Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2018 14:43 Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air. vísir/anton brink Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi. WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, hefur tjáð starfsfólki sínu að hann hafi unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði flugfélagsins og að hann sjái fyrir endann á því. „Ég hef fulla trú að við klárum þetta,“ segir Skúli í tölvupósti til starfsfólks WOW Air. Hann segir að það sé fullkomlega eðlilegt að síðustu smáatriði skuldabréfaútboðsins muni taka tíma áður en hægt er ljúka því og kynna niðurstöðuna. „Ég býst við því að fjölmiðlar muni halda áfram að skrifa um okkur og ég hef fulla skilning á því að þið séuð undir þrýstingi frá vinum og fjölskyldu sem velta fyrir sér hvað sé í gangi,“ skrifar Skúli. Hann segist ætla að veita frekari upplýsingar eins fljótt og auðið er. „Í millitíðinni, höldum áfram þeirri frábæru vinnu sem við höfum innt af hendi á hverjum degi.“Póstur Skúla til starfsfólks er á ensku og má sjá hér fyrir neðan:Forsvarsmenn WOW Air hafa leitað leiða til að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs flugfélagsins, að jafnvirði 5,5 milljarða króma, verði náð fyrir vikulok til að treysta starfsemi sína. Greint var frá því í gær að stjórnendur WOW hefðu fundað með forsvarsmönnum viðskiptabankanna þriggja en talsmenn Landsbankans og Arion banka hafa varist allra fregna. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hins vegar að engar viðræður væru í gangi við WOW air. Einnig var greint frá fundi Skúla Mogensen, forstjóra WOW í Samkeppniseftirlitinu á þriðjudag og hafa því verið uppi vangaveltur um mögulegan samruna á markaði. Í samtali við fréttastofu segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, engar slíkar viðræður í gangi.
WOW Air Tengdar fréttir Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11 Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30 Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30 Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Segir engar viðræður hjá Íslandsbanka og WOW Air Bankarnir verjast fregna vegna WOW Air. 12. september 2018 16:11
Afar ólíklegt að bankarnir hafi aðkomu Stjórnendur og ráðgjafar WOW air vinna nú þess í stað hörðum höndum að því að fá erlenda fjárfesta til þess að taka þátt í útboði flugfélagsins. 13. september 2018 05:30
Engar viðræður um sameiningu Forstjóri Icelandair segir sameiningu íslensku flugfélaganna ekki í kortunum og bankastjóri Íslandsbanka segist ekki eiga í viðræðum við félagið um fjármögnun. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur skort á upplýsingum geta valdið óróa á markaði en stjórnendur WOW segja tilkynningar að vænta í lok vikunnar. 12. september 2018 19:30