Sænskur landsliðsmaður segir kynlífsmyndbandið ekki vera af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 13:00 Martin Olsson. Vísir/Getty Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar? Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins. SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson. „Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.TRÄDER FRAM. Martin Olsson anklagas för att ha skickat en sexfilm - nu ger han sin version: ”Jag är förbannad och besviken”https://t.co/rZRRCPcK4Qpic.twitter.com/qO3TvD5WOA — SportExpressen (@SportExpressen) September 13, 2018Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla. „Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.Martin Olsson anklagas för att ha skickat sexfilm: "Någon försöker förstöra för mig"https://t.co/AfU3vnrJhGpic.twitter.com/BrwTGkcqEG — Nyheter24 (@Nyheter24) September 13, 2018„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson. „Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson. Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum. „Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar? Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins. SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson. „Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.TRÄDER FRAM. Martin Olsson anklagas för att ha skickat en sexfilm - nu ger han sin version: ”Jag är förbannad och besviken”https://t.co/rZRRCPcK4Qpic.twitter.com/qO3TvD5WOA — SportExpressen (@SportExpressen) September 13, 2018Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla. „Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.Martin Olsson anklagas för att ha skickat sexfilm: "Någon försöker förstöra för mig"https://t.co/AfU3vnrJhGpic.twitter.com/BrwTGkcqEG — Nyheter24 (@Nyheter24) September 13, 2018„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson. „Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson. Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum. „Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira