Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2018 07:44 Frá mótmælum gegn innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar í sumar. Vísir/Getty Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Aldrei hafa fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins verið í haldi bandarískra yfirvalda en nú. Um 12.800 börn eru nú vistuð í skýlum alríkisstjórnarinnar og hefur fjöldinn fimmfaldast á einu ári þrátt fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump forseta hafi sleppt hundruðum barna sem hún tók af foreldrum sínum.New York Times segir að börnunum í haldi hafi ekki fjölgað vegna þess að fleiri reyni nú að komast inn í Bandaríkin ólöglega. Ástæðan sé sú að börnunum sé nú haldið lengur. Fjöldinn þýði að mörg skýli alríkisstjórnarinnar séu nú við það að vera full og það setji álag á bæði börnin og kerfið sem annast þau. Lítið er sagt þurfa til að skýlin verði orðin yfirfull. Áður hefði fleiri börn verið leyst úr haldi og þau falin fjölskyldum eða öðrum aðstandendum í Bandaríkjunum á meðan þau bíða eftir að innflytjendadómstólar fjalli um mál þeirra. Ríkisstjórn Trump hefur hins vegar gengið hart fram gegn fólki sem kemur ólöglega til landsins. Það er sagt hafa leitt til þess að ættingjar og fjölskylduvinir barnanna í Bandaríkjunum veigri sér við því að gefa sig fram og taka við þeim. Þá hafa breytingar sem stjórnvöld hafa gert á ferlinu þar sem börnum er sleppt í hendur aðstandenda hægt á því. Þeir ættingjar og vinir sem eru tilbúnir að taka við börnum þurfa jafnvel að bíða mánuðum saman eftir að yfirvöld meti þá.Börn skilin frá foreldrum án samráðs við þá sem áttu að taka við þeim Flest barnanna hafa komið ein yfir landamærin, oft táningar frá Mið-Ameríku. Þau eru vistuð í um hundrað skýlum um öll Bandaríkin. Þrátt fyrir tilraunir Trump-stjórnarinnar til þess að fæla fólk frá því að reyna að komast ólöglega til landsins hefur fjöldi barna sem koma yfir landamærin svo gott sem staðið í stað miðað við fyrri ár. Ríkisstjórn Trump reyndi meðal annars að fæla fólk frá því að freista þess að koma til landsins ólöglega með því að taka börn af foreldrum sínum. Innflytjendayfirvöld skildu um 2.500 börn frá foreldrum sínum í vor. Í mörgum tilfellum voru börnin enn í haldi í Bandaríkjunum þrátt fyrir að foreldrunum hefði þegar verið vísað til heimalandsins. Bandaríska dagblaðið segir að þeirri stefnu, sem Trump-stjórnin féll síðar frá vegna háværra mótmæla, hafi verið komið á án samráðs við þá sem stýra skýlunum sem var ætlað að taka við börnunum sem voru tekin af foreldrum sínum. Það hafi valdið glundroða í skýlunum þar sem þau börn voru yngri og í verra andlegu ástandi en þau sem skýlin taka vanalega við. Þá lá ekki fyrir nein áætlun um hvenær ætti að sleppa börnunum eða til hverra.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15 Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Búast við hamförum vegna Melissu Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Tugir þúsunda mótmæla aðskilnaðarstefnu Trumps Fjöldi fólks mótmælti aðskilnaði barna og foreldra innflytjenda í Bandaríkjum í dag. 30. júní 2018 23:15
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26