Eðlilegir bólfélagar segir Ingibjörg um samrunann Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 "Fólk sem lifir lífinu, hugsar um fjölskyldu sína, það sýnir betri færni í að leysa verkefni,“ segir Ingibjörg. Ímyndin um blaðamanninn sem harkar af sér fram á ystu brún sé fallin úr gildi. Tilotta/CNN Vinnudagur Ingibjargar Þórðardóttur, ritstjóra stafrænna teyma CNN í heiminum, liggur aldrei ljós fyrir. Hann er svo sannarlega ekki frá níu til fimm og vinnustaðurinn ekki bundinn við starfsstöð hennar í London heldur teygir anga sína um allan heim, til dæmis til Hong Kong, Lagos í Nígeríu, Abu Dhabi og New York. Hún stýrir um 50-60 manna fréttateymi sem hefur það verkefni að fjalla um mannlíf, íþróttir og fréttir víðs vegar um heiminn. Þegar blaðamaður ræðir við Ingibjörgu er hún á skrifstofu fréttastöðvarinnar í London, vinnudeginum brátt að ljúka og hún segist brátt ætla að tygja sig heim til fjölskyldunnar.Gott fordæmi á skrifstofunni Vinnuvikan er annasöm hjá Ingibjörgu og fréttateymi hennar. Hvirfilbyljir stefna til Bandaríkjanna, Filippseyja og Kína. „Við höfum áhyggjur af því að byljirnir geri mikinn óskunda. Við höfum einnig verið að fylgjast með stjórnmálaástandi í Ungverjalandi og birtum stórar fréttir í vikunni um það. Austurblokkin í Evrópu, þetta eru stórfréttir. Trump er auðvitað alltaf í bakgrunninum og svo eru ráðamenn í Rússlandi með sína stærstu heræfingu síðan í kalda stríðinu,“ segir Ingibjörg um verkefnin. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir stjórnendur að sýna gott fordæmi og fara af skrifstofunni á skikkanlegum tíma. Ég vinn stundum heima ef ég þarf þess nauðsynlega, en þegar ég sendi starfsfólki mínu tölvupóst utan vinnutíma þá tek ég skýrt fram að honum þurfi ekki að svara fyrr en á næsta vinnudegi. Það er mikilvægt að fólk mæti með fulla starfsorku til vinnu og gæti að heilbrigði sínu. Það þarf að nærast, hvílast og sinna fjölskyldu sinni,“ segir Ingibjörg sem segir það reynslu sína að starfsfólk sem gæti að þessu jafnvægi inni miklu betri vinnu af hendi. Blaðamannsstarfið sé krefjandi. „Fólk sem lifir lífinu, hugsar um fjölskyldu sína, það sýnir betri færni í að leysa verkefni,“ segir hún og segir gömlu ímyndina um blaðamanninn sem harkar af sér fram á ystu brún löngu fallna úr gildi. „Í svona krefjandi starfi er nauðsynlegt að finna sér jafnvægi. Fyrsta árið hér á CNN vann ég allt of mikið. Ég var í ákveðnu uppbyggingarstarfi og því var það kannski nauðsynlegt. Smám saman gefst færi á því að finna betra jafnvægi. Ég skipti deginum upp. Ef það er mikið að gera í Asíu þá vakna ég fyrr og hætti fyrr. Ég reyni að búta vinnuna niður, hitta vini í hádegishléi. En auðvitað koma dagar inn á milli þar sem eru strangar vinnulotur en þá held ég samt í þá reglu mína að sýna gott fordæmi. Ég ætlast ekki til þess af starfsfólki mínu að það gefi allt frá sér í starfið.“Konur eru ekki átakafælnar Ingibjörg bjó hvað lengst í Fossvogshverfi þegar hún var að alast upp. Hún lauk grunnskólanámi við Hvassaleitisskóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf 1992. Hún tók meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum við University College háskóla í London og hóf störf hjá BBC skömmu eftir útskrift. Hún skrifaði um Margaret Thatcher í lokaritgerð sinni. „Mig langaði til þess að fjalla um konur í valdastöðum og fór að leita að því hvaða konur væri áhugavert að fjalla um. Margaret var ein af þeim fyrstu til að gegna valdamikilli stöðu í stóru landi. Hún er lífseig, mýtan um að konur forðist átök. Margaret forðaðist ekki átök. Hún fór í stríð! En Margaret gerði það með því að spila sama leik og karlar gerðu. Það var nauðsynlegt á hennar tíma en ekki lengur. Ég held það sé algjör mýta að konur séu átakafælnar. Þær eru alls ekki hræddar við að takast á við erfið mál en nálgun kvenna er öðruvísi í mörgum tilfellum en það gerir hana ekki síður áhrifaríka,“ segir Ingibjörg sem vissi ekki þegar hún skrifaði um Margaret að hún ætti sjálf eftir að brjótast í gegnum glerþakið í karlaheimi fjölmiðla í Bretlandi.„Það verður alltaf þörf fyrir fréttir en fólk mun nálgast þær öðruvísi,“ segir Ingibjörg.MYND/SARAH TILOTTA/CNNFarsæll ferill hjá BBC Hún átti eftir að starfa í 15 ár hjá miðlinum og komast til áhrifa. Hún varð ritstjóri fréttavefsíðu BBC. Þar stýrði hún fréttavali og teymi fréttamanna vefmiðilsins. Seinna varð hún einn ritstjóri alþjóðafrétta stafrænna miðla hjá BBC. Hún var ein af fáum konum sem gegndu stöðu yfirmanns í deildinni. Árið 2015 var Ingibjörg ráðin til CNN og í janúar á þessu ári varð hún ritstjóri stafrænna teyma á alþjóðavísu. „Ég byrjaði strax á ríkismiðlinum, sem er tiltölulega óalgengt. Ég fékk fyrst þriggja mánaða reynslutíma og byrjaði hjá BBC World en flutti mig svo yfir í breska hlutann. Það var mjög stórt skref fyrir mig. Því auðvitað ólst ég ekki upp í Bretlandi, það er svo margt sem fæst með því að alast upp og hrærast í menningunni. Því var mér sýnt ákveðið traust. Ég flutti mig svo þaðan yfir á stafrænu miðlana.“Sérhæfð í stríðsátökum Eiginmaður Ingibjargar heitir Chuck Nwosu og starfaði með henni á BBC. „Hann var einn af þeim fyrstu sem ég hitti í vinnunni. Við höfum eiginlega verið saman frá því að við kynntumst. Hann er fæddur í Nígeríu en flutti til Bretlands sex ára gamall. Við eignuðumst börnin okkar tvö fyrst og giftum okkur fyrir níu árum,“ segir hún. Ingibjörg sérhæfði sig í alþjóðlegum stríðsátökum og fór víða til fréttaöflunar í þeim málaflokki á átakasvæði. „Það var eftirminnilegt fyrir mig að vera í Beirút í hörðum stríðsátökum. Ég kynntist því vel hvernig það er að lifa á stríðssvæði og dvaldi þar með blaðamönnum BBC í tvo mánuði. Þar var sprengt á hverri nóttu. Ég var einnig með blaðamönnum BBC í New York um tíma eftir árásirnar á tvíburaturnana þann 11. september. Þegar þar voru teknar ákvarðanir um stríð. Minningar frá þeim tíma eru sterkar. Mér fannst líka erfitt að koma heim til Íslands eftir hrunið 2008. Það er allt erfiðara sem stendur manni nærri og mér fannst erfiðara að vera hlutlaus þegar ég var að tala um fréttir af hruninu,“ segir Ingibjörg frá.Féll fyrir London Ingibjörg segist njóta þess besta frá Bretlandi og Íslandi. „Ég féll fyrir borginni. Mér hefur liðið vel í London frá því ég kom hingað fyrst í nám. Ég fann strax hvað ég hafði mikla möguleika hér. Þar sem ég bý er rólegt. Eiginlega bara eins og í litlu þorpi. Ég get alveg sleppt því að fara niður í bæ ef ég er ekki að vinna. Og mér finnst yndislegt að ala upp börn hér. Þau fá að upplifa frelsið á Íslandi þegar þau fara þangað í heimsóknir og á sumrin. Tala reiprennandi íslensku og hafa mikil og góð tengsl þangað. En fá svo líka að njóta möguleikanna í London. Það er eiginlega alveg sama hvað þau eru að læra um í skólanum, það er til safn um það,“ segir Ingibjörg og hlær. „Bara Íslendingur áttar sig á því hvað það er frábært. Það er einhvern veginn allt í seilingarfjarlægð,“ segir hún. „Við njótum þess besta úr báðum heimum. Börnin mín eru nýkomin úr ferð til Íslands, þau dvelja þar oft á sumrin hjá ömmu og afa. Og ég er nú alltaf með annan fótinn þar.“Facebook hnignandi Ingibjörg er reyndar væntanleg til landsins strax í næstu viku. „Ég held erindi á haustráðstefnu Advania um trúverðugleika og fréttaflutning. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú fyrir fjölmiðla að marka sér skýra stefnu og elta ekki síbreytilegar dreifingarleiðir,“ segir hún og tekur dæmi af Facebook sem hnignandi dreifingarleið frétta. „Ég ætla að deila sýn minni á þetta óreiðukennda umhverfi og stefnu CNN í þessum efnum,“ segir Ingibjörg en ráðstefnan fer fram á föstudaginn í næstu viku. „Traust er mikilvægara en nokkru sinni áður,“ segir Ingibjörg. „Á sama tíma hafa fjölmiðlar ekki fullkomna stjórn á því hvernig upplýsingum er dreift. Við þurfum að berjast gegn falsfréttum sem dreifast með ógnarhraða á netinu. Miklu hraðar en alvöru fréttir því á ritstjórn þarf að fara í gegnum ritstjórnarferli, sem getur tekið tíma. Það þarf að sannreyna fréttir, það er það sem greinir fréttir frá upplýsingum eða falsfréttum, það þarf að skoða fleiri en eina hlið málsins. Það má aldrei taka neinu sem gefnu. Það er sama hvaðan það kemur. Hvort það kemur frá æðstu valdamönnum heims, stjórnvöldum, vinum. Það má aldrei gefa afslátt af gæðum og heilindum. Blaðamenn mega aldrei vera hræddir við að spyrja einfaldra spurninga. Þeir eiga að efast og gagnrýna, mega aldrei láta hafa áhrif á sig. Og þó að við eigum að vera vakandi fyrir nýjungum, skoða hvernig almenningur leitar frétta þá megum við ekki eltast í sífellu við allt nýtt. Þá missum við fókusinn og þessa langtímasýn sem verður alltaf að vera til staðar,“ segir Ingibjörg. „Ég er auðvitað tiltölulega nýtekin við þessu starfi hjá CNN og hef verið í uppbyggingarstarfi hvað varðar reksturinn. Ég er spennt fyrir möguleikum stafrænnar miðlunar, hún hefur aldrei verið flóknari. Og aldrei áhugaverðari, ef út í það er farið,“ bætir hún við. Hún segist ekki hugsa sér til hreyfings úr hringiðu fjölmiðla. „Ég er hins vegar óhrædd við að skipta um starf og starfsumhverfi, það fylgir starfinu. Ég hef einnig öðlast mikla reynslu í stjórnun og krefjandi verkefnum og því að umbylta rekstri og starfsemi innan fyrirtækja,“ segir Ingibjörg. „Stundum sakna ég þess að vera á gólfinu, í hringiðu alls. Þegar stórfréttir rata inn á ritstjórnina þá hleyp ég inn á gólf,“ segir hún og segir þessi viðbrögð munu fylgja sér. Hún sé blaðamaður í hjartanu.Eðlilegir bólfélagar Ólafur Jóhann Ólafsson, sem gegndi stöðu aðstoðarforstjóra Time Warner fyrir þá ákvörðun alríkisdómstóls í Washington að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner, sagði í viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári að almenningur gengi í raun kaupum og sölum. Kapítalísku risarnir græddu mest á því að vita sem mest um sem flesta. Nú vinnur Ingibjörg í raun fyrir einn kapítalíska risann því AT&T er nú eigandi CNN.„Fólk sem lifir lífinu, hugsar um fjölskyldu sína, það sýnir betri færni í að leysa verkefni,“ segir Ingibjörg. Ímyndin um blaðamanninn sem harkar af sér fram á ystu brún sé fallin úr gildi. Mynd/Tilotta/CNNHvaða sýn hefur hún á þessa þróun? „Þessi þróun er keyrð áfram af þörf markaðarins til að viðhalda vexti og þó að ég vinni fyrir kapítalískan risa þá get ég sagt að fjölbreytileiki í fjölmiðlum er afar mikilvægur og sérstaklega í fréttum. Ég hef ekkert á móti hægri miðlinum Breitbart sem tekur oft mjög stífan pól í hæðina. Eða dagblaðinu Sun sem hefur einnig mjög ákveðna stefnu sem götublað. Þessir miðlar fara ekki leynt með stefnu sína og hugmyndafræði og eru opnir um sína afstöðu þannig að lesendur vita hverju þeir geta átt von á. Fólk verður að skilja hvernig eigendur geta haft áhrif á stefnu fjölmiðils. Það er hætta á því í dag að fjölmiðlar verði á of fáum höndum og það er mikil krísa í fjármögnun fjölmiðla í heiminum. Það er ekkert skrýtið því samkeppnin við afþreyingu harðnar í sífellu. Ef fréttir CNN ná betur til almennings í kjölfar samrunans þá er það gott. Símafyrirtæki og fjölmiðill eru eðlilegir bólfélagar í dag,“ segir Ingibjörg og bendir á nýlega sameiningu Vodafone við Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hver er munurinn á því að starfa hjá ríkismiðli og „kapítalískum risa“? „Það er mikill menningarmunur. Bandaríkjamenn eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ryðjast áfram. Bretarnir eru rólegri, fastir í að halda fundi og hugsa allt út í öreindir. Fjármögnunin hjá BBC kom auðvitað frá skattgreiðendum en nú vinn ég fyrir fyrirtæki sem er á markaði. Það er allt öðruvísi pressa sem fylgir. Það er óhætt að segja að ég hef meira frelsi, það er minni skriffinnska og fleiri tækifæri til að vera skapandi. Það var það sem ég var að leita eftir,“ segir Ingibjörg.Er þetta ennþá karlaheimur? „Já, þetta er mikill karlaheimur. Það leikur enginn vafi á því. Ég er enn ein fárra kvenna í stjórnunarstöðu. Þótt þeim sé alltaf að fjölga þá mun taka tíma að leiðrétta þennan halla sem hefur varað svo áratugum skiptir. Karlar hafa ráðið fjölmiðlaheiminum og verið ráðnir í stjórnunarstöður og í langan tíma þótti blaðamannsstarfið vera karlastarf. Karlar réðu karla. Fréttamatið var líka öðruvísi,“ segir Ingibjörg sem segir það segja sig sjálft að með jafnara kynjahlutfalli verði fréttamatið gildara. Það endurspegli samfélagið betur. „Við þurfum að nýta vel slagkraftinn sem myndaðist eftir #metoo-byltinguna og eftir harða baráttu um jöfn laun í fjölmiðlum, en þurfum að gæta okkar á bakslaginu. Að pendúllinn fari ekki of hratt til baka. Það er nefnilega mótstaða. Við þurfum fleiri konur á öllum sviðum fjölmiðla. Það þarf að gæta að konum sem eru að koma úr barneignarfríi, gæta að launamismuninum og að setja ekki alla í sama form. Fjölbreytnin er fyrir öllu,“ segir Ingibjörg. „Á CNN fer fram mikil vinna innan fyrirtækisins sem miðar að jöfnum kjörum kynjanna. Ég er vongóð um að innan fimm ára verði hægt að greina töluverðar breytingar,“ segir Ingibjörg.Hvernig líst henni á íslenska fjölmiðla? „Það er stundum hægt að fara of hratt. Gera of mikið. Ég held að margir fjölmiðlar falli í þá gryfju að taka staðhæfingar beint upp frá stjórnvöldum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum og prenta þær. Án þess að tékka, er þetta rétt? Eru staðhæfingarnar réttar? Hafa allir aðilar að málum fengið að tjá sig? Stjórnvöld og fyrirtæki hvar sem er í heiminum hafa tilhneigingu til að fegra staðreyndir og halda sig við sína hlið, sem segir oft ekki alla söguna. Ég held að réttara væri að segja færri fréttir og vinna þær betur. Enn og aftur þá mega blaðamenn ekki vera hræddir eða vilja þóknast. Ef þú ert ekki vel liðinn á meðal stjórnmálamanna vegna þess að þú vinnur starf þitt vel og þér er neitað um viðtal sökum þess, birtu þá frétt um það,“ segir Ingibjörg. „Starf blaðamanna er að hlúa að og styðja lýðræði og gagnsæi í samfélaginu, það byggir upp traust almennings á fréttamennsku.“Og hvernig lítur hún til framtíðar? „Ég held að það verði alltaf þörf fyrir fréttir en fólk mun nálgast þær öðruvísi. Það getur jafnvel breyst yfir nótt hvernig fólk finnur fréttirnar sínar. Ég held það skipti máli að fylgjast með hegðun fólks og hvaða þarfir það hefur. Hvað er til dæmis Netflix fyrir fréttir? Fréttir verða fljótt úreltar. Hvernig er hægt að vinna þær öðruvísi, þannig að virði þeirra verði meira? Hvernig er hægt að auka aðgengi fólks að fréttum? Gera þær notendavænni? Þeim fjölmiðlum sem rata rétta leið í þeim efnum mun vegna vel. En eitt er víst. Gæðaefni ratar alltaf á réttan stað. Í dag er miklu stífari krafa um vandaða rannsóknarvinnu. Það þarf að fara á eftir fréttunum, spyrja og leita,“ segir Ingibjörg og segir þá sem sitja og bíða eftir fréttum í fangið tapa.Fyrirsögn á helgarviðtali Fréttablaðsins við Ingibjörgu Þórðardóttur var breytt þar sem hún var misvísandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Vinnudagur Ingibjargar Þórðardóttur, ritstjóra stafrænna teyma CNN í heiminum, liggur aldrei ljós fyrir. Hann er svo sannarlega ekki frá níu til fimm og vinnustaðurinn ekki bundinn við starfsstöð hennar í London heldur teygir anga sína um allan heim, til dæmis til Hong Kong, Lagos í Nígeríu, Abu Dhabi og New York. Hún stýrir um 50-60 manna fréttateymi sem hefur það verkefni að fjalla um mannlíf, íþróttir og fréttir víðs vegar um heiminn. Þegar blaðamaður ræðir við Ingibjörgu er hún á skrifstofu fréttastöðvarinnar í London, vinnudeginum brátt að ljúka og hún segist brátt ætla að tygja sig heim til fjölskyldunnar.Gott fordæmi á skrifstofunni Vinnuvikan er annasöm hjá Ingibjörgu og fréttateymi hennar. Hvirfilbyljir stefna til Bandaríkjanna, Filippseyja og Kína. „Við höfum áhyggjur af því að byljirnir geri mikinn óskunda. Við höfum einnig verið að fylgjast með stjórnmálaástandi í Ungverjalandi og birtum stórar fréttir í vikunni um það. Austurblokkin í Evrópu, þetta eru stórfréttir. Trump er auðvitað alltaf í bakgrunninum og svo eru ráðamenn í Rússlandi með sína stærstu heræfingu síðan í kalda stríðinu,“ segir Ingibjörg um verkefnin. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir stjórnendur að sýna gott fordæmi og fara af skrifstofunni á skikkanlegum tíma. Ég vinn stundum heima ef ég þarf þess nauðsynlega, en þegar ég sendi starfsfólki mínu tölvupóst utan vinnutíma þá tek ég skýrt fram að honum þurfi ekki að svara fyrr en á næsta vinnudegi. Það er mikilvægt að fólk mæti með fulla starfsorku til vinnu og gæti að heilbrigði sínu. Það þarf að nærast, hvílast og sinna fjölskyldu sinni,“ segir Ingibjörg sem segir það reynslu sína að starfsfólk sem gæti að þessu jafnvægi inni miklu betri vinnu af hendi. Blaðamannsstarfið sé krefjandi. „Fólk sem lifir lífinu, hugsar um fjölskyldu sína, það sýnir betri færni í að leysa verkefni,“ segir hún og segir gömlu ímyndina um blaðamanninn sem harkar af sér fram á ystu brún löngu fallna úr gildi. „Í svona krefjandi starfi er nauðsynlegt að finna sér jafnvægi. Fyrsta árið hér á CNN vann ég allt of mikið. Ég var í ákveðnu uppbyggingarstarfi og því var það kannski nauðsynlegt. Smám saman gefst færi á því að finna betra jafnvægi. Ég skipti deginum upp. Ef það er mikið að gera í Asíu þá vakna ég fyrr og hætti fyrr. Ég reyni að búta vinnuna niður, hitta vini í hádegishléi. En auðvitað koma dagar inn á milli þar sem eru strangar vinnulotur en þá held ég samt í þá reglu mína að sýna gott fordæmi. Ég ætlast ekki til þess af starfsfólki mínu að það gefi allt frá sér í starfið.“Konur eru ekki átakafælnar Ingibjörg bjó hvað lengst í Fossvogshverfi þegar hún var að alast upp. Hún lauk grunnskólanámi við Hvassaleitisskóla og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hún lærði stjórnmálafræði við Háskóla Íslands eftir stúdentspróf 1992. Hún tók meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum við University College háskóla í London og hóf störf hjá BBC skömmu eftir útskrift. Hún skrifaði um Margaret Thatcher í lokaritgerð sinni. „Mig langaði til þess að fjalla um konur í valdastöðum og fór að leita að því hvaða konur væri áhugavert að fjalla um. Margaret var ein af þeim fyrstu til að gegna valdamikilli stöðu í stóru landi. Hún er lífseig, mýtan um að konur forðist átök. Margaret forðaðist ekki átök. Hún fór í stríð! En Margaret gerði það með því að spila sama leik og karlar gerðu. Það var nauðsynlegt á hennar tíma en ekki lengur. Ég held það sé algjör mýta að konur séu átakafælnar. Þær eru alls ekki hræddar við að takast á við erfið mál en nálgun kvenna er öðruvísi í mörgum tilfellum en það gerir hana ekki síður áhrifaríka,“ segir Ingibjörg sem vissi ekki þegar hún skrifaði um Margaret að hún ætti sjálf eftir að brjótast í gegnum glerþakið í karlaheimi fjölmiðla í Bretlandi.„Það verður alltaf þörf fyrir fréttir en fólk mun nálgast þær öðruvísi,“ segir Ingibjörg.MYND/SARAH TILOTTA/CNNFarsæll ferill hjá BBC Hún átti eftir að starfa í 15 ár hjá miðlinum og komast til áhrifa. Hún varð ritstjóri fréttavefsíðu BBC. Þar stýrði hún fréttavali og teymi fréttamanna vefmiðilsins. Seinna varð hún einn ritstjóri alþjóðafrétta stafrænna miðla hjá BBC. Hún var ein af fáum konum sem gegndu stöðu yfirmanns í deildinni. Árið 2015 var Ingibjörg ráðin til CNN og í janúar á þessu ári varð hún ritstjóri stafrænna teyma á alþjóðavísu. „Ég byrjaði strax á ríkismiðlinum, sem er tiltölulega óalgengt. Ég fékk fyrst þriggja mánaða reynslutíma og byrjaði hjá BBC World en flutti mig svo yfir í breska hlutann. Það var mjög stórt skref fyrir mig. Því auðvitað ólst ég ekki upp í Bretlandi, það er svo margt sem fæst með því að alast upp og hrærast í menningunni. Því var mér sýnt ákveðið traust. Ég flutti mig svo þaðan yfir á stafrænu miðlana.“Sérhæfð í stríðsátökum Eiginmaður Ingibjargar heitir Chuck Nwosu og starfaði með henni á BBC. „Hann var einn af þeim fyrstu sem ég hitti í vinnunni. Við höfum eiginlega verið saman frá því að við kynntumst. Hann er fæddur í Nígeríu en flutti til Bretlands sex ára gamall. Við eignuðumst börnin okkar tvö fyrst og giftum okkur fyrir níu árum,“ segir hún. Ingibjörg sérhæfði sig í alþjóðlegum stríðsátökum og fór víða til fréttaöflunar í þeim málaflokki á átakasvæði. „Það var eftirminnilegt fyrir mig að vera í Beirút í hörðum stríðsátökum. Ég kynntist því vel hvernig það er að lifa á stríðssvæði og dvaldi þar með blaðamönnum BBC í tvo mánuði. Þar var sprengt á hverri nóttu. Ég var einnig með blaðamönnum BBC í New York um tíma eftir árásirnar á tvíburaturnana þann 11. september. Þegar þar voru teknar ákvarðanir um stríð. Minningar frá þeim tíma eru sterkar. Mér fannst líka erfitt að koma heim til Íslands eftir hrunið 2008. Það er allt erfiðara sem stendur manni nærri og mér fannst erfiðara að vera hlutlaus þegar ég var að tala um fréttir af hruninu,“ segir Ingibjörg frá.Féll fyrir London Ingibjörg segist njóta þess besta frá Bretlandi og Íslandi. „Ég féll fyrir borginni. Mér hefur liðið vel í London frá því ég kom hingað fyrst í nám. Ég fann strax hvað ég hafði mikla möguleika hér. Þar sem ég bý er rólegt. Eiginlega bara eins og í litlu þorpi. Ég get alveg sleppt því að fara niður í bæ ef ég er ekki að vinna. Og mér finnst yndislegt að ala upp börn hér. Þau fá að upplifa frelsið á Íslandi þegar þau fara þangað í heimsóknir og á sumrin. Tala reiprennandi íslensku og hafa mikil og góð tengsl þangað. En fá svo líka að njóta möguleikanna í London. Það er eiginlega alveg sama hvað þau eru að læra um í skólanum, það er til safn um það,“ segir Ingibjörg og hlær. „Bara Íslendingur áttar sig á því hvað það er frábært. Það er einhvern veginn allt í seilingarfjarlægð,“ segir hún. „Við njótum þess besta úr báðum heimum. Börnin mín eru nýkomin úr ferð til Íslands, þau dvelja þar oft á sumrin hjá ömmu og afa. Og ég er nú alltaf með annan fótinn þar.“Facebook hnignandi Ingibjörg er reyndar væntanleg til landsins strax í næstu viku. „Ég held erindi á haustráðstefnu Advania um trúverðugleika og fréttaflutning. Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú fyrir fjölmiðla að marka sér skýra stefnu og elta ekki síbreytilegar dreifingarleiðir,“ segir hún og tekur dæmi af Facebook sem hnignandi dreifingarleið frétta. „Ég ætla að deila sýn minni á þetta óreiðukennda umhverfi og stefnu CNN í þessum efnum,“ segir Ingibjörg en ráðstefnan fer fram á föstudaginn í næstu viku. „Traust er mikilvægara en nokkru sinni áður,“ segir Ingibjörg. „Á sama tíma hafa fjölmiðlar ekki fullkomna stjórn á því hvernig upplýsingum er dreift. Við þurfum að berjast gegn falsfréttum sem dreifast með ógnarhraða á netinu. Miklu hraðar en alvöru fréttir því á ritstjórn þarf að fara í gegnum ritstjórnarferli, sem getur tekið tíma. Það þarf að sannreyna fréttir, það er það sem greinir fréttir frá upplýsingum eða falsfréttum, það þarf að skoða fleiri en eina hlið málsins. Það má aldrei taka neinu sem gefnu. Það er sama hvaðan það kemur. Hvort það kemur frá æðstu valdamönnum heims, stjórnvöldum, vinum. Það má aldrei gefa afslátt af gæðum og heilindum. Blaðamenn mega aldrei vera hræddir við að spyrja einfaldra spurninga. Þeir eiga að efast og gagnrýna, mega aldrei láta hafa áhrif á sig. Og þó að við eigum að vera vakandi fyrir nýjungum, skoða hvernig almenningur leitar frétta þá megum við ekki eltast í sífellu við allt nýtt. Þá missum við fókusinn og þessa langtímasýn sem verður alltaf að vera til staðar,“ segir Ingibjörg. „Ég er auðvitað tiltölulega nýtekin við þessu starfi hjá CNN og hef verið í uppbyggingarstarfi hvað varðar reksturinn. Ég er spennt fyrir möguleikum stafrænnar miðlunar, hún hefur aldrei verið flóknari. Og aldrei áhugaverðari, ef út í það er farið,“ bætir hún við. Hún segist ekki hugsa sér til hreyfings úr hringiðu fjölmiðla. „Ég er hins vegar óhrædd við að skipta um starf og starfsumhverfi, það fylgir starfinu. Ég hef einnig öðlast mikla reynslu í stjórnun og krefjandi verkefnum og því að umbylta rekstri og starfsemi innan fyrirtækja,“ segir Ingibjörg. „Stundum sakna ég þess að vera á gólfinu, í hringiðu alls. Þegar stórfréttir rata inn á ritstjórnina þá hleyp ég inn á gólf,“ segir hún og segir þessi viðbrögð munu fylgja sér. Hún sé blaðamaður í hjartanu.Eðlilegir bólfélagar Ólafur Jóhann Ólafsson, sem gegndi stöðu aðstoðarforstjóra Time Warner fyrir þá ákvörðun alríkisdómstóls í Washington að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner, sagði í viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári að almenningur gengi í raun kaupum og sölum. Kapítalísku risarnir græddu mest á því að vita sem mest um sem flesta. Nú vinnur Ingibjörg í raun fyrir einn kapítalíska risann því AT&T er nú eigandi CNN.„Fólk sem lifir lífinu, hugsar um fjölskyldu sína, það sýnir betri færni í að leysa verkefni,“ segir Ingibjörg. Ímyndin um blaðamanninn sem harkar af sér fram á ystu brún sé fallin úr gildi. Mynd/Tilotta/CNNHvaða sýn hefur hún á þessa þróun? „Þessi þróun er keyrð áfram af þörf markaðarins til að viðhalda vexti og þó að ég vinni fyrir kapítalískan risa þá get ég sagt að fjölbreytileiki í fjölmiðlum er afar mikilvægur og sérstaklega í fréttum. Ég hef ekkert á móti hægri miðlinum Breitbart sem tekur oft mjög stífan pól í hæðina. Eða dagblaðinu Sun sem hefur einnig mjög ákveðna stefnu sem götublað. Þessir miðlar fara ekki leynt með stefnu sína og hugmyndafræði og eru opnir um sína afstöðu þannig að lesendur vita hverju þeir geta átt von á. Fólk verður að skilja hvernig eigendur geta haft áhrif á stefnu fjölmiðils. Það er hætta á því í dag að fjölmiðlar verði á of fáum höndum og það er mikil krísa í fjármögnun fjölmiðla í heiminum. Það er ekkert skrýtið því samkeppnin við afþreyingu harðnar í sífellu. Ef fréttir CNN ná betur til almennings í kjölfar samrunans þá er það gott. Símafyrirtæki og fjölmiðill eru eðlilegir bólfélagar í dag,“ segir Ingibjörg og bendir á nýlega sameiningu Vodafone við Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Hver er munurinn á því að starfa hjá ríkismiðli og „kapítalískum risa“? „Það er mikill menningarmunur. Bandaríkjamenn eru óhræddir við að prófa nýja hluti og ryðjast áfram. Bretarnir eru rólegri, fastir í að halda fundi og hugsa allt út í öreindir. Fjármögnunin hjá BBC kom auðvitað frá skattgreiðendum en nú vinn ég fyrir fyrirtæki sem er á markaði. Það er allt öðruvísi pressa sem fylgir. Það er óhætt að segja að ég hef meira frelsi, það er minni skriffinnska og fleiri tækifæri til að vera skapandi. Það var það sem ég var að leita eftir,“ segir Ingibjörg.Er þetta ennþá karlaheimur? „Já, þetta er mikill karlaheimur. Það leikur enginn vafi á því. Ég er enn ein fárra kvenna í stjórnunarstöðu. Þótt þeim sé alltaf að fjölga þá mun taka tíma að leiðrétta þennan halla sem hefur varað svo áratugum skiptir. Karlar hafa ráðið fjölmiðlaheiminum og verið ráðnir í stjórnunarstöður og í langan tíma þótti blaðamannsstarfið vera karlastarf. Karlar réðu karla. Fréttamatið var líka öðruvísi,“ segir Ingibjörg sem segir það segja sig sjálft að með jafnara kynjahlutfalli verði fréttamatið gildara. Það endurspegli samfélagið betur. „Við þurfum að nýta vel slagkraftinn sem myndaðist eftir #metoo-byltinguna og eftir harða baráttu um jöfn laun í fjölmiðlum, en þurfum að gæta okkar á bakslaginu. Að pendúllinn fari ekki of hratt til baka. Það er nefnilega mótstaða. Við þurfum fleiri konur á öllum sviðum fjölmiðla. Það þarf að gæta að konum sem eru að koma úr barneignarfríi, gæta að launamismuninum og að setja ekki alla í sama form. Fjölbreytnin er fyrir öllu,“ segir Ingibjörg. „Á CNN fer fram mikil vinna innan fyrirtækisins sem miðar að jöfnum kjörum kynjanna. Ég er vongóð um að innan fimm ára verði hægt að greina töluverðar breytingar,“ segir Ingibjörg.Hvernig líst henni á íslenska fjölmiðla? „Það er stundum hægt að fara of hratt. Gera of mikið. Ég held að margir fjölmiðlar falli í þá gryfju að taka staðhæfingar beint upp frá stjórnvöldum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum og prenta þær. Án þess að tékka, er þetta rétt? Eru staðhæfingarnar réttar? Hafa allir aðilar að málum fengið að tjá sig? Stjórnvöld og fyrirtæki hvar sem er í heiminum hafa tilhneigingu til að fegra staðreyndir og halda sig við sína hlið, sem segir oft ekki alla söguna. Ég held að réttara væri að segja færri fréttir og vinna þær betur. Enn og aftur þá mega blaðamenn ekki vera hræddir eða vilja þóknast. Ef þú ert ekki vel liðinn á meðal stjórnmálamanna vegna þess að þú vinnur starf þitt vel og þér er neitað um viðtal sökum þess, birtu þá frétt um það,“ segir Ingibjörg. „Starf blaðamanna er að hlúa að og styðja lýðræði og gagnsæi í samfélaginu, það byggir upp traust almennings á fréttamennsku.“Og hvernig lítur hún til framtíðar? „Ég held að það verði alltaf þörf fyrir fréttir en fólk mun nálgast þær öðruvísi. Það getur jafnvel breyst yfir nótt hvernig fólk finnur fréttirnar sínar. Ég held það skipti máli að fylgjast með hegðun fólks og hvaða þarfir það hefur. Hvað er til dæmis Netflix fyrir fréttir? Fréttir verða fljótt úreltar. Hvernig er hægt að vinna þær öðruvísi, þannig að virði þeirra verði meira? Hvernig er hægt að auka aðgengi fólks að fréttum? Gera þær notendavænni? Þeim fjölmiðlum sem rata rétta leið í þeim efnum mun vegna vel. En eitt er víst. Gæðaefni ratar alltaf á réttan stað. Í dag er miklu stífari krafa um vandaða rannsóknarvinnu. Það þarf að fara á eftir fréttunum, spyrja og leita,“ segir Ingibjörg og segir þá sem sitja og bíða eftir fréttum í fangið tapa.Fyrirsögn á helgarviðtali Fréttablaðsins við Ingibjörgu Þórðardóttur var breytt þar sem hún var misvísandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira