Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2018 10:00 Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt að samkomlag hefði náðst um að göngunum yrði skilað tilbúnum til umferðar þann 30. nóvember næstkomandi. Er miðað við að göngin verði tekin í notkun 1. desember. „Ég held að það sé lykilatriði að festa dagsetningu niður svo allir geti miðað á sömu dagsetningu og lagt aðeins meiri kraft í verkið eins og núna er verið að gera,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Þegar fréttamaður leit við í göngunum á dögunum var nóg um að vera, rafvirkjar, malbikarar, pípulagningarmenn og fjölmargir verkamenn voru þar að störfum en eins og sjá á myndunum eru ansi mörg handtök sem eftir á að vinna eigi að nást að opna göngin á fullveldisdaginn. Þá má einnig sjá að staðan á frágangi er mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í göngunum, sums staðar eru þau nær fullkláruð en annars staðar er mikið eftir. En mun mönnum takast að ná að klára allt sem þarf að gera fyrir 1. desember? „Það er hellingur sem þarf að gerast en menn bretta upp ermarnar og allir ætlar sér að reyna að ná þessu markmiði.“Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig göngin lítu út um helgina en fréttamaður keyrði í gegnum hin 7,5 kílómetra löngu göng frjá Fnjóskadal í fylgd starfsmanns Vaðlaheiðarganga. Athuga skal að myndbandið spilast á sexföldum hraða. Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt að samkomlag hefði náðst um að göngunum yrði skilað tilbúnum til umferðar þann 30. nóvember næstkomandi. Er miðað við að göngin verði tekin í notkun 1. desember. „Ég held að það sé lykilatriði að festa dagsetningu niður svo allir geti miðað á sömu dagsetningu og lagt aðeins meiri kraft í verkið eins og núna er verið að gera,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Þegar fréttamaður leit við í göngunum á dögunum var nóg um að vera, rafvirkjar, malbikarar, pípulagningarmenn og fjölmargir verkamenn voru þar að störfum en eins og sjá á myndunum eru ansi mörg handtök sem eftir á að vinna eigi að nást að opna göngin á fullveldisdaginn. Þá má einnig sjá að staðan á frágangi er mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í göngunum, sums staðar eru þau nær fullkláruð en annars staðar er mikið eftir. En mun mönnum takast að ná að klára allt sem þarf að gera fyrir 1. desember? „Það er hellingur sem þarf að gerast en menn bretta upp ermarnar og allir ætlar sér að reyna að ná þessu markmiði.“Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig göngin lítu út um helgina en fréttamaður keyrði í gegnum hin 7,5 kílómetra löngu göng frjá Fnjóskadal í fylgd starfsmanns Vaðlaheiðarganga. Athuga skal að myndbandið spilast á sexföldum hraða.
Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38