostnaðurinn nam ríflega 25 prósentum af tekjum WOW air í fyrra en hlutfallið var 19,8 prósent árið 2016.
Birtist í Fréttablaðinu WOW Air Mest lesið Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Fleiri fréttir Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Sjá meira