Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki komin endanleg stærð á skjálftann sökum þess hversu stutt er síðan hann reið yfir. Vakhafandi veðurfræðingur gerði þó ráð fyrir að skjálftinn hefði orðið einhvers staðar í Bláfjöllum en nú er unnið að því að staðsetja hann nákvæmlega, svo og mæla stærðina.
Sjálfvirk mæling á vef Veðurstofunnar segir skjálftann hafa verið 3,5 að stærð. Þá er tímastimpillinn settur 20:17 og staðsetning 5,7 km suður af Bláfjallaskála.
Hér að neðan má svo sjá nokkra samfélagsmiðlanotendur verða skjálftans varir.
Uppfært klukkan 21:20:
Skjálftinn var 4,1 að stærð um 6 kílómetra suður af Bláfjöllum. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu og engin merki eru um gosóróa, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Margar tilkynningar hafa borist um að skjálftinn hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru skjálftarnir á þekktu jarðskjálftasvæði en síðast mældist stór skjálfti á svæðinu þann 17. júní 2000. Sá var 5 að stærð.
var jarðskjálfti áðan eða er ég farinn að hristast ?? eða kannski bæði ?
— dóri Sævarsson (@halldoringi) September 13, 2018
Jarðskjálfti!
— Sigrun (@Sigrun_Br) September 13, 2018