Umfjöllun og viðtöl: KA 31-20 Haukar | Nýliðarnir léku sér að lánlausum Haukum Jón Ágúst Eyjólfsson í KA-heimilinu skrifar 15. september 2018 20:45 vísir/ernir Nýliðar KA fóru illa með Hauka og unnu sannfærandi 11 marka sigur í dag, 31 – 20. Sigurinn lyftir KA mönnum í efsta sæti deildarinnar, að minnsta kosti um stundarsakir. KA menn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu með fjórum mörkum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 8 – 4. Varnarleikur heimamanna var til fyrirmyndar og fundu gestirnir ansi fáar glufur á 3-2-1 vörn KA. Í þau fáu skipti sem Haukum tókst að brjóta vörn KA á bak aftur var maður að nafni Jovan Kukobat í markinu og hann var heldur betur í stuði í fyrri hálfleik. Hann varði 17 skot í fyrri hálfleik og þar af voru þrjú af vítapunktinum. KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 13 – 9. Í síðari háfleik bættu KA menn einfaldlega í og juku forskotið jafnt og þétt. Þegar átta mínútur höfðu liðið af seinni hálfleik var staðan orðin 17 – 10 og Gunnar Magnússon tók leikhlé. Áhrif leikhlésins voru að öllum líkindum ekki þau sem að Gunnar hafði vonað því KA menn héldu einfaldlega áfram að bæta í og náðu 10 marka forystu. Fór svo að nýliðar KA sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu sannfærandi 31 – 20. Frábær leikur heimamanna sem voru dyggilega studdir af sínu fólki á pöllunum í dag.Afhverju unnu KA menn?KA menn mættu tilbúnir í slaginn og mættu Haukunum af fullu afli frá upphafi leiks. Haukarnir áttu fá svör við sóknarleik KA manna en á sama tíma virtust heimamenn með svör við öllum aðgerðum gestanna.Hvað gekk illa?Leikmenn Hauka áttu í miklu basli með að brjóta vörn heimamanna á bak aftur, eins og fram hefur komið, og ekki síst reyndist Jovan Kukobat þeim erfiður ljár í þúfu.Hverjir stóðu upp úr?Títt nefndur Jovan var að öðrum ólöstuðum helsta ástæða þess að KA menn leiddu í hálfleik. Þrátt fyrir að af honum hafi dregið í síðari hálfleik lauk hann leik með 23 varin skot, þar af fjögur vítaskot og 56% markvörslu. Sóknarlega voru það þeir Áki Egilsnes og Jón Heiðar Sigurðsson sem báru af. Áki skilaði níu mörkum og Jón Heiðar sex, ásamt því að stýra leik KA manna eins og herforingi.Hvað gerist næst?Í næstu umferð sækja KA menn Framara heim í Safamýrina og Haukar fá Akureyri handboltafélag í heimsókn í Schenkerhöllina. Báðir þessir leikir fara fram næst komandi laugardag, 22. september. Stefán: Sama hvað Haukarnir reyndu, við sáum við þvíStefán Árnason, þjálfari KA, var að vonum sáttur í leikslok. ,,Þessi úrslit eru náttúrulega eitthvað sem við létum okkur ekki einu sinni dreyma um fyrir leikinn en við ætluðum að vinna þá og selja okkur dýrt á okkar heimavelli“. Stefán sagði jafnframt að ,,við getum verið hrikalega ánægðir með okkar spilamennsku, vörnina, sóknina, agann, skynsemina og ekki síður fólkið okkar í stúkunni sem er alveg ótrúlega mikilvægt í svona leik.“ KA menn mættu Haukasókninni framarlega hér í dag og spiluðu 3-2-1 vörn. Stefán sagði upplegg dagsins hafi verið að taka á móti Haukunum af krafti og bætti því við að ,,við ætluðum umfram allt að spila vel. Haukarnir eru náttúrulega með alveg fyrnarsterkt lið og við ætluðum bara að reyna að halda þeim í skefjum,“ sagði Stefán. Hann sagði jafnframt að markmið dagsins hafi verið að reyna eftir fremsta megni að spila góða vörn og agaðan sóknarleik og sjá hvort að það myndi ekki duga til sigurs. Stefán og hans menn virtust hafa svör við öllum aðgerðum Haukanna hér í dag og leit út fyrir að þar hefðu menn unnið sína heimavinnu. Stefán sagði að vissulega hefðu þeir farið yfir leik Haukanna en bætti svo við að ,,strákarnir voru bara svo tilbúnir í leikinn. Það voru allir tilbúnir í verkefnið og sama hvað Haukarnir reyndu þá sáum við bara við því“. Stefán sagði sigurinn í dag vera sigur liðsheildarinnar. ,,Alveg sama hvort það var vörn eða sókn eða markvarsla þá var þetta bara okkar dagur og það skóp þennan sigur.