Fýlukast Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. september 2018 08:00 Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir pennar Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Stórstjörnum í hinum alþjóðlega íþróttaheimi fyrirgefst margt, enda gagnrýnislaus aðdáun á þeim mikil. Sumar eru nánast í guða tölu og engu er líkara en þær geti ekki gert neitt rangt. Raunin er þó önnur því skrifa mætti heilu doðrantana um þær íþróttahetjur sem hafa orðið uppvísar að ýmsu misjöfnu. Þær sleppa þó yfirleitt vel. Aðdáendum stendur til dæmis nákvæmlega á sama um það þótt forríka og glæsilega knattspyrnuhetjan þeirra sé afhjúpuð fyrir stórfelld skattsvik, eins og er stöðugt að gerast úti í hinum stóra heimi. Fótboltastjörnur eins og Lionel Messi og Cristiano Ronaldo eru dáðar fyrir leikni sína á vellinum og skattsvik þeirra eru ekkert sérstaklega til umræðu og fyrirgefast fremur auðveldlega. Ekkert slær heldur á aðdáun fólks á alkunnum hórkörlum eins og Tiger Woods og Wayne Rooney. Þeir kunna jú ýmislegt fyrir sér í sinni íþróttagrein. Svo eru aðrar íþróttahetjur, dáðar um allan heim, sem kunna að lifa sómasamlega. Þær virðast hinar fullkomnu fyrirmyndir og ekkert sýnist geta steypt þeim af stallinum. Svo dag einn reynast þær versti óvinur sjálfs sín. Það henti Serenu Williams á dögunum í úrslitaleik bandaríska meistaramótsins í tennis. Hún braut tennisspaða sinn og hellti sér yfir dómarann með ópum og öskrum þegar henni varð ljóst að hún myndi ekki vinna, eins og hún virðist sjálf hafa talið fyrirfram öruggt. Það er ekki á hverjum degi sem stórstjarna sést taka æðiskast fyrir framan kvikmyndatökuvélar og þar sem þetta var ansi voldugt kast var þetta hið besta sjónvarpsefni um allan heim og endursýnt hvað eftir annað. Í stað þess að skammast sín fyrir forkastanlega framkomu hélt Williams, sem sannarlega braut reglur, því fram að dómarinn hefði svínað á henni vegna þess að hún er kona og þar að auki svört. Karlveldið hefur gríðarlega margt á samviskunni og með réttu má kenna því um ýmislegt, en í þessu máli ber það ekki sök, eins og upptökur sanna. Heimsþekkt íþróttakona, sem er vön að sigra og telur sig greinilega réttborna til þess, mætti ofjarli sínum. Það kemur kvennakúgun ekkert við. Hin japanska Naomi Osaka sigraði tennisdrottninguna á sannfærandi hátt. Hún á einnig hrós skilið fyrir að búa yfir nægum sálarstyrk til að þola frekjuköst stórstjörnunnar meðan á leik stóð. Það er sérlega aðdáunarvert vegna þess að Osaka hefur sjálf sagt að Williams sé fyrirmynd sín. Þarna var Williams þó engin fyrirmynd. Framkoma hennar var einmitt skólabókardæmi um það hvernig á ekki að bregðast við þegar ljóst er að leikurinn er að tapast. Það skrýtna í þessu máli er að engu máli virðist skipta að Williams hegðaði sér eins og fordekruð frekjudós. Í nafni kvennasamstöðu og baráttu gegn karlveldinu hefur Serena Williams verið hyllt, þrátt fyrir að hafa ítrekað brotið reglur og orðið sér til háborinnar skammar á vellinum. Þetta kallast að snúa hlutunum rækilega á hvolf. Um leið skipta staðreyndir engu máli og réttmætar áminningar og refsistig karlkynsdómara eru einungis sögð til marks um illa meðferð á konum í íþróttaheiminum. Þvílík endemis þvæla!
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun