ESB lært af íslenska hruninu að mati Geirs Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. september 2018 11:34 Geir H. Haarde ræddi við Bloomberg-fréttastofuna í gær. Vísir Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Hann telur að áhættumati hafi verið ábótavant „á mörgum stigum“ og að margir geti horft til baka og viðurkennt að þeir hefðu mátt gera betur á misserunum fyrir fall bankanna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Geir, sem tekið var í gærkvöld. Þar ræddi hann um lærdóm Íslendinga af falli bankakerfisins fyrir hartnær áratug. Geir sagði að margt hafi breyst til hins betra á árunum sem liðin eru, þar með talið regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi. Hann telur að sambandið hafi lært mikið af reynslu Íslendinga, þá ekki síst að verja skuli sparifjáreigendur í sambærilegum skakkaföllum. Íslensk stjórnvöld hafi veitt sparifjáreigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa eftir fall bankanna og telur Geir að Evrópusambandið horfi nú sambærilegra ráðstafana. Talið barst þá að Landsdómsmálinu, þar sem Geir var sakfelldur í einum ákærulið, og var hann spurður hvar hann teldi að ábyrgðin lægi þegar bankar væru keyrðir í þrot. Geir segir að réttast væri að draga stjórnendur bankanna sjálfra til ábyrgðar fyrir mistök sín og lögbrot - rétt eins og eigi við í tilfelli allar annarra sem brjóti af sér. Það hafi verið gert á Íslandi þar sem bankatopparnir hafi sætt fangelsisvist. Það sé þó undir dómskerfum ríkjanna að meta hvað skuli gera í hverju tilfelli fyrir sig. Íslenskt efnahagslíf hefur kólnað á síðustu vikum, sem hefur ekki síst birst í gengisfalli krónunnar og meðfylgjandi inngripi Seðlabanka Íslands. Geir var ekki tilbúinn að fallast á fullyrðingu spyrilsins um að þetta væri til marks um niðursveiflu eða að annað hrun væri handan við hornið. Það hafi lengi legið fyrir að gengi krónunnar hafi verið ofmetið, sem hafi gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir. Íslendingar hafi á síðustu árum fjölgað undirstöðuatvinnugreinum sem auðveldar íslensku efnahagslífi að takast á við óvissu í einni útflutningsgrein. Það sé þó alltaf hætta á gengi lítilla, sjálfstæðra gjaldmiðla sveiflist eitthvað. Viðtal Bloomberg við Geir má sjá hér að neðan Efnahagsmál Evrópusambandið Hrunið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00 Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39 Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Íslendingar hafi mögulega lagt of mikið traust á evrópskt regluverk í aðdraganda fjármálahrunsins á Íslandi árið 2008. Hann telur að áhættumati hafi verið ábótavant „á mörgum stigum“ og að margir geti horft til baka og viðurkennt að þeir hefðu mátt gera betur á misserunum fyrir fall bankanna. Þetta er meðal þess sem kom fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Geir, sem tekið var í gærkvöld. Þar ræddi hann um lærdóm Íslendinga af falli bankakerfisins fyrir hartnær áratug. Geir sagði að margt hafi breyst til hins betra á árunum sem liðin eru, þar með talið regluverk Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi. Hann telur að sambandið hafi lært mikið af reynslu Íslendinga, þá ekki síst að verja skuli sparifjáreigendur í sambærilegum skakkaföllum. Íslensk stjórnvöld hafi veitt sparifjáreigendum forgang fram yfir aðra kröfuhafa eftir fall bankanna og telur Geir að Evrópusambandið horfi nú sambærilegra ráðstafana. Talið barst þá að Landsdómsmálinu, þar sem Geir var sakfelldur í einum ákærulið, og var hann spurður hvar hann teldi að ábyrgðin lægi þegar bankar væru keyrðir í þrot. Geir segir að réttast væri að draga stjórnendur bankanna sjálfra til ábyrgðar fyrir mistök sín og lögbrot - rétt eins og eigi við í tilfelli allar annarra sem brjóti af sér. Það hafi verið gert á Íslandi þar sem bankatopparnir hafi sætt fangelsisvist. Það sé þó undir dómskerfum ríkjanna að meta hvað skuli gera í hverju tilfelli fyrir sig. Íslenskt efnahagslíf hefur kólnað á síðustu vikum, sem hefur ekki síst birst í gengisfalli krónunnar og meðfylgjandi inngripi Seðlabanka Íslands. Geir var ekki tilbúinn að fallast á fullyrðingu spyrilsins um að þetta væri til marks um niðursveiflu eða að annað hrun væri handan við hornið. Það hafi lengi legið fyrir að gengi krónunnar hafi verið ofmetið, sem hafi gert útflutningsgreinunum erfitt fyrir. Íslendingar hafi á síðustu árum fjölgað undirstöðuatvinnugreinum sem auðveldar íslensku efnahagslífi að takast á við óvissu í einni útflutningsgrein. Það sé þó alltaf hætta á gengi lítilla, sjálfstæðra gjaldmiðla sveiflist eitthvað. Viðtal Bloomberg við Geir má sjá hér að neðan
Efnahagsmál Evrópusambandið Hrunið Tengdar fréttir Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00 Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39 Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn afgerandi í því að sýkna ríkið í Landsdómsmálinu Málsmeðferð íslenska ríkisins í aðdraganda Landsdómsmálsins og meðan á því stóð uppfyllti kröfur Mannréttindasáttmála Evrópu. Fyrrverandi forsætisráðherra taldi að brotið hefði verið gegn tveimur greinum sáttmálans. 24. nóvember 2017 07:00
Wall Street Journal rifjar upp hlut Geirs Haarde í hruninu Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, er í viðtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal í dag. 20. apríl 2018 20:39
Vilja að þingið álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun Fimmtán þingmenn þriggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum og að þeir verði beðnir afsökunar. 6. apríl 2018 16:37
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00