“ KA menn hafa unnið fyrstu tvo leiki vetrarins og er það kannski þvert á allar spár, sem vissulega eru gerðar til gamans fyrir mót. Stefán segir sína menn ætla að afsanna allar spár um fall og að markmiðið sé að halda sér í deildinni. ,,Þó við séum komnir með fjögur stig þá er mikið verk fyrir höndum og við þurfum töluvert fleiri stig en þetta ef við ætlum að halda okkur uppi,“ sagði Stefán og bætti við að ,,það er alveg klárt og ég vona að strákarnir séu farnir að sjá það við erum með lið sem er að sýna að það eigi heima í efstu deild.“ Gunnar Magnússon: Frammistaða okkar í dag ekki boðlegÞjálfari Hauka, Gunnar Magnússon, var að vonum niðurlútur eftir afhroð sinna manna gegn KA í dag. ,,Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn var hrikaleg vonbrigði, bara engan veginn klárir í baráttuna hérna fyrir norðann,“ sagði Gunnar og bætti við að ,,hann (Jovan) byrjar að verja allt sem kemur á markið og við höndlum það illa og brotnum og við urðum okkur bara til skammar.“ ,,Við vorum búnir að fara vel yfir þá og vissum hvernig þeir kæmu hérna og bara hrós á þá, þeir spiluðu frábærlega og voru betri en við á öllum sviðum,“ sagði Gunnar og bætti við að hans menn hefðu vitað hvað biði þeirra hér í dag og sagði jafnframt að ,,við náðum bara ekki að jafna baráttuna þeirra og mættum ekki klárir í byrjun, lendum í mótlæti og náum aldrei takti í kjölfarið, vorum bara arfa slakir.“ Gunnar sagði það vissulega vonbrigði að hafa einungis náð í eitt stig úr fyrstu tveimur umferðum vetrarins en sagði þó leikinn gegn FH alls ekki hafa verið slakann. ,,Frammistaðan hér í dag, ég tek ekkert af KA, en frammistaða okkar hér í dag er bara ekki boðleg,“ sagði Gunnar að lokum. Jón Heiðar: Stoltur af liðinuMiðjumaður KA, Jón Heiðar Sigurðsson, átti flottan leik í dag og var að vonum sáttur í leikslok. ,,Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og ógeðslega ánægður með að hafa tekið Haukana hérna heima, hvað þá með 11 mörkum,“ sagði Jón Heiðar og sömuleiðis að allir leikmenn KA hefðu haft trú á verkefninu í dag. ,,Þegar áhorfendurnir eru í þessum ham er líka ansi erfitt að eiga við okkur,“ bætti Jón Heiðar við. Jón Heiðar sagði þjálfara sína, þá Stefán og Heimi, hafa lagt leikinn vel upp í vikunni sem leið og hafi ákveðið að spila 3-2-1 í leiknum í dag. ,,Við erum með menn sem er ömurlegt að sækja á, það er eitthvað sem maður þekkir sjálfur af æfingum. Það er óþolandi að mæta mönnum eins og Daða, Danna og Degi og Haukarnir fengu að kynnast því í dag,“ sagði Jón Heiðar. Jón Heiðar lék ansi vel í dag og skilaði mörkum og stoðsendingum, auk þess að stýra sóknarleik sinna manna vel. ,,Það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en að vera í KA heimilinu og ekkert sem ég elska meira en KA held ég,“ sagði Jón Heiðar og bætti við hversu mikin aukakraft áhorfendur gæfu frá sér í þeim ham sem þeir voru í dag. ,,Þetta er svona eins og Jovan 2013 á sterum“ sagði Jón Heiðar þegar hann var spurður út í frammistöðu markvarðar síns í leiknum í dag. ,,Hann var bara í ruglinu, með 71% markvörslu í fyrri hálfleik,“ sagði Jón Heiðar að lokum. Olís-deild kvenna
Nýliðar KA fóru illa með Hauka og unnu sannfærandi 11 marka sigur í dag, 31 – 20. Sigurinn lyftir KA mönnum í efsta sæti deildarinnar, að minnsta kosti um stundarsakir. KA menn hófu leikinn af miklum krafti og leiddu með fjórum mörkum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður, 8 – 4. Varnarleikur heimamanna var til fyrirmyndar og fundu gestirnir ansi fáar glufur á 3-2-1 vörn KA. Í þau fáu skipti sem Haukum tókst að brjóta vörn KA á bak aftur var maður að nafni Jovan Kukobat í markinu og hann var heldur betur í stuði í fyrri hálfleik. Hann varði 17 skot í fyrri hálfleik og þar af voru þrjú af vítapunktinum. KA leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 13 – 9. Í síðari háfleik bættu KA menn einfaldlega í og juku forskotið jafnt og þétt. Þegar átta mínútur höfðu liðið af seinni hálfleik var staðan orðin 17 – 10 og Gunnar Magnússon tók leikhlé. Áhrif leikhlésins voru að öllum líkindum ekki þau sem að Gunnar hafði vonað því KA menn héldu einfaldlega áfram að bæta í og náðu 10 marka forystu. Fór svo að nýliðar KA sigldu sigrinum örugglega í hús og unnu sannfærandi 31 – 20. Frábær leikur heimamanna sem voru dyggilega studdir af sínu fólki á pöllunum í dag.Afhverju unnu KA menn?KA menn mættu tilbúnir í slaginn og mættu Haukunum af fullu afli frá upphafi leiks. Haukarnir áttu fá svör við sóknarleik KA manna en á sama tíma virtust heimamenn með svör við öllum aðgerðum gestanna.Hvað gekk illa?Leikmenn Hauka áttu í miklu basli með að brjóta vörn heimamanna á bak aftur, eins og fram hefur komið, og ekki síst reyndist Jovan Kukobat þeim erfiður ljár í þúfu.Hverjir stóðu upp úr?Títt nefndur Jovan var að öðrum ólöstuðum helsta ástæða þess að KA menn leiddu í hálfleik. Þrátt fyrir að af honum hafi dregið í síðari hálfleik lauk hann leik með 23 varin skot, þar af fjögur vítaskot og 56% markvörslu. Sóknarlega voru það þeir Áki Egilsnes og Jón Heiðar Sigurðsson sem báru af. Áki skilaði níu mörkum og Jón Heiðar sex, ásamt því að stýra leik KA manna eins og herforingi.Hvað gerist næst?Í næstu umferð sækja KA menn Framara heim í Safamýrina og Haukar fá Akureyri handboltafélag í heimsókn í Schenkerhöllina. Báðir þessir leikir fara fram næst komandi laugardag, 22. september. Stefán: Sama hvað Haukarnir reyndu, við sáum við þvíStefán Árnason, þjálfari KA, var að vonum sáttur í leikslok. ,,Þessi úrslit eru náttúrulega eitthvað sem við létum okkur ekki einu sinni dreyma um fyrir leikinn en við ætluðum að vinna þá og selja okkur dýrt á okkar heimavelli“. Stefán sagði jafnframt að ,,við getum verið hrikalega ánægðir með okkar spilamennsku, vörnina, sóknina, agann, skynsemina og ekki síður fólkið okkar í stúkunni sem er alveg ótrúlega mikilvægt í svona leik.“ KA menn mættu Haukasókninni framarlega hér í dag og spiluðu 3-2-1 vörn. Stefán sagði upplegg dagsins hafi verið að taka á móti Haukunum af krafti og bætti því við að ,,við ætluðum umfram allt að spila vel. Haukarnir eru náttúrulega með alveg fyrnarsterkt lið og við ætluðum bara að reyna að halda þeim í skefjum,“ sagði Stefán. Hann sagði jafnframt að markmið dagsins hafi verið að reyna eftir fremsta megni að spila góða vörn og agaðan sóknarleik og sjá hvort að það myndi ekki duga til sigurs. Stefán og hans menn virtust hafa svör við öllum aðgerðum Haukanna hér í dag og leit út fyrir að þar hefðu menn unnið sína heimavinnu. Stefán sagði að vissulega hefðu þeir farið yfir leik Haukanna en bætti svo við að ,,strákarnir voru bara svo tilbúnir í leikinn. Það voru allir tilbúnir í verkefnið og sama hvað Haukarnir reyndu þá sáum við bara við því“. Stefán sagði sigurinn í dag vera sigur liðsheildarinnar. ,,Alveg sama hvort það var vörn eða sókn eða markvarsla þá var þetta bara okkar dagur og það skóp þennan sigur.“ KA menn hafa unnið fyrstu tvo leiki vetrarins og er það kannski þvert á allar spár, sem vissulega eru gerðar til gamans fyrir mót. Stefán segir sína menn ætla að afsanna allar spár um fall og að markmiðið sé að halda sér í deildinni. ,,Þó við séum komnir með fjögur stig þá er mikið verk fyrir höndum og við þurfum töluvert fleiri stig en þetta ef við ætlum að halda okkur uppi,“ sagði Stefán og bætti við að ,,það er alveg klárt og ég vona að strákarnir séu farnir að sjá það við erum með lið sem er að sýna að það eigi heima í efstu deild.“ Gunnar Magnússon: Frammistaða okkar í dag ekki boðlegÞjálfari Hauka, Gunnar Magnússon, var að vonum niðurlútur eftir afhroð sinna manna gegn KA í dag. ,,Hugarfarið sem við komum með inn í leikinn var hrikaleg vonbrigði, bara engan veginn klárir í baráttuna hérna fyrir norðann,“ sagði Gunnar og bætti við að ,,hann (Jovan) byrjar að verja allt sem kemur á markið og við höndlum það illa og brotnum og við urðum okkur bara til skammar.“ ,,Við vorum búnir að fara vel yfir þá og vissum hvernig þeir kæmu hérna og bara hrós á þá, þeir spiluðu frábærlega og voru betri en við á öllum sviðum,“ sagði Gunnar og bætti við að hans menn hefðu vitað hvað biði þeirra hér í dag og sagði jafnframt að ,,við náðum bara ekki að jafna baráttuna þeirra og mættum ekki klárir í byrjun, lendum í mótlæti og náum aldrei takti í kjölfarið, vorum bara arfa slakir.“ Gunnar sagði það vissulega vonbrigði að hafa einungis náð í eitt stig úr fyrstu tveimur umferðum vetrarins en sagði þó leikinn gegn FH alls ekki hafa verið slakann. ,,Frammistaðan hér í dag, ég tek ekkert af KA, en frammistaða okkar hér í dag er bara ekki boðleg,“ sagði Gunnar að lokum. Jón Heiðar: Stoltur af liðinuMiðjumaður KA, Jón Heiðar Sigurðsson, átti flottan leik í dag og var að vonum sáttur í leikslok. ,,Ég er gríðarlega stoltur af liðinu og ógeðslega ánægður með að hafa tekið Haukana hérna heima, hvað þá með 11 mörkum,“ sagði Jón Heiðar og sömuleiðis að allir leikmenn KA hefðu haft trú á verkefninu í dag. ,,Þegar áhorfendurnir eru í þessum ham er líka ansi erfitt að eiga við okkur,“ bætti Jón Heiðar við. Jón Heiðar sagði þjálfara sína, þá Stefán og Heimi, hafa lagt leikinn vel upp í vikunni sem leið og hafi ákveðið að spila 3-2-1 í leiknum í dag. ,,Við erum með menn sem er ömurlegt að sækja á, það er eitthvað sem maður þekkir sjálfur af æfingum. Það er óþolandi að mæta mönnum eins og Daða, Danna og Degi og Haukarnir fengu að kynnast því í dag,“ sagði Jón Heiðar. Jón Heiðar lék ansi vel í dag og skilaði mörkum og stoðsendingum, auk þess að stýra sóknarleik sinna manna vel. ,,Það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra en að vera í KA heimilinu og ekkert sem ég elska meira en KA held ég,“ sagði Jón Heiðar og bætti við hversu mikin aukakraft áhorfendur gæfu frá sér í þeim ham sem þeir voru í dag. ,,Þetta er svona eins og Jovan 2013 á sterum“ sagði Jón Heiðar þegar hann var spurður út í frammistöðu markvarðar síns í leiknum í dag. ,,Hann var bara í ruglinu, með 71% markvörslu í fyrri hálfleik,“ sagði Jón Heiðar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti