Launahækkanir Maduro valda verslunum erfiðleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 14:00 Verslanir hafa átt í erfiðleikum með að fylla hillur sínar. Nú vegna mikilla launahækkana neyðast þær margar hverjar til að hætta. Vísir/EPA Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana. Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Stór hluti verslana í Suður-Ameríku ríkinu Venesúela hafa á undanförnum tveimur vikum lokað vegna hækkunar lægstu launa sem fyrirskipuð var af Nicolás Maduro, forseta, og ríkisstjórn hans. Miklir fjárhagslegir erfiðleikar hafa herjað á Venesúela undanfarin ár, forsetinn Nicolás Maduro hefur verið gagnrýndur fyrir stefnur sínar og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Síðasta útspil stjórnarinnar og Maduro hefur dregið dilk á eftir sér. Maduro fyrirskipaði í ágúst um hækkun lægstu launa um næstum 3500 % í einum rykk. Þetta hefur haft það í för með sér að samkvæmt viðskiptaráði Venesúela hafa um 40% verslana í landinu lagt upp laupana. Miami Herald greinir frá. Verslun hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið vegna hríðversnandi efnahagsástands í landinu en síðustu aðgerðir hafa veitt mörgum banahöggið. María Uzcátegui forseti viðskiptaráðsins segir að verslunareigendum hafi verið gert það óheimilt að hækka verð til að koma á móti launahækkunum starfsfólks. Hækki verslunarmenn verð eigi þeir á hættu að vera fangelsaðir. Því neyðast verslanir til að borga starfsfólki hærri laun á sama tíma og þær neyðast til að selja vörur á mánaðargömlu verði sem nú er komið undir kostnaðarverð. Uzcategui segir að vegna verðbólgunnar í landinu sé vart hægt að selja vörur á sama verði tvo daga í röð. Hagfræðingurinn Orlando Ochoa sagði við Miami Herald að búðirnar ráði ekki við launahækkanir enda hafi þær nú þegar verið í vandræðum vegna erfiðleika við innkaup frá erlendum birgjum og geta því vart fyllt hillur verslana.
Venesúela Tengdar fréttir Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00 Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16 Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Óttast um ættingja sína í Venesúela:„Skárra að deyja á götum úti eða deyja úr eymd?“ Kona frá Venesúela sem hefur búið á Íslandi undanfarin ár segist óttast um fjölskyldu sína og vini. Sífellt fleiri hafi kosið að flýja land enda sé fólk hrætt við að standa uppi í hárinu á yfirvöldum. 21. ágúst 2018 21:00
Fólksflótti frá Venesúela sagður ógna Suður-Ameríku Michel Temer, forseti Brasilíu, hefur sent hermenn til landamæra ríkjanna og á þeirra verkefni að tryggja lög og reglu og vernda innflytjendurna. 28. ágúst 2018 23:16
Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. 8. september 2018 17:00