Nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss verður tveir plús einn vegur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2018 20:00 Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði. Samgöngur Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Ekki stendur til að gera veginn á milli Hveragerðis og Selfoss, einn hættulegasta veg landsins, tvo plús tvo veg, heldur verður hann tveir plús einn vegur. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra segir þetta gert til að nýta peninga ríkisins í önnur verkefni eins og í vegakerfið á Vestfjörðum eða til að aðskilja akstursstefnu á Hvolsvöll eða í Borgarnes. Á næstu vikum verða fyrstu áfangi vegna breikkunar vegarins á milli Hveragerðis og Selfoss boðin út. Eftir það verða tveir nýir áfangar boðnir út, m.a. veður veginum niður kamba breytt. Vegaframkvæmdin á milli þessara tveggja bæjarfélaga er forgangsmál í nýrri samgönguáætlun. Vegurinn verður þó ekki tveir plús tveir vegur. Samgönguráðherra fór nýlega yfir málið á opnum fundi í Hveragerði. „En hann er byggður þannig að það er mjög auðvelt að breyta honum í tvo plús tvo sem var ekki tilfellið upp á Hellisheiði þegar menn fóru af stað, þá voru axlirnar of mjóar. Ég hef séð undirgögnin í því að undirlagið verður með þeim hætti að það verður mjög auðvelt. Þá þurfum við líka að fara í mislæg gatnamót, þau kosta allt að milljarð hvert þeirra sem við getum sparað okkur í fyrstu lotu á meðan bílarnir eru innan við tíu þúsund, innan við fimmtán þúsund og jafnvel innan við tuttugu og tvö þúsund“, segir Sigurður Ingi. Að lokum snýst þetta þó allt um peninga og aftur peninga, hvernig þeim er ráðstafað af hendi ríkisins til mismunandi verkefna. „Þá getum við nefnilega notað peningana í að klára grunnkerfið á Vestfjörðum eða þá að við getum farið lengra í að tvöfalda og aðskilja akstursstefnur, kannski alla leið á Hellu eða Hvolsvöll og upp í Borgarnes og bjargað þannig fleiri mannslífum, en ekki eyða öllum peningunum á einn stað. Ég er til í að taka þessa ræðu við hvern sem er hvenær sem er, að nýta peningna eins mikið og við mögulega getum á meðan við þurfum ekki umferðarmagnsins vegna að fara í stærri mannvirki en raun ber vitni. en auðvitað viljum við fá tvo plús tvo veg, það er engin spurning“, sagði Sigurður Ingi ennfremur á fundinum í Hveragerði.
Samgöngur Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira