Gerum lífið betra
Þetta þarf ekki að vera svona. Við erum einungis 350 þúsund og við erum 11. ríkasta land í heimi.
Við þurfum ekki láta eldri borgara og fjölskyldur þeirra búa við óvissu og bág kjör. Við þurfum ekki að refsa öryrkjum fyrir að vinna. Við þurfum ekki að setja minni fjármuni í háskólana en nágrannaþjóðir okkar gera. Við þurfum ekki að láta ljósmæður fara í kjaradeilu. Við þurfum ekki að láta löggæslu og samgöngur drabbast niður. Við þurfum ekki að hafa samfélag þar sem ríkasta 1% landsmanna á meira en 80% þjóðarinnar. Við þurfum ekki að hafa bæjarstjórann í Þorlákshöfn á hærri launum en borgarstjórann í London. Við þurfum ekki að lækka veiðileyfagjöld helmingi meira en það sem stendur til að hækka persónuafslátt fólks. Og við þurfum ekki að vera eitt dýrasta land í heimi.
Við lestur á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er ljóst að stórútgerðarmenn þurfa ekki að fara í mikla kjaradeilu við þessa ríkisstjórn eins og ljósmæður þurftu að gera.
Enn á að refsa öryrkjum fyrir samfélagsþátttöku sína og eldri borgarar þurfa áfram að bíða eftir mannsæmandi kjörum. Barnabætur eru enn skilgreindar sem fátækrastyrkur og framhaldsskólarnir fá beinlínis lækkun á fjárframlögum milli ára.
Við höfum allt til alls á landinu okkar ef við viljum. En þá þarf að hætta að dekra við sérhagsmuni og sjálftökuliðið.
Hlúum að hinum venjulega Íslendingi og gerum lífið auðveldara og ódýrara.
Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun
Að hengja bakara fyrir smið
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Hinn vandrataði vegur að starfslokum
Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar
Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Viltu koma að kenna?
Hulda María Magnúsdóttir skrifar
Sagan að endurtaka sig í beinni
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Hin heimtufreka kennarastétt
Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar
Hugmynd af barnum árið 2005
Halla Gunnarsdóttir skrifar
Yfir 3000 íbúðir á næstu árum
Bragi Bjarnason skrifar
Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar
Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað?
Páll Steingrímsson skrifar
Svar til lögmanns SFS
Magnús Guðmundsson skrifar
Ég get horft í augun á ykkur og sagt
Kristófer Már Maronsson skrifar
Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla
Björn Thorsteinsson skrifar
Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld
Kristinn Jónasson skrifar
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar
Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Sagan um gardínurnar
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
24. janúar og risastórt vistspor Íslands
Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!!
Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat
Lárus S. Guðmundsson skrifar
Sorg barna - leit að merkingu
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi
Arna Magnea Danks skrifar
Sparnaður án aðgreiningar
Davíð Már Sigurðsson skrifar
Til varnar leiðindum
Skúli S. Ólafsson skrifar
Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt
Dagbjört Harðardóttir skrifar
Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar
Vala Árnadóttir skrifar
Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni
Sigurgeir Bárðarson skrifar
Holur í malbiki og tannlækningar
Sigþór Sigurðsson skrifar