Skilyrðin þau umfangsmestu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. september 2018 13:00 Sameinað félag Haga og Olís hefur skuldbundið sig til þess að selja þrjár Bónusverslanir, fimm eldsneytisstöðvar Olís og ÓB og dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi. Þegar eru kaupendur fundnir að eignunum. Vísir/Valli Skilyrðin sem Samkeppniseftirlitið hefur sett fyrir yfirtöku Haga á Olís eru líklegast þau umfangsmestu sem sett hafa verið fram í samrunamálum hér á landi, að sögn Eggerts B. Ólafssonar, sérfræðings í samkeppnisrétti. Hann segir skilyrðin þó ekki hafa komið á óvart. Legið hafi fyrir frá upphafi að eftirlitið vilji tryggja að aukin samþætting á eldsneytis- og matvörumarkaði torveldi ekki aðgang nýrra keppinauta að mörkuðunum. Hagar hafa þegar fundið kaupendur að þeim eignum sem verslunarrisanum ber, að kröfu Samkeppniseftirlitsins, að selja en um er að ræða þrjár Bónusverslanir, á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni, fimm eldsneytisstöðvar ÓB og Olís og eina dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi. „Söluskilyrði sem þessi eru ný af nálinni í samrunamálum hér á landi. Við höfum ekki séð mikið af slíku,“ segir Eggert og bætir við að almennt sé talið að skilyrði um sölu eigna séu áhrifaríkari en skilyrði um tiltekna hegðun fyrirtækja. „Í erlendum samanburði eru skilyrðin í þessu samrunamáli þó ekkert rosalega umfangsmikil,“ nefnir hann. Kaup Haga á Olís, sem var fyrst tilkynnt um í apríl í fyrra, munu þó ekki ganga endanlega í gegn fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur metið hæfi kaupenda áðurnefndra eigna. Vonir stjórnenda Haga standa til þess að hæfismatinu verði lokið í síðasta lagi um miðjan nóvember. Eggert segir að Samkeppniseftirlitið muni meðal annars taka til skoðunar hvort mögulegir kaupendur að verslununum og eldsneytisstöðvunum séu nógu öflugir til þess að geta veitt Högum og öðrum keppinautum samkeppni. Í sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins er sem dæmi gerð sú krafa að kaupendur búi yfir „nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti til bæði skemmri og lengri tíma veitt keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“. Eggert segir hins vegar að það sé vafamál hvort slíkum kaupendum sé yfirhöfuð til að dreifa hér á landi í ljósi smæðar landsins. Miklu skipti jafnframt hve vænlegar eignirnar séu til sölu. Fram kemur í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í tilefni sáttarinnar við Haga að eftirlitið hafi talið óvissu ríkja um „söluvænleika“ þeirra eigna sem Hagar buðust til að selja til þess að liðka fyrir kaupunum. Af þeim sökum gerði eftirlitið þá kröfu að Högum yrði óheimilt að taka yfir eignir Olís fyrr en samningar liggja fyrir við „öfluga kaupendur“ að eignunum, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ríflega mánuður er síðan samkeppnisyfirvöld samþykktu kaup N1 á Festi en rétt eins og í samrunamáli Haga og Olís kröfðust yfirvöld þess að N1 seldi frá sér tilteknar eignir, svo sem fimm bensínstöðvar, þar á meðal þrjár undir merkjum Dælunnar, og verslun Kjarvals á Hellu. Fjárfestar hafa sýnt bensínstöðvunum mikinn áhuga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en N1 hefur níu mánuði til þess að selja stöðvarnar. Fjárfestar tóku afar vel í tíðindin af samþykki Samkeppniseftirlitsins en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Högum um 3,3 prósent í ríflega 420 milljóna viðskiptum í gær. Ráðgjafar verslunarrisans gera ráð fyrir að samlegðaráhrif f kaupunum á Olís muni nema um 600 milljónum króna á ársgrundvelli eða sem jafngildir um 3 prósentum af samanlögðum rekstrarkostnaði félaganna tveggja. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Skilyrðin sem Samkeppniseftirlitið hefur sett fyrir yfirtöku Haga á Olís eru líklegast þau umfangsmestu sem sett hafa verið fram í samrunamálum hér á landi, að sögn Eggerts B. Ólafssonar, sérfræðings í samkeppnisrétti. Hann segir skilyrðin þó ekki hafa komið á óvart. Legið hafi fyrir frá upphafi að eftirlitið vilji tryggja að aukin samþætting á eldsneytis- og matvörumarkaði torveldi ekki aðgang nýrra keppinauta að mörkuðunum. Hagar hafa þegar fundið kaupendur að þeim eignum sem verslunarrisanum ber, að kröfu Samkeppniseftirlitsins, að selja en um er að ræða þrjár Bónusverslanir, á Hallveigarstíg, í Faxafeni og Skeifunni, fimm eldsneytisstöðvar ÓB og Olís og eina dagvöruverslun Olís í Stykkishólmi. „Söluskilyrði sem þessi eru ný af nálinni í samrunamálum hér á landi. Við höfum ekki séð mikið af slíku,“ segir Eggert og bætir við að almennt sé talið að skilyrði um sölu eigna séu áhrifaríkari en skilyrði um tiltekna hegðun fyrirtækja. „Í erlendum samanburði eru skilyrðin í þessu samrunamáli þó ekkert rosalega umfangsmikil,“ nefnir hann. Kaup Haga á Olís, sem var fyrst tilkynnt um í apríl í fyrra, munu þó ekki ganga endanlega í gegn fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur metið hæfi kaupenda áðurnefndra eigna. Vonir stjórnenda Haga standa til þess að hæfismatinu verði lokið í síðasta lagi um miðjan nóvember. Eggert segir að Samkeppniseftirlitið muni meðal annars taka til skoðunar hvort mögulegir kaupendur að verslununum og eldsneytisstöðvunum séu nógu öflugir til þess að geta veitt Högum og öðrum keppinautum samkeppni. Í sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins er sem dæmi gerð sú krafa að kaupendur búi yfir „nægjanlegri þekkingu, fjárhagsstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti til bæði skemmri og lengri tíma veitt keppinautum umtalsvert samkeppnislegt aðhald“. Eggert segir hins vegar að það sé vafamál hvort slíkum kaupendum sé yfirhöfuð til að dreifa hér á landi í ljósi smæðar landsins. Miklu skipti jafnframt hve vænlegar eignirnar séu til sölu. Fram kemur í tilkynningu sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér í tilefni sáttarinnar við Haga að eftirlitið hafi talið óvissu ríkja um „söluvænleika“ þeirra eigna sem Hagar buðust til að selja til þess að liðka fyrir kaupunum. Af þeim sökum gerði eftirlitið þá kröfu að Högum yrði óheimilt að taka yfir eignir Olís fyrr en samningar liggja fyrir við „öfluga kaupendur“ að eignunum, eins og það er orðað í tilkynningunni. Ríflega mánuður er síðan samkeppnisyfirvöld samþykktu kaup N1 á Festi en rétt eins og í samrunamáli Haga og Olís kröfðust yfirvöld þess að N1 seldi frá sér tilteknar eignir, svo sem fimm bensínstöðvar, þar á meðal þrjár undir merkjum Dælunnar, og verslun Kjarvals á Hellu. Fjárfestar hafa sýnt bensínstöðvunum mikinn áhuga, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en N1 hefur níu mánuði til þess að selja stöðvarnar. Fjárfestar tóku afar vel í tíðindin af samþykki Samkeppniseftirlitsins en til marks um það hækkuðu hlutabréf í Högum um 3,3 prósent í ríflega 420 milljóna viðskiptum í gær. Ráðgjafar verslunarrisans gera ráð fyrir að samlegðaráhrif f kaupunum á Olís muni nema um 600 milljónum króna á ársgrundvelli eða sem jafngildir um 3 prósentum af samanlögðum rekstrarkostnaði félaganna tveggja.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
Hagar og Olís sameinast í eitt félag Hagar og Samkeppniseftirlitið (SKE) undirrituðu í gær sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands og fasteignafélaginu DGV. 12. september 2018 06:30
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00