Stefna að því að bæta RÚV upp tekjutapið Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2018 06:00 Tillögurnar voru kynntar á blaðamannafundi í gær. Vísir/Anton Brink „Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“ Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að það ríki samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Við fáum betri og öflugri fjölmiðla ef það er virk og góð samkeppni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem kynnti í gær tillögur til að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Meðal tillagnanna er endurgreiðsla ritstjórnarkostnaðar hjá prent- og ljósvakamiðlum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Stefnt er að því að frumvarp þess efnis verði lagt fram eftir áramót og að fyrstu endurgreiðslurnar komi til framkvæmda vegna rekstrarársins 2019. „Þetta eru tillögur sem hafa verið í vinnslu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu síðustu átján mánuði. Við höfum unnið þetta með fjölmiðlanefnd og lagt mikla áherslu á alþjóðlegan samanburð. Við vildum skoða hvað væri að gerast annars staðar og hvernig það væri að ganga upp.“ Lilja segir að fjölmiðlar gegni mjög mikilvægu hlutverki, bæði við miðlun upplýsinga í lýðræðissamfélagi og fyrir íslenska tungu. „Ef við berum okkur saman við hin Norðurlöndin, þá er umhverfi einkarekinna fjölmiðla hér annað og þessar aðgerðir miða að því að jafna leikinn.“ Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða einnig minnkuð. Þar er til skoðunar að banna kostun dagskrárliða og að lækka hámarksfjölda auglýsingamínútna á klukkustund úr átta í sex. Lilja segir að til standi að bæta RÚV upp það tekjutap. „Við stefnum að því. RÚV hefur verið að fá auknar fjárveitingar og við stefnum áfram að því að hafa öflugt RÚV.“
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira