Viðurkennir mistök en segist ekki vera dónakall Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2018 18:30 Bjarni Már Júlíusson var í gær rekinn frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“ MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, segist mjög sleginn yfir þeirri atburðarás sem leitt hafi til starfsloka hans hjá fyrirtækinu. Stjórn Orku náttúrunnar ákvað á fundi sínum í gær að segja Bjarna Má upp störfum. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að eitt tilvik, sem teldist til óviðeigandi hegðunar, hafi leitt til ákvöðrunar stjórnar ON að segja Bjarna Má upp störfum. Eiginkona Einars Bárðarsonar umboðsmanns lauk störfum hjá Orku náttúrunnar á mánudag. Einar sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitunnar, tölvupóst í framhaldinu. Í kjölfar upplýsinga í þeim pósti óskaði Bjarni Bjarnason eftir fundi með Einari sem fram fór í gærmorgun. Í framhaldinu fundaði stjórn Orku náttúrunnar eftir hádegi í gær, ákvað að segja Bjarna Má upp störfum og var honum tilkynnt uppsögnin í gærkvöldi.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og sendi í afdrifaríkum tölvupósti.Viðurkennir að hafa gert mistök Bjarni Már segist hafa gert mistök í samskiptum sínum við kvenundirmenn sína, konur sem hafi verið með honum í keppnisliði í WOW hjólreiðakeppninni. Atvikið sem hann segir forstjóra vísa til snúist um tölvupóst sem hann sendi fyrrnefndum konum í mars síðastliðnum. Hann hafi hjólað nokkrum sinnum í hringum landið. „Í svoleiðis félagsskap skapast sérstök stemmning og aulahúmor.“ Bjarni Már segist hafa lesið frétt á vef Morgunblaðsins sem honum hafi fundist fyndin. Þar sagði að rannsókn hefði sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. „Ég tengdi þetta, fannst fyndið og sendi fréttina á samstarfskonur sem höfðu hjólað með mér,“ segir Bjarni Már. Í póstinum hafi hann hann skrifað „Þetta grunaði mig“ og því fylgdi broskall.Segist ekki vera dónakall Strax daginn eftir hafi hann áttað sig á því að óviðeigandi væri fyrir hann að senda slíkan póst sem yfirmaður kvennanna. „Ég sendi þeim öllum svar og baðst afsökunar á þessum aulahúmor. Hann var alls ekki viðeigandi í ljósi stöðu minnar og ég sá mjög mikið eftir því ásamt öðru ógætilegu orðavali innan um samstarfsfólk. Ég baðst afsökunar á því þegar ég kvaddi starfsfólkið í morgun.“ Hann sé þó ekki sá dónakall sem fólk gæti ætlað af fréttaflutningi í dag. „Mér finnst illt að sitja undir þessum dónakallsstimpli. En ætli ég geti ekki sjálfum mér um kennt.“
MeToo Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40