Fjötralaus Hazard sjóðheitur í framlínunni undir stjórn Sarri Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. september 2018 07:15 Hazard og félagar, vinsælir alls staðar. Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Fótbolti Chelsea sýndi enn og aftur í sumar að það er lítil biðlund á Brúnni ef árangur næst ekki. Antonio Conte var rekinn aðeins ári eftir að hafa náð sögulega góðum árangri og þrátt fyrir að hafa unnið tvo titla á aðeins tveimur árum í Lundúnum. Síðasta ár Conte var skrautlegt, deilur hans við stjórn félagsins voru ítrekað á forsíðum blaðanna og smitaðist það eflaust inn í spilamennsku liðsins. Án Diego Costa vantaði heilmikið bit í sóknarleik liðsins og agað leikkerfi Conte gaf mönnum ekki mikið frelsi til að njóta sín fram á við. Sarri kom með ferskan blæ á Brúna frá Ítalíu og sótti leikmenn sem falla vel inn í leikkerfi hans. Jorginho hefur smellpassað inn á miðjuna og hefur spilamennskan heilt yfir verið góð sem hefur skilað sér í fimmtán stigum og toppsætinu eftir fimm umferðir.Frelsaði Hazard Sarri virðist hafa lagt áherslu á að veita Eden Hazard, einum besta leikmanni liðsins, aukið frelsi inni á vellinum og losað hann undan því að þurfa að vinna mikið til baka. Í þessu nýja hlutverki hefur Hazard blómstrað með tvær stoðsendingar og fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Ekki hefur verið hægt að sjá neina HM-þreytu á Hazard sem var í lykilhlutverki hjá Belgíu sem vann til bronsverðlauna í Rússlandi. Hann kom seinna til móts við liðið og þurfti að koma inn af bekknum í fyrstu umferðunum en sýndi það, bæði gegn Íslandi á dögunum og um helgina, að hann hefur líklegast aldrei leikið betur á ferlinum. Hazard daðraði við Real Madrid í sumar, eitt stærsta félagslið heims, og leist Madridingum vel á að hann yrði arftaki Cristiano Ronaldo þar á bæ. Honum er að takast að sýna af hverju Madridingar sóttust eftir kröftum hans og að mati Sarri er enginn í heiminum að spila betur þessa dagana. „Áður en ég kom hingað hélt ég að hann væri einn af bestu leikmönnum Evrópu en mér hefur snúist hugur. Hann er besti leikmaður Evrópu í dag og hann getur bætt sig. Ég hef rætt við hann um að eyða minni tíma í varnarleikinn til að spara orku fyrir sóknarleikinn. Reyna að einblína á svæðið í kringum vítateig andstæðinganna og að mínu mati getur hann skorað yfir þrjátíu mörk í vetur fyrir Chelsea." Þessi orð hljóma eflaust vel fyrir Hazard og má búast við því að hann blómstri sem aldrei fyrr í vetur. Er það undir honum komið hversu langt Chelsea fer í vetur og fyrstu teikn eru jákvæð fyrir Chelsea
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00 Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Sjáðu öll mörk gærdagsins úr enska boltanum 24 mörk voru skoruð í 7 leikjum ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Hér má sjá þau öll. 16. september 2018 11:00
Hazard í hóp goðsagna hjá Chelsea Eden Hazard er einn fjögurra leikmanna sem hafa skorað fleiri en eina þrennu fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. 16. september 2018 09:00