Sænskur landsliðsmaður segir kynlífsmyndbandið ekki vera af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 13:00 Martin Olsson. Vísir/Getty Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar? Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins. SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson. „Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.TRÄDER FRAM. Martin Olsson anklagas för att ha skickat en sexfilm - nu ger han sin version: ”Jag är förbannad och besviken”https://t.co/rZRRCPcK4Qpic.twitter.com/qO3TvD5WOA — SportExpressen (@SportExpressen) September 13, 2018Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla. „Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.Martin Olsson anklagas för att ha skickat sexfilm: "Någon försöker förstöra för mig"https://t.co/AfU3vnrJhGpic.twitter.com/BrwTGkcqEG — Nyheter24 (@Nyheter24) September 13, 2018„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson. „Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson. Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum. „Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Sænski landsliðsmaðurinn Martin Olsson hjá Swansea City er í slæmum málum eftir að það fréttist að hann hafi verið að senda ósæmilegar myndir og myndbönd af sér til kvenna. En eru þessar fréttir sannar? Martin Olsson sjálfur heldur fram sakleysi sínu og veitti Aftonbladet viðtal vegna málsins. SVT sagði fyrst frá því að sænskur knattspyrnumaður hafi sent kynlífsmyndband til konu en hann var þá ekki nafngreindur. Seinna kom í ljós að leikmaðurinn var hinn þrítugi Martin Olsson. „Ég er mjög pirraður og vonsvikinn,“ sagði Martin Olsson við Aftonbladet en konan hefur kært hann til lögreglunnar.TRÄDER FRAM. Martin Olsson anklagas för att ha skickat en sexfilm - nu ger han sin version: ”Jag är förbannad och besviken”https://t.co/rZRRCPcK4Qpic.twitter.com/qO3TvD5WOA — SportExpressen (@SportExpressen) September 13, 2018Olsson heldur fram sakleysi sínu í viðtalinu í Aftonbladet. Hann segir að þarna sé einhver að senda þessar myndir í hans nafni. Konan sagðist hafa fengið myndband af manni að fróa sér í gegnum samfélagsmiðla. „Auðvitað er ég mjög pirraður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona gerist. Þessi aðili eða aðilar hafa hrellt konur síðustu ár,“ sagði Olsson.Martin Olsson anklagas för att ha skickat sexfilm: "Någon försöker förstöra för mig"https://t.co/AfU3vnrJhGpic.twitter.com/BrwTGkcqEG — Nyheter24 (@Nyheter24) September 13, 2018„Þetta er líka erfitt fyrir þessar konur. Þetta er mjög slæmt fyrir mig ekki síst þar sem ég er blásaklaus,“ sagði Olsson. „Þetta er mjög sorglegt þegar ég hugsa til þess að margt ungt fólk lítur upp til mín og til sænska landsliðsins. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd,“ sagði Olsson. Olsson segist margoft hafa verið fórnarlamd aðila sem stela nafni hans og búa til falska reikninga á samfélagsmiðlum. „Þetta er alltaf að gerast. Um leið og ég læt loka einum þá poppar annar upp. Ég veit ekki hvort að þetta séu sömu aðilar eða ekki. Núna hefur þetta hins vegar gengið alltof langt,“ sagði Olsson.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira