Yfirlýsing Hugins: Mótmæla niðurstöðunni og krefjast að stjórn KSÍ komi saman Anton Ingi Leifsson skrifar 16. september 2018 22:42 Leikmenn Hugins fyrir leikinn gegn Aftureldingu fyrr í vísir/aðsend Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.Eins og Vísir greindi frá í dag dæmdi áfrýjunardómstóll KSÍ að leikurinn yrði spilaður aftur eftir að mistök urðu á við gerð skýrslu úr leiknum. Huginsmenn eru ekki alls kosta sáttir með það en yfirlýsingu þeirra má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Hugins: 16. september 2018 Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ Í dag bárust knattspyrnudeild Hugins þær fréttir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafi úrskurðað að leikur Hugins og Völsungs sem leikinn var 17. ágúst 2018 sé dæmdur ógildur og að hann skuli endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Knattspyrnudeild Hugins mótmælir eindregið þessari niðurstöðu og krefst þess að stjórn KSÍ komi saman og taki málið til efnislegrar meðferðar enda niðurstaðan af þeirri stærðargráðu og engin fordæmi fyrir slíkum úrskurði í sögu íslenskrar knattspyrnu svo vitað sé til. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er hvorki verið að taka tillit til áhrifanna sem umrædd leikskýrsla hafði á næstu leiki mótsins né framvinduna á úrslit deildarinnar bæði á toppi og botni. Í umræddum leik fengu þrír leikmenn Hugins og fimm leikmenn Völsungs gul spjöld. Á þessum tímapunkti barðist Huginn fyrir tilverurétti sinni í delidinni. Áhrif þeirra spjalda sem Huginn fékk í umræddum leik urðu til þess að tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Rúnar Freyr Þórhallsson og Blazo Lalevic, fengu gul spjöld og þar af leiðandi leikbönn eftir fund aganefndar vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið tóku þeir út á móti Aftureldingu, þann 25. ágúst, í leik sem skipti miklu máli í baráttunni sem liðið var í. Bjarki Baldvinsson, leikmaður Völsungs, fékk sömuleiðis spjald sem olli því að hann var í leikbanni gegn Gróttu sama dag. Úrslit þessarra leikja höfðu stórtæk áhrif á stöðu deildarinnar og léku liðin án sinna lykilmanna. Skýrsla KSÍ í umræddum leik hafði því áhrif á fleiri leiki sem taka þarf tillit til. Í leik Hugins gegn Aftureldingu þar sem, eins og áður var tekið fram, liðið lék án tveggja lykilmanna, fékk Ingólfur Árnason rautt spjald og þar með leikbann í leik liðsins gegn Víði. Hversu langt á seilast í þessu máli til að fullnægja réttlætinu? Við niðurröðun leikja í 2. deild er miðað við að tvær síðustu umferðir mótsins skulu leiknar á sama tíma þegar úrslit leikja geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu og neðstu sætum deildarinnar. Með því að endurspila leikinn í miðri viku fyrir lokaumferðina hefur það augljós áhrif á toppbaráttu deildarinnar þar sem að Huginn á leik við Gróttu einungis þremur dögum síðar og t.a.m. á Vestri leik við úthvílda leikmenn Kára. Eins og fram kemur í lokaúrskurði áfrýjunardómstóls skal allur ferðakostnaður Völsungs greiddur af fullu af KSÍ. Hvergi er þar að finna staf um það hver skal greiða fyrir þann kostnað sem fylgir því að kalla til þá leikmenn Hugins sem búsettir eru annars staðar en á Seyðisfirði vegna skóla og atvinnu. Ekki má heldur gleyma því að með því að leika í miðri viku þarf að taka tillit til vinnutaps og kostnaðar sem af því hlýst. Þá kemur KSÍ ekki til móts við Huginn í þeim kostnaði sem fylgir undirbúningi og framkvæmd við það að gera leikvöll tilbúinn til leiks. Það fellur allt að einu í þessu máli að úrskurðurinn dregur taum annars aðilans, þ.e. Völsungs. Í umræddum leik, skv. niðurstöðu dómstólsins, fer dómarinn út fyrir valdsvið sitt með því að reka leikmann ranglega af velli. Valdsvið dómarans í leikjum Íslandsmótsins eru Knattspyrnulög KSÍ og í þessu tilviki stígur dómarinn vissulega út fyrir það svið. Ef hægt er að sýna fram á að dómari fer á mis við knattspyrnulögin með röngum ákvörðunum má þá túlka þessa niðurstöðu sem svo að hægt sé að kæra framkvæmd leiksins og hann þá endurleikinn? Með þessu er gefið vafasamt fordæmi sem ekki sér fyrir endann á. Að framansögðu hafnar Knattspyrnudeild Hugins niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Hugins Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Brynjar Skúlaskon þjálfari Hugins Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Huginn hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að KSÍ dæmdi í dag að leikur Hugins og Völsungs í annarri deild karla verði spilaður aftur vegna dómaramistaka.Eins og Vísir greindi frá í dag dæmdi áfrýjunardómstóll KSÍ að leikurinn yrði spilaður aftur eftir að mistök urðu á við gerð skýrslu úr leiknum. Huginsmenn eru ekki alls kosta sáttir með það en yfirlýsingu þeirra má lesa í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Hugins: 16. september 2018 Vegna niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ Í dag bárust knattspyrnudeild Hugins þær fréttir að áfrýjunardómstóll KSÍ hafi úrskurðað að leikur Hugins og Völsungs sem leikinn var 17. ágúst 2018 sé dæmdur ógildur og að hann skuli endurtaka á Seyðisfjarðarvelli. Knattspyrnudeild Hugins mótmælir eindregið þessari niðurstöðu og krefst þess að stjórn KSÍ komi saman og taki málið til efnislegrar meðferðar enda niðurstaðan af þeirri stærðargráðu og engin fordæmi fyrir slíkum úrskurði í sögu íslenskrar knattspyrnu svo vitað sé til. Það er ljóst að með þessari niðurstöðu er hvorki verið að taka tillit til áhrifanna sem umrædd leikskýrsla hafði á næstu leiki mótsins né framvinduna á úrslit deildarinnar bæði á toppi og botni. Í umræddum leik fengu þrír leikmenn Hugins og fimm leikmenn Völsungs gul spjöld. Á þessum tímapunkti barðist Huginn fyrir tilverurétti sinni í delidinni. Áhrif þeirra spjalda sem Huginn fékk í umræddum leik urðu til þess að tveir af máttarstólpum liðsins, þeir Rúnar Freyr Þórhallsson og Blazo Lalevic, fengu gul spjöld og þar af leiðandi leikbönn eftir fund aganefndar vegna uppsafnaðra spjalda. Bannið tóku þeir út á móti Aftureldingu, þann 25. ágúst, í leik sem skipti miklu máli í baráttunni sem liðið var í. Bjarki Baldvinsson, leikmaður Völsungs, fékk sömuleiðis spjald sem olli því að hann var í leikbanni gegn Gróttu sama dag. Úrslit þessarra leikja höfðu stórtæk áhrif á stöðu deildarinnar og léku liðin án sinna lykilmanna. Skýrsla KSÍ í umræddum leik hafði því áhrif á fleiri leiki sem taka þarf tillit til. Í leik Hugins gegn Aftureldingu þar sem, eins og áður var tekið fram, liðið lék án tveggja lykilmanna, fékk Ingólfur Árnason rautt spjald og þar með leikbann í leik liðsins gegn Víði. Hversu langt á seilast í þessu máli til að fullnægja réttlætinu? Við niðurröðun leikja í 2. deild er miðað við að tvær síðustu umferðir mótsins skulu leiknar á sama tíma þegar úrslit leikja geta haft úrslitaáhrif á stöðu liða í efstu og neðstu sætum deildarinnar. Með því að endurspila leikinn í miðri viku fyrir lokaumferðina hefur það augljós áhrif á toppbaráttu deildarinnar þar sem að Huginn á leik við Gróttu einungis þremur dögum síðar og t.a.m. á Vestri leik við úthvílda leikmenn Kára. Eins og fram kemur í lokaúrskurði áfrýjunardómstóls skal allur ferðakostnaður Völsungs greiddur af fullu af KSÍ. Hvergi er þar að finna staf um það hver skal greiða fyrir þann kostnað sem fylgir því að kalla til þá leikmenn Hugins sem búsettir eru annars staðar en á Seyðisfirði vegna skóla og atvinnu. Ekki má heldur gleyma því að með því að leika í miðri viku þarf að taka tillit til vinnutaps og kostnaðar sem af því hlýst. Þá kemur KSÍ ekki til móts við Huginn í þeim kostnaði sem fylgir undirbúningi og framkvæmd við það að gera leikvöll tilbúinn til leiks. Það fellur allt að einu í þessu máli að úrskurðurinn dregur taum annars aðilans, þ.e. Völsungs. Í umræddum leik, skv. niðurstöðu dómstólsins, fer dómarinn út fyrir valdsvið sitt með því að reka leikmann ranglega af velli. Valdsvið dómarans í leikjum Íslandsmótsins eru Knattspyrnulög KSÍ og í þessu tilviki stígur dómarinn vissulega út fyrir það svið. Ef hægt er að sýna fram á að dómari fer á mis við knattspyrnulögin með röngum ákvörðunum má þá túlka þessa niðurstöðu sem svo að hægt sé að kæra framkvæmd leiksins og hann þá endurleikinn? Með þessu er gefið vafasamt fordæmi sem ekki sér fyrir endann á. Að framansögðu hafnar Knattspyrnudeild Hugins niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Hugins Sveinn Ágúst Þórsson, formaður knattspyrnudeildar Brynjar Skúlaskon þjálfari Hugins
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjá meira
Völsungar áfrýja: Segja dómarann hafa falsað skýrsluna Forráðamenn 2. deildarliðs Völsungs eru allt annað en sáttir við aga- og úrskurðanefnd KSÍ eftir að kæru félagsins vegna falsaðrar skýrslu dómara var vísað frá. 7. september 2018 13:30
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13