Fjötralaus Hazard sjóðheitur í framlínunni undir stjórn Sarri Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 07:15 Hazard og félagar, vinsælir alls staðar. Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00
Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